Innlent

Mikil röskun á millilandaflugi

Heimir Már Pétursson skrifar
Keflavíkurflugvöllur á tímum kórónuveirunnar.
Keflavíkurflugvöllur á tímum kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm

Tuttugu og átta brottförum hefur verið aflýst á Keflavíkurflugvelli í dag en frá því snemma í morgun og fram á kvöld eru níu brottfarir á áætlun.

Icelandair flaug senmma í morgun til Stokkhólms, London Heathrow og Amsterdam. Næsta brottför er ekki fyrr en klukkan 12:45 þegar SAS áætlar að fljúga til Oslóar. British Airways áætlar síðan brottför klukkan 13:15 til London Heathrow.

Næsta flug frá Keflavíkurflugvelli er klukkan 17:15 með Icelandair til Boston í Bandaríkjunum, WIZZ Air flýgur til London Luton klukkan 18:45, Easy Jet á London Gatwick klukkan 19:30 og til Manchester klukkan 19:40.

Tvö flug Icelandair eru áætluð til Kaupmannahafnar á morgun.Vísir/vilhelm

Svipaða sögu er að segja af komum til Keflavíkurflugvallar. Snemma í morgun lentu tvær flugvélar Icelandair frá Vancuver í Kanada og Boston í Bandaríkjunum. Næstu komur eru ekki fyrr en í hádeginu. En flugvél SAS frá Osló er með áætlaða komu klukkan 12:05 og flugvél British Airways frá London Heathrow klukkan 12:20.

Klukkan 15:20 koma flugvélar Icelandair frá Stokkhólmi og Amsterdam og klukkan 15:30 frá London Heathrow. Klukkan 18:00 er væntanleg flugvél frá WIZZ Air frá London Luton og klukkan 18:50 kemur flugvél Easy Jet frá London Gatwick og klukkan 19:00 er væntanleg flugvél frá Easy Jet frá Manchester.

Öllu flugi öðru en því sem hér hefur verið talið upp er aflýst til og frá Keflavíkurflugvelli í dag. Í tilkynningu frá Icelandair segir að flugáætlun þess sé nú rétt rúmlega 14 prósent af fyrri áætlunum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×