Innlent

Fimm daga skoðun ný­bura í heima­húsum

Atli Ísleifsson skrifar
Vakthafandi nýburalæknir á Landspítala mun styðja við þessa þjónustu í gegnum síma eftir því sem þörf er á.
Vakthafandi nýburalæknir á Landspítala mun styðja við þessa þjónustu í gegnum síma eftir því sem þörf er á. Getty

Fimm daga skoðun nýbura mun fara fram í heimahúsum næstu vikurnar. Þetta er gert til að draga úr smithættu og létta á Landspítalanum.

Frá þessu segir á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands, en stofnunin hefur gert tímabundinn samning við ljósmæður um að auka vitjanaþjónustu sína í stað þess að svokölluð fimm daga skoðun fari fram á Landspítala.

„Vakthafandi nýburalæknir á Landspítala mun styðja við þessa þjónustu í gegnum síma eftir því sem þörf er á.

Um er að ræða tímabundna breytingu á rammasamningi SÍ við ljósmæður vegna fæðinga og umönnunar kvenna í heimahúsum. Að svo stöddu er gert ráð fyrir að þessi breyting gildi út maí,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×