Eru barnaréttindagleraugun við hendina? Bergsteinn Jónsson skrifar 23. mars 2020 11:00 Það sem einkennir helst krísur er nauðsyn þess að forgangsraða þeim björgum sem til staðar eru. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa notið stuðnings hingað til, en það er ómetanlegt þegar almenningur ber slíkt traust til yfirvalda. En framundan er langhlaup þar sem vinna verður úr hverjum áhrifum heimsfaraldursins á fætur öðrum. Það verður flókið verkefni og mun reyna á dug og seiglu okkar allra. Í þeim svörum sem samfélagið mun finna við áföllunum, verður að huga sérstaklega að yngstu kynslóðunum. Þeim virðist ekki stafa hætta af veirunni, en munu svo sannarlega finna fyrir áhrifum viðbragðanna við henni. UNICEF hefur nú þegar bent stjórnvöldum heimsins á áhrifin sem faraldurinn hefur á jaðarsettustu börn þessa heims. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir heimsfaraldurinn kalla á stuðning við þær milljónir barna á flótta, og barna sem búa við mikla neyð, sem aldrei fyrr. UNICEF hefur jafnframt gefið út leiðbeiningar til stjórnvalda um vernd barna fyrir þeim hættum sem að þeim steðjar við þessar aðstæður. Til viðbótar við að skólar og ýmis þjónusta fyrir börn liggur niðri eða er í lágmarki, eru börn nú í aðstæðum sem gerir þau viðkvæmari fyrir hvers kyns ofbeldi, misnotkun og félagslegri einangrun. Og dæmin sýna að ofbeldi og misnotkun gegn börnum eykst við þessar aðstæður, þegar álag er á heimilum og efnahagsleg staða fjölskyldna versnar. Það hefur því sjaldnar verið mikilvægara að setja börn í forgang í áætlunum stjórnvalda, en einmitt nú þegar börn búa við skerta opnun leik-, grunn-, og framhaldsskóla og færri tækifæri til að hitta vini og ættingja. Minnug þess að hér á landi hefur 16 prósent barna orðið fyrir ofbeldi eða orðið vitni að ofbeldi á heimilum sínum fyrir 18 ára aldur, samkvæmt tölfræði um ofbeldi gegn börnum sem UNICEF á Íslandi gaf út á síðasta ári. Sem betur fer býr stærstur hluti barna á Íslandi við góðar aðstæður og margar fjölskyldur munu njóta aukinnar samveru næstu vikur. Verkefni stjórnvalda er þess vegna að líta til jaðarsettustu barna samfélagsins, barna sem búa við ofbeldi, barna sem búa á efnaminni heimilum, barna sem eiga fáa að og barna á flótta. Nú þurfa stjórnvöld að finna til barnaréttindagleraugun og setja það sem börnum er fyrir bestu í forgang. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem einkennir helst krísur er nauðsyn þess að forgangsraða þeim björgum sem til staðar eru. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa notið stuðnings hingað til, en það er ómetanlegt þegar almenningur ber slíkt traust til yfirvalda. En framundan er langhlaup þar sem vinna verður úr hverjum áhrifum heimsfaraldursins á fætur öðrum. Það verður flókið verkefni og mun reyna á dug og seiglu okkar allra. Í þeim svörum sem samfélagið mun finna við áföllunum, verður að huga sérstaklega að yngstu kynslóðunum. Þeim virðist ekki stafa hætta af veirunni, en munu svo sannarlega finna fyrir áhrifum viðbragðanna við henni. UNICEF hefur nú þegar bent stjórnvöldum heimsins á áhrifin sem faraldurinn hefur á jaðarsettustu börn þessa heims. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir heimsfaraldurinn kalla á stuðning við þær milljónir barna á flótta, og barna sem búa við mikla neyð, sem aldrei fyrr. UNICEF hefur jafnframt gefið út leiðbeiningar til stjórnvalda um vernd barna fyrir þeim hættum sem að þeim steðjar við þessar aðstæður. Til viðbótar við að skólar og ýmis þjónusta fyrir börn liggur niðri eða er í lágmarki, eru börn nú í aðstæðum sem gerir þau viðkvæmari fyrir hvers kyns ofbeldi, misnotkun og félagslegri einangrun. Og dæmin sýna að ofbeldi og misnotkun gegn börnum eykst við þessar aðstæður, þegar álag er á heimilum og efnahagsleg staða fjölskyldna versnar. Það hefur því sjaldnar verið mikilvægara að setja börn í forgang í áætlunum stjórnvalda, en einmitt nú þegar börn búa við skerta opnun leik-, grunn-, og framhaldsskóla og færri tækifæri til að hitta vini og ættingja. Minnug þess að hér á landi hefur 16 prósent barna orðið fyrir ofbeldi eða orðið vitni að ofbeldi á heimilum sínum fyrir 18 ára aldur, samkvæmt tölfræði um ofbeldi gegn börnum sem UNICEF á Íslandi gaf út á síðasta ári. Sem betur fer býr stærstur hluti barna á Íslandi við góðar aðstæður og margar fjölskyldur munu njóta aukinnar samveru næstu vikur. Verkefni stjórnvalda er þess vegna að líta til jaðarsettustu barna samfélagsins, barna sem búa við ofbeldi, barna sem búa á efnaminni heimilum, barna sem eiga fáa að og barna á flótta. Nú þurfa stjórnvöld að finna til barnaréttindagleraugun og setja það sem börnum er fyrir bestu í forgang. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar