Ha . . . er það?! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. mars 2020 13:00 Það var undarleg tilfinning að fá Covid símtalið. Allt í einu snarsnerist líf mitt við. Mitt eigið. Ég kom inn á hlaupum eftir annasaman dag, síminn hringdi og allt er breytt. Ég hafði fylgst grannt með þróun mála frá því að fyrsta smitið barst til Íslands og fannst ég einmitt svo furðu heppin að hafa ekki sjálf verið í einni af þessum skíðaferðum þar sem allir virtust vera að smitast. Frá fyrsta skipti urðu fundirnir með Ölmu, Víði og Þórólfi eitthvað sem ég gat ómögulega misst af. Ég fylgdist með stíganda, fjölgun smita og ákvörðunum sem teknar voru og áhrifum þeirra. Ég fagnaði þátttöku Kára Stef og skráði mig strax í tékk því mér fannst einhvern veginn svo mikilvægt að taka þátt, stækka þýðið og sýna samfélagslega ábyrgð. Áfram gakk. Gerum þetta saman. Svo breyttist allt. Tilfinningin að lenda í lyftu með fullt af fólki varð undarleg, hurðarhúna hætti ég ósjálfrátt að snerta og mig langaði einhvern veginn bara að vera um kyrrt. Svo kom veiran og allt mitt fólk komið í sóttkví. Þá voru þetta mín eigin örlög. Ég var ekki lengur áhorfandi úr fjarlægð. Heldur var mér kippt inn í Covid veröldina sjálfa með fjölda manns í eftirdragi. 158 staðfest smit og mitt var eitt af þeim. Tilfinningin var vond. Hvað gerði ég rangt? Hafði ég ekki tekið tilmælunum nógu alvarlega? Var ég búin að vera svona kærulaus eftir allt saman? Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Hvernig gat ég verið komin með þessa veirulufsu? Ég?! Ég veit að þetta eru spurningar og tilfinningar sem fleiri eru að kljást við. Því finnst mér mjög mikilvægt að segja frá, vera opin og deila þessari upplifun. Því við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Og það eiga svo ótal margir eftir að koma á eftir mér og okkur sem nú erum með veiruna. Burt með samviskubitið og deilum reynslunni. Hún er einstök í sögunni. Við sem samfélag erum að fást við að allt er gjörbreytt. Hegðunarmynstur okkar er breytt þar sem nálægðin við fólkið okkar er skert. En einhvern veginn aðlögumst við breyttum aðstæðum á ógnarhraða. Rafræn veröld er orðin veröldin okkar allra. Hálf þjóðin farin að nota Teams-samskiptaforritið til þess að geta einfaldlega haldið áfram á meðan þessi holskefla gengur yfir. Við erum öll sem eitt að bregðast við, bjarga okkur og leysa úr málum. Saman. Og það er svo magnað, mikilvægt og gott. Gott fyrir sálina og okkur sem samfélag. Hlúum vel að hvert öðru, við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi, veirunni og því sem henni fylgir. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það var undarleg tilfinning að fá Covid símtalið. Allt í einu snarsnerist líf mitt við. Mitt eigið. Ég kom inn á hlaupum eftir annasaman dag, síminn hringdi og allt er breytt. Ég hafði fylgst grannt með þróun mála frá því að fyrsta smitið barst til Íslands og fannst ég einmitt svo furðu heppin að hafa ekki sjálf verið í einni af þessum skíðaferðum þar sem allir virtust vera að smitast. Frá fyrsta skipti urðu fundirnir með Ölmu, Víði og Þórólfi eitthvað sem ég gat ómögulega misst af. Ég fylgdist með stíganda, fjölgun smita og ákvörðunum sem teknar voru og áhrifum þeirra. Ég fagnaði þátttöku Kára Stef og skráði mig strax í tékk því mér fannst einhvern veginn svo mikilvægt að taka þátt, stækka þýðið og sýna samfélagslega ábyrgð. Áfram gakk. Gerum þetta saman. Svo breyttist allt. Tilfinningin að lenda í lyftu með fullt af fólki varð undarleg, hurðarhúna hætti ég ósjálfrátt að snerta og mig langaði einhvern veginn bara að vera um kyrrt. Svo kom veiran og allt mitt fólk komið í sóttkví. Þá voru þetta mín eigin örlög. Ég var ekki lengur áhorfandi úr fjarlægð. Heldur var mér kippt inn í Covid veröldina sjálfa með fjölda manns í eftirdragi. 158 staðfest smit og mitt var eitt af þeim. Tilfinningin var vond. Hvað gerði ég rangt? Hafði ég ekki tekið tilmælunum nógu alvarlega? Var ég búin að vera svona kærulaus eftir allt saman? Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Hvernig gat ég verið komin með þessa veirulufsu? Ég?! Ég veit að þetta eru spurningar og tilfinningar sem fleiri eru að kljást við. Því finnst mér mjög mikilvægt að segja frá, vera opin og deila þessari upplifun. Því við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Og það eiga svo ótal margir eftir að koma á eftir mér og okkur sem nú erum með veiruna. Burt með samviskubitið og deilum reynslunni. Hún er einstök í sögunni. Við sem samfélag erum að fást við að allt er gjörbreytt. Hegðunarmynstur okkar er breytt þar sem nálægðin við fólkið okkar er skert. En einhvern veginn aðlögumst við breyttum aðstæðum á ógnarhraða. Rafræn veröld er orðin veröldin okkar allra. Hálf þjóðin farin að nota Teams-samskiptaforritið til þess að geta einfaldlega haldið áfram á meðan þessi holskefla gengur yfir. Við erum öll sem eitt að bregðast við, bjarga okkur og leysa úr málum. Saman. Og það er svo magnað, mikilvægt og gott. Gott fyrir sálina og okkur sem samfélag. Hlúum vel að hvert öðru, við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi, veirunni og því sem henni fylgir. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar