Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 13:57 Bandaríska þinghúsið í Washington-borg séð út um glugga skrifstofubyggingar þingsins. Faraldurinn er þegar farinn að hafa áhrif á störf þingsins. Nokkrir þingmenn repúblikana komust ekki til atkvæðagreiðslu um björgunarpakkann í gær því þeir voru í sóttkví. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. Björgunarpakkinn sem liggur fyrir Bandaríkjaþingi hljóðar upp á hátt í tvær biljónir (milljón milljónir) dollara og felur meðal annars í sér beingreiðslur til almennra borgara upp á 1.200 dollara fyrir fullorðna, jafnvirði tæpra 170.000 íslenskra króna. Einnig er lagður til 500 milljarða dollar sjóður til að lána fyrirtækjum, borgum og ríkjum og 350 milljarða dollarar til að hjálpa litlum fyrirtækjum að greiða laun. Aukinn meirihluta þarf til að frumvarpið verði að lögum en atkvæðagreiðslan fór 47-47. Demókratar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og nokkrir þingmenn repúblikana, sem eru með meirihluta í öldungadeildinni, voru fjarri góðu gamni vegna þess að þeir eru í sóttkví. Einn þingmaður, repúblikaninn Rand Paul, er smitaður af kórónuveirunni. Andstaða demókratar skýrist af því að þeir telja frumvarpið ekki verja almennt launafólk. Þannig eru engin skilyrði í frumvarpinu sem koma í veg fyrir að fyrirtæki segi upp starfsfólki þrátt fyrir að þau þiggi ríkisaðstoð. Þeir eru einnig ósáttir við að úthlutanir úr 500 milljarða dollara lánasjóðum sem repúblikanar vilja koma á fót yrðu nær alfarið í höndum fjármálaráðuneytisins, að sögn Washington Post. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, vísaði þeirri gagnrýni á bug í viðtali við Fox Business í morgun. „Þetta eru ekki almannabætur fyrir fyrirtæki. Þetta hjálpar öllum bandarískum launþegum,“ fullyrti hann. Frumvarpið er þó ekki dautt því viðræður standa enn yfir viðræður á milli Hvíta hússins og flokkanna á þingi um breytingar á því. Eftir atkvæðagreiðsluna sagði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, að flokkarnir væru nú nær samkomulagi en á nokkrum öðrum tímapunkti síðustu tvo sólarhringana. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrr í þessum mánuði.AP/Jacquelyn Martin Kaupir eins mikið af skuldabréfum og þurfa þykir Tíðindin af skipbroti björgunarpakkans lagðist illa í fjármálamarkaði í morgun. Áhyggjur markaðarins voru þó að einhverju leyti linaðar þegar bandaríski seðlabankinn tilkynnti um fordæmalausa afléttingu á öllum takmörkunum á kaupum á ríkisskuldabréfum til að halda lánamarkaði gangandi. Bankinn hefur aldrei gengið svo langt, ekki einu sinni í fjármálakreppunni árið 2008, að sögn Washington Post. „Það er orðið ljóst að hagkerfi okkar stendur frammi fyrir verulegri röskun. Seðlabankinn er ákveðinn í að nota öll tól sem honum standa til boða til að styðja heimili, fyrirtæki og bandaríska hagkerfið í heild á þessum erfiðu tímum,“ sagði bankinn í yfirlýsingu í morgun. Þá boðar bankinn enn frekari aðgerðir á næstunni til þess að auka aðgang lítilla og meðalstórra fyrirtækja að lánsfé, að sögn Reuters. Bankinn ætlar ennfremur að kaupa ákveðin fyrirtækjabréf í fyrsta skipti í sögunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir „Ef forsetinn bregst ekki við mun fólk deyja sem annars hefði lifað“ Borgarstjóri New York-borgar, þar sem áhrif kórónuveirunnar í Bandaríkjunum hafa verið hvað mest, segir víðtækan skort á mikilvægum heilbrigðisvörum vera yfirvofandi í New York-ríki. 22. mars 2020 23:17 Vilja beinar greiðslur til Bandaríkjamanna vegna faraldursins Hluti af risavöxnum neyðaraðgerðapakka Bandaríkjastjórnar vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti verið beinar peningagreiðslur til almennings. Pakkinn er sagður geta orðið sá stærsti frá því í kreppunni miklu. 17. mars 2020 23:12 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. Björgunarpakkinn sem liggur fyrir Bandaríkjaþingi hljóðar upp á hátt í tvær biljónir (milljón milljónir) dollara og felur meðal annars í sér beingreiðslur til almennra borgara upp á 1.200 dollara fyrir fullorðna, jafnvirði tæpra 170.000 íslenskra króna. Einnig er lagður til 500 milljarða dollar sjóður til að lána fyrirtækjum, borgum og ríkjum og 350 milljarða dollarar til að hjálpa litlum fyrirtækjum að greiða laun. Aukinn meirihluta þarf til að frumvarpið verði að lögum en atkvæðagreiðslan fór 47-47. Demókratar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og nokkrir þingmenn repúblikana, sem eru með meirihluta í öldungadeildinni, voru fjarri góðu gamni vegna þess að þeir eru í sóttkví. Einn þingmaður, repúblikaninn Rand Paul, er smitaður af kórónuveirunni. Andstaða demókratar skýrist af því að þeir telja frumvarpið ekki verja almennt launafólk. Þannig eru engin skilyrði í frumvarpinu sem koma í veg fyrir að fyrirtæki segi upp starfsfólki þrátt fyrir að þau þiggi ríkisaðstoð. Þeir eru einnig ósáttir við að úthlutanir úr 500 milljarða dollara lánasjóðum sem repúblikanar vilja koma á fót yrðu nær alfarið í höndum fjármálaráðuneytisins, að sögn Washington Post. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, vísaði þeirri gagnrýni á bug í viðtali við Fox Business í morgun. „Þetta eru ekki almannabætur fyrir fyrirtæki. Þetta hjálpar öllum bandarískum launþegum,“ fullyrti hann. Frumvarpið er þó ekki dautt því viðræður standa enn yfir viðræður á milli Hvíta hússins og flokkanna á þingi um breytingar á því. Eftir atkvæðagreiðsluna sagði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, að flokkarnir væru nú nær samkomulagi en á nokkrum öðrum tímapunkti síðustu tvo sólarhringana. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrr í þessum mánuði.AP/Jacquelyn Martin Kaupir eins mikið af skuldabréfum og þurfa þykir Tíðindin af skipbroti björgunarpakkans lagðist illa í fjármálamarkaði í morgun. Áhyggjur markaðarins voru þó að einhverju leyti linaðar þegar bandaríski seðlabankinn tilkynnti um fordæmalausa afléttingu á öllum takmörkunum á kaupum á ríkisskuldabréfum til að halda lánamarkaði gangandi. Bankinn hefur aldrei gengið svo langt, ekki einu sinni í fjármálakreppunni árið 2008, að sögn Washington Post. „Það er orðið ljóst að hagkerfi okkar stendur frammi fyrir verulegri röskun. Seðlabankinn er ákveðinn í að nota öll tól sem honum standa til boða til að styðja heimili, fyrirtæki og bandaríska hagkerfið í heild á þessum erfiðu tímum,“ sagði bankinn í yfirlýsingu í morgun. Þá boðar bankinn enn frekari aðgerðir á næstunni til þess að auka aðgang lítilla og meðalstórra fyrirtækja að lánsfé, að sögn Reuters. Bankinn ætlar ennfremur að kaupa ákveðin fyrirtækjabréf í fyrsta skipti í sögunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir „Ef forsetinn bregst ekki við mun fólk deyja sem annars hefði lifað“ Borgarstjóri New York-borgar, þar sem áhrif kórónuveirunnar í Bandaríkjunum hafa verið hvað mest, segir víðtækan skort á mikilvægum heilbrigðisvörum vera yfirvofandi í New York-ríki. 22. mars 2020 23:17 Vilja beinar greiðslur til Bandaríkjamanna vegna faraldursins Hluti af risavöxnum neyðaraðgerðapakka Bandaríkjastjórnar vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti verið beinar peningagreiðslur til almennings. Pakkinn er sagður geta orðið sá stærsti frá því í kreppunni miklu. 17. mars 2020 23:12 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Ef forsetinn bregst ekki við mun fólk deyja sem annars hefði lifað“ Borgarstjóri New York-borgar, þar sem áhrif kórónuveirunnar í Bandaríkjunum hafa verið hvað mest, segir víðtækan skort á mikilvægum heilbrigðisvörum vera yfirvofandi í New York-ríki. 22. mars 2020 23:17
Vilja beinar greiðslur til Bandaríkjamanna vegna faraldursins Hluti af risavöxnum neyðaraðgerðapakka Bandaríkjastjórnar vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti verið beinar peningagreiðslur til almennings. Pakkinn er sagður geta orðið sá stærsti frá því í kreppunni miklu. 17. mars 2020 23:12