Sport

Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Raheem Sterling í fyrri leiknum gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Raheem Sterling í fyrri leiknum gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. vísir/getty

Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu.

Hlé hefur verið gert á flest öllum deildum Evrópu sem og Evrópukeppnunum tveimur. Nú hefur UEFA gefið út að úrslitaleikirnir fara ekki fram í lok maí en búast var við þessari yfirlýsingu fyrr en síðar frá UEFA.

Á dögunum var talað um að leikirnir myndu fara fram í lok júní en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. UEFA mun gefa það út síðar en vinnuhópur innan UEFA vinnur nú að þessum málum.

Meistaradeildin og Evrópudeildin í karlaflokki voru komnar fram í 16-liða úrslitin. Það átti eftir að leika síðari leiki í nokkrum viðureignum í Meistaradeildinni en allir síðari leikirnir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem og nokkrir fyrri leikir.

Meistaradeild kvenna var komin í átta liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×