Innlent

Suð­austan­átt og fremur vætu­samt

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 eins og það lítur út á áttunda tímanum.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 eins og það lítur út á áttunda tímanum. Veðurstofan

Landsmenn mega eiga von á suðaustanátt, 3 til 10 metrum með morgninum og 8 til 15 síðdegis, sunnan- og vestanverðu landinu í dag og á morgun. Annars hægari suðlæg átt.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði fremur vætusamt en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi.

Hitinn verður á bilinu 5 til 12 stig, þar sem hlýjast verður á norðaustanverðu landinu í dag en víða 8 til 13 stiga hiti á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Suðaustan 8-13 og dálítil rigning á S- og V-landi, en suðlægari og bjartviðri N- og A-lands. Hiti 5 til 12 stig.

Á þriðjudag: Sunnan 3-8 og rigning með köflum, en skýjað og þurrt N-til á landinu. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig.

Á miðvikudag: Vestlæg átt og dálítil rigning í fyrstu, en síðan skýjað og þurrt að kalla. Hiti á bilinu 3 til 8 stig.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti): Hæg breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 3 til 10 stig að deginum.

Á föstudag: Austlæg átt og skýjað með köflum. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Útlit fyrir hæga breytilega átt. Skýjað en úrkomulðitið syðra, en bjart fyrir norðan. Hiti 3 til 9 stig að deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×