Óvissa með námsmat vegna kórónuveirunnar hefur aukið kvíða stúdenta Sylvía Hall skrifar 23. mars 2020 21:17 Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að nemendur hafi verulegar áhyggjur af ástandinu í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þeir finni fyrir auknu álagi sem geti haft neikvæð áhrif á námsframvindu þeirra. Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að áhrif kórónuveirunnar hafi verulega neikvæð áhrif á líðan nemenda við Háskóla Íslands. Nemendur upplifi streitu í meira mæli og hafi áhyggjur af námsframvindu vegna ástandsins í samfélaginu. Rúmlega tólf þúsund nemendur eru skráðir í Háskóla Íslands og hafa nú þegar 1.350 tekið könnuna síðan hún var send út í gærkvöldi. Þar voru nemendur meðal annars beðnir um að svara því hvernig þeim liði á skalanum 1-10 þar sem 1 er mjög illa, 5 sæmilega og 10 mjög vel. 50,8% nemenda merktu líðan sína 5 eða lægri. Þá sögðust 53,1% upplifa mikla streitu eða álag sem hefði áhrif á námsframvindu sína. 29,8% sögðust upplifa streitu eða álag en ekki í svo miklu mæli. Niðurstöður benda einnig til þess að nemendur finni fyrir aukinni depurð vegna ástandsins. Háskólinn í Reykjavík tilkynnti nemendum að þeir gætu valið að fá staðið eða fall í áföngum þessa önn. Vísir/vilhelm Breyting á námsmati í háskólunum í höfuðborginni Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti nemendum í dag að lokapróf yrðu ekki haldin í húsakynnum skólans í vor. Fyrirkomulagið yrði með öðrum hætti og myndi hvert fræðisvið fyrir sig útfæra það og kynna fyrir 30. mars næstkomandi. Sjá einnig: Engin próf í húsakynnum Háskóla Íslands í vor Þá verður námsmati einnig breytt í Háskólanum í Reykjavík. Nemendur munu sjálfir velja hvort þeir fái staðið eða fallið í áföngum í stað einkunna og hafa til þess fullt svigrúm án nokkurra frekari skýringa. Kjósi nemandi að fá staðið þarf hann þó að ljúka að minnsta kosti helmingi námsmatsþátta með viðunandi árangri. Báðir háskólarnir hafa gefið það út að aðstæðurnar kalli á breytt fyrirkomulag. Ljóst sé að ástandið í samfélaginu hafi veruleg áhrif á nemendur og hefur Háskóli Íslands hvatt fræðisvið, deildir og kennara til að taka tillit til þeirra krefjandi aðstæðna sem eru uppi í samfélaginu og létta álagi af nemendum í tengslum við námsmat. Forseti stúdentaráðs og formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík eru sammála um að óvissan sé erfiðust fyrir nemendur. Háskólinn í Reykjavík var fljótur að bregðast við en endanleg framkvæmd lokaprófa við Háskóla Íslands liggur ekki fyrir.Vísir Óvissan verst fyrir nemendur Í samtali við Vísi í dag sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að það væri jákvætt að fyrirkomulagið væri í skoðun. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að nemendur hefðu verulegar áhyggjur af fyrirkomulagi lokaprófa og því væri brýnt að fá niðurstöðu varðandi það sem allra fyrst. Hún voni jafnframt að fyrirkomulagið verði ákveðið í samráði við nemendur. „Ein helsta athugasemdin sem við fengum var að óvissan væri búin að vera of mikil of lengi.“ Leó Snær Emilsson, formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, tekur í sama streng og segir óvissuna hafa verið versta fyrir nemendur. Háskólinn hafi þó verið fljótur að bregðast við og gert ráðstafanir varðandi lokapróf eins fljótt og auðið var. „Á meðan það var óvissa þá var fólk stressað. Okkur í HR finnst skólayfirvöldum hafa tekist vel að upplýsa okkur um stöðuna,“ segir Leó Snær. Fyrirkomulagið hafi tekið mið af framkvæmd skóla erlendis, til að mynda MIT, og nemendur séu heilt yfir ánægðir með niðurstöðuna. „Ég get ekkert annað en hrósað HR fyrir fljót viðbrögð og leyfa nemendum að vera með í því. Strax frá fyrsta degi samkomubannsins gerði HR allt sem hægt var til þess að létta undir með nemendum og hafa þetta eins sanngjarnt og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin próf í húsakynnum Háskóla Íslands í vor Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur tilkynnt nemendum að próf munu ekki fara fram í húsakynnum háskólans í vor. 23. mars 2020 18:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að áhrif kórónuveirunnar hafi verulega neikvæð áhrif á líðan nemenda við Háskóla Íslands. Nemendur upplifi streitu í meira mæli og hafi áhyggjur af námsframvindu vegna ástandsins í samfélaginu. Rúmlega tólf þúsund nemendur eru skráðir í Háskóla Íslands og hafa nú þegar 1.350 tekið könnuna síðan hún var send út í gærkvöldi. Þar voru nemendur meðal annars beðnir um að svara því hvernig þeim liði á skalanum 1-10 þar sem 1 er mjög illa, 5 sæmilega og 10 mjög vel. 50,8% nemenda merktu líðan sína 5 eða lægri. Þá sögðust 53,1% upplifa mikla streitu eða álag sem hefði áhrif á námsframvindu sína. 29,8% sögðust upplifa streitu eða álag en ekki í svo miklu mæli. Niðurstöður benda einnig til þess að nemendur finni fyrir aukinni depurð vegna ástandsins. Háskólinn í Reykjavík tilkynnti nemendum að þeir gætu valið að fá staðið eða fall í áföngum þessa önn. Vísir/vilhelm Breyting á námsmati í háskólunum í höfuðborginni Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti nemendum í dag að lokapróf yrðu ekki haldin í húsakynnum skólans í vor. Fyrirkomulagið yrði með öðrum hætti og myndi hvert fræðisvið fyrir sig útfæra það og kynna fyrir 30. mars næstkomandi. Sjá einnig: Engin próf í húsakynnum Háskóla Íslands í vor Þá verður námsmati einnig breytt í Háskólanum í Reykjavík. Nemendur munu sjálfir velja hvort þeir fái staðið eða fallið í áföngum í stað einkunna og hafa til þess fullt svigrúm án nokkurra frekari skýringa. Kjósi nemandi að fá staðið þarf hann þó að ljúka að minnsta kosti helmingi námsmatsþátta með viðunandi árangri. Báðir háskólarnir hafa gefið það út að aðstæðurnar kalli á breytt fyrirkomulag. Ljóst sé að ástandið í samfélaginu hafi veruleg áhrif á nemendur og hefur Háskóli Íslands hvatt fræðisvið, deildir og kennara til að taka tillit til þeirra krefjandi aðstæðna sem eru uppi í samfélaginu og létta álagi af nemendum í tengslum við námsmat. Forseti stúdentaráðs og formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík eru sammála um að óvissan sé erfiðust fyrir nemendur. Háskólinn í Reykjavík var fljótur að bregðast við en endanleg framkvæmd lokaprófa við Háskóla Íslands liggur ekki fyrir.Vísir Óvissan verst fyrir nemendur Í samtali við Vísi í dag sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að það væri jákvætt að fyrirkomulagið væri í skoðun. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að nemendur hefðu verulegar áhyggjur af fyrirkomulagi lokaprófa og því væri brýnt að fá niðurstöðu varðandi það sem allra fyrst. Hún voni jafnframt að fyrirkomulagið verði ákveðið í samráði við nemendur. „Ein helsta athugasemdin sem við fengum var að óvissan væri búin að vera of mikil of lengi.“ Leó Snær Emilsson, formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, tekur í sama streng og segir óvissuna hafa verið versta fyrir nemendur. Háskólinn hafi þó verið fljótur að bregðast við og gert ráðstafanir varðandi lokapróf eins fljótt og auðið var. „Á meðan það var óvissa þá var fólk stressað. Okkur í HR finnst skólayfirvöldum hafa tekist vel að upplýsa okkur um stöðuna,“ segir Leó Snær. Fyrirkomulagið hafi tekið mið af framkvæmd skóla erlendis, til að mynda MIT, og nemendur séu heilt yfir ánægðir með niðurstöðuna. „Ég get ekkert annað en hrósað HR fyrir fljót viðbrögð og leyfa nemendum að vera með í því. Strax frá fyrsta degi samkomubannsins gerði HR allt sem hægt var til þess að létta undir með nemendum og hafa þetta eins sanngjarnt og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin próf í húsakynnum Háskóla Íslands í vor Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur tilkynnt nemendum að próf munu ekki fara fram í húsakynnum háskólans í vor. 23. mars 2020 18:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Engin próf í húsakynnum Háskóla Íslands í vor Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur tilkynnt nemendum að próf munu ekki fara fram í húsakynnum háskólans í vor. 23. mars 2020 18:51