Engin rétt leið að upplifa aðstæður Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 24. mars 2020 08:30 Öryggi er tilfinning sem við leitumst við að finna frá fæðingu. Við prufum okkur áfram í nýjum aðstæðum með því að horfa í augu foreldra okkar og athuga hver svipbrigði þeirra eru. Í framhaldi af því ákveðum við hvort að aðstæður séu öruggar eða óöruggar. Það upplifa ef til vill margir í samfélaginu ákveðið óöryggi í dag. Umhverfið sendir okkur ný skilaboð og þegar að lífið breytist fljótt á stuttum tíma þá er ekki laust við að sumir upplifi óöryggi. Minning um að hafa ekki fundið bílinn í bílakjallara fyrir nokkrum árum með ungri dóttur minni leitar á hugann við þessi skrif. Þegar barnið áttaði sig á því að móðir hennar vissi ekki hvar bíllinn væri þá varð hún óörugg og tjáði áhyggjur af því að bíllinn myndi ekki finnast. Stúlkan stóð frammi fyrir því að móðir hennar sem að hún taldi vita hvar allt væri og hvernig allt væri, vissi ekki um bílinn. Það breytti heimsýn hennar um stund og þá túlkaði hún aðstæður sem óöruggar. Það tók dágóða stund að finna bílinn og er hann fannst þá hvarf áhyggjusvipurinn af barninu eins og dögg fyrir sólu. Þegar að börn alast upp þá halda þau mörg hver að foreldrar sínir séu með hlutina á hreinu og viti allt um lífið. Börn halda að foreldrar upplifi alltaf öryggi eða viti alltaf hvernig þau eiga að bregðast við nýjum aðstæðum. Þegar að mannskepnan er óörugg þá treystir hún því að aðrir viti hvernig hún eigi að haga sér í aðstæðum, þannig hefur hún lifað af í tímans rás. Það er líklegt að einhverjir spyrja sig hvernig eigum við að upplifa og túlka aðstæður eins og þær sem að við stöndum frammi fyrir í dag? Svarið er heldur einfalt, á allskonar hátt. Á tímum sem þessum vitum við oft ekki hvernig við eigum að bregðast við og því horfum til annarra sem að við treystum til að segja okkur hvernig við eigum að túlka aðstæður. Við gætum horft til maka, ættingja, vina, yfirmanna, vinnufélaga, fjölmiðla, stjórnvalda eða heilbrigðisstarfsfólks til að gera okkur grein fyrir því hvernig tilfinningar okkar eiga að vera í þessu samhengi. Margar spurningar vakna sem erfitt er að fá svör við. Eitt er þó víst að engar tvær manneskjur upplifa aðstæður eins. Það hvernig við túlkum heiminn byggist á fyrri reynslu og persónueinkennum. Hver og einn þarf að gera sér grein fyrir því að við erum að ganga í gegnum mismunandi hluti og við vitum ekki hvernig öðrum líður nema einfaldlega að spyrja. Við vitum ekki hversu mikil áhrif þessir dagar og vikur eru að hafa á aðra. Mögulega eru einhverjir að upplifa áhyggjur líkt og stúlkan í bílakjallaranum. Áhyggjur sem að snúa að líkamlegri heilsu, andlegri heilsu, ástvinum, vinnuöryggi, lánum, námi, íþróttaiðkun, fyrirtækjarekstri og fleira. Þær áhyggjur eru skiljanlegar því að morgundagurinn er ófyrirsjáanlegri en áður. Ef til vill upplifa sumir mikla streitu vegna breyttra aðstæðna á heimili, í vinnu, í námi og félagslega. Aðrir upplifa mögulega reiði eða úrræðaleysi yfir því að vera ekki sammála þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið sem gætu haft mikil áhrif á framtíðina. Aðrir hafa engar áhyggjur af aðstæðum og treysta því að allt fari á besta veg. Allar þessar túlkanir á eru eðlilegar og skiljanlegar þó að þær séu ekki endilega í samræmi við eigin túlkun eða upplifun. Það sem að við getum gert sem samfélag er að reyna okkar besta að sýna samkennd og umhyggju gagnvart náunganum. Berum virðingu hvort fyrir öðru og berum virðingu fyrir því að upplifa aðstæður mismunandi. Sýnum aðgát, það er engin rétt eða röng leið til þess að bregðast við. Brosum til þeirra sem að við mætum, virðum misjafnar skoðanir og fögnum því hvað við erum dásamlega ólík, hvert og eitt okkar er með sína einstöku sögu. Ef að við værum öll eins væri þessi heimur ekki eins áhugaverður og raun ber vitni. Sumir verðar áhyggjufullir og hræddir þegar að móðirin finnur ekki bílinn í bílakjallaranum, aðrir hafa ekki áhyggjur af því og hugsa að það leynast þá ný ævintýri í að koma sér aftur heim án bílsins. Höfundur er klínískur sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Öryggi er tilfinning sem við leitumst við að finna frá fæðingu. Við prufum okkur áfram í nýjum aðstæðum með því að horfa í augu foreldra okkar og athuga hver svipbrigði þeirra eru. Í framhaldi af því ákveðum við hvort að aðstæður séu öruggar eða óöruggar. Það upplifa ef til vill margir í samfélaginu ákveðið óöryggi í dag. Umhverfið sendir okkur ný skilaboð og þegar að lífið breytist fljótt á stuttum tíma þá er ekki laust við að sumir upplifi óöryggi. Minning um að hafa ekki fundið bílinn í bílakjallara fyrir nokkrum árum með ungri dóttur minni leitar á hugann við þessi skrif. Þegar barnið áttaði sig á því að móðir hennar vissi ekki hvar bíllinn væri þá varð hún óörugg og tjáði áhyggjur af því að bíllinn myndi ekki finnast. Stúlkan stóð frammi fyrir því að móðir hennar sem að hún taldi vita hvar allt væri og hvernig allt væri, vissi ekki um bílinn. Það breytti heimsýn hennar um stund og þá túlkaði hún aðstæður sem óöruggar. Það tók dágóða stund að finna bílinn og er hann fannst þá hvarf áhyggjusvipurinn af barninu eins og dögg fyrir sólu. Þegar að börn alast upp þá halda þau mörg hver að foreldrar sínir séu með hlutina á hreinu og viti allt um lífið. Börn halda að foreldrar upplifi alltaf öryggi eða viti alltaf hvernig þau eiga að bregðast við nýjum aðstæðum. Þegar að mannskepnan er óörugg þá treystir hún því að aðrir viti hvernig hún eigi að haga sér í aðstæðum, þannig hefur hún lifað af í tímans rás. Það er líklegt að einhverjir spyrja sig hvernig eigum við að upplifa og túlka aðstæður eins og þær sem að við stöndum frammi fyrir í dag? Svarið er heldur einfalt, á allskonar hátt. Á tímum sem þessum vitum við oft ekki hvernig við eigum að bregðast við og því horfum til annarra sem að við treystum til að segja okkur hvernig við eigum að túlka aðstæður. Við gætum horft til maka, ættingja, vina, yfirmanna, vinnufélaga, fjölmiðla, stjórnvalda eða heilbrigðisstarfsfólks til að gera okkur grein fyrir því hvernig tilfinningar okkar eiga að vera í þessu samhengi. Margar spurningar vakna sem erfitt er að fá svör við. Eitt er þó víst að engar tvær manneskjur upplifa aðstæður eins. Það hvernig við túlkum heiminn byggist á fyrri reynslu og persónueinkennum. Hver og einn þarf að gera sér grein fyrir því að við erum að ganga í gegnum mismunandi hluti og við vitum ekki hvernig öðrum líður nema einfaldlega að spyrja. Við vitum ekki hversu mikil áhrif þessir dagar og vikur eru að hafa á aðra. Mögulega eru einhverjir að upplifa áhyggjur líkt og stúlkan í bílakjallaranum. Áhyggjur sem að snúa að líkamlegri heilsu, andlegri heilsu, ástvinum, vinnuöryggi, lánum, námi, íþróttaiðkun, fyrirtækjarekstri og fleira. Þær áhyggjur eru skiljanlegar því að morgundagurinn er ófyrirsjáanlegri en áður. Ef til vill upplifa sumir mikla streitu vegna breyttra aðstæðna á heimili, í vinnu, í námi og félagslega. Aðrir upplifa mögulega reiði eða úrræðaleysi yfir því að vera ekki sammála þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið sem gætu haft mikil áhrif á framtíðina. Aðrir hafa engar áhyggjur af aðstæðum og treysta því að allt fari á besta veg. Allar þessar túlkanir á eru eðlilegar og skiljanlegar þó að þær séu ekki endilega í samræmi við eigin túlkun eða upplifun. Það sem að við getum gert sem samfélag er að reyna okkar besta að sýna samkennd og umhyggju gagnvart náunganum. Berum virðingu hvort fyrir öðru og berum virðingu fyrir því að upplifa aðstæður mismunandi. Sýnum aðgát, það er engin rétt eða röng leið til þess að bregðast við. Brosum til þeirra sem að við mætum, virðum misjafnar skoðanir og fögnum því hvað við erum dásamlega ólík, hvert og eitt okkar er með sína einstöku sögu. Ef að við værum öll eins væri þessi heimur ekki eins áhugaverður og raun ber vitni. Sumir verðar áhyggjufullir og hræddir þegar að móðirin finnur ekki bílinn í bílakjallaranum, aðrir hafa ekki áhyggjur af því og hugsa að það leynast þá ný ævintýri í að koma sér aftur heim án bílsins. Höfundur er klínískur sálfræðingur.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun