Útlit fyrir að meira milt loft komist til landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2020 09:39 Álftarpar á Árbæjarlóni í morgun í suðvestan éljagangi með Breiðholtshvarf í baksýn. Nú styttist í að þessi stærsti fugl Íslands fari að huga að hreiðurgerð og varpi. Mynd/KMU Loksins sjást merki þess í langtímaspám að Vetur konungur búi sig undir að slaka á klóm sínum og gefa eftir gagnvart mildari vindum vorkomunnar, nú þegar innan við mánuður er í sumardaginn fyrsta, sem í ár er 23. apríl. „Útlit er fyrir að enn meira milt loft komist til okkar um og eftir helgi og gæti jafnvel staðið í nokkra daga og ætti þá að taka enn meira af snjónum sem fyrir er,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, sem varar jafnframt við snjóaleysingum: „Þar sem mikil snjóþyngsli eru um norðanvert landið og á Vestfjörðum er gott að hafa í huga að leysingavatn finnur alltaf stystu leið og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum eins og kostur er.“ Íbúar suðvesturhornsins þurfa þó allra næstu daga að búa við áframhaldandi éljagang meðan íbúar fyrir norðan og austan fá veðurblíðu, miðað við lýsingu veðurfræðingsins á skammtímaspánni: „Suðvestanáttin verður ríkjandi hjá okkur næstu daga. Éljagangur á vestanverðu landinu og getur náð austur með norðvesturlandi og eins með suðausturströndinni, en oftast er bjart og fallegt veður á Norðaustur- og Austurlandi í suðvestanáttinni. Hiti ætti víðast hvar að komast í 1 til 4 stig að deginum á láglendi en reikna má með að hitinn falli undir frostmark að næturlagi.“ Um næstu helgi er hins vegar spáð hlýnandi veðri, það gæti verið orðið frostlaust í öllum byggðum landsins á sunnudag og dagana eftir helgi. Á veðurvefnum Bliku er einnig fjallað um þau umskipti sem eru í vændum í veðrinu: „Háþrýstisvæði byggist upp fyrir sunnan land, það „klippir á" aðstreymið úr vestri. Í staðinn beinist til okkar mun mildara loft ættað úr suðri og suðvestri. Það sem meira er að með háþrýstisvæðinu er tiltölulega þurrt, sennilega háskýjabreiður með sólarglennum á laugardag og sunnudag. Ef nær að blása norður yfir fjöllin berst milda loftið niður í byggðir og tekur til við að bræða snjófyrningarnar fyrir vestan- og norðan.“ Þetta gæti þó orðið skammgóður vermir: „Langtímaspár benda hins vegar til þess að þessi umskipti séu ekki varanleg og norðanskot gæti fylgt í kjölfarið í næstu viku,“ segir á Bliku. Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Loksins sjást merki þess í langtímaspám að Vetur konungur búi sig undir að slaka á klóm sínum og gefa eftir gagnvart mildari vindum vorkomunnar, nú þegar innan við mánuður er í sumardaginn fyrsta, sem í ár er 23. apríl. „Útlit er fyrir að enn meira milt loft komist til okkar um og eftir helgi og gæti jafnvel staðið í nokkra daga og ætti þá að taka enn meira af snjónum sem fyrir er,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, sem varar jafnframt við snjóaleysingum: „Þar sem mikil snjóþyngsli eru um norðanvert landið og á Vestfjörðum er gott að hafa í huga að leysingavatn finnur alltaf stystu leið og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum eins og kostur er.“ Íbúar suðvesturhornsins þurfa þó allra næstu daga að búa við áframhaldandi éljagang meðan íbúar fyrir norðan og austan fá veðurblíðu, miðað við lýsingu veðurfræðingsins á skammtímaspánni: „Suðvestanáttin verður ríkjandi hjá okkur næstu daga. Éljagangur á vestanverðu landinu og getur náð austur með norðvesturlandi og eins með suðausturströndinni, en oftast er bjart og fallegt veður á Norðaustur- og Austurlandi í suðvestanáttinni. Hiti ætti víðast hvar að komast í 1 til 4 stig að deginum á láglendi en reikna má með að hitinn falli undir frostmark að næturlagi.“ Um næstu helgi er hins vegar spáð hlýnandi veðri, það gæti verið orðið frostlaust í öllum byggðum landsins á sunnudag og dagana eftir helgi. Á veðurvefnum Bliku er einnig fjallað um þau umskipti sem eru í vændum í veðrinu: „Háþrýstisvæði byggist upp fyrir sunnan land, það „klippir á" aðstreymið úr vestri. Í staðinn beinist til okkar mun mildara loft ættað úr suðri og suðvestri. Það sem meira er að með háþrýstisvæðinu er tiltölulega þurrt, sennilega háskýjabreiður með sólarglennum á laugardag og sunnudag. Ef nær að blása norður yfir fjöllin berst milda loftið niður í byggðir og tekur til við að bræða snjófyrningarnar fyrir vestan- og norðan.“ Þetta gæti þó orðið skammgóður vermir: „Langtímaspár benda hins vegar til þess að þessi umskipti séu ekki varanleg og norðanskot gæti fylgt í kjölfarið í næstu viku,“ segir á Bliku.
Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira