Lífið

Sýnir hversu auðveldlega veira getur smitast á milli barna í þriðja bekk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gerviveiran fór útum alla stofu.
Gerviveiran fór útum alla stofu.

Verkfræðingurinn Mark Rober hefur getið sér gott orð á Youtube fyrir fjölmörg skemmtileg myndbönd þar sem hann hannar ótrúlegustu hluti.

Á dögunum kom út myndband á rás hans þar sem Rober fer ítarlega yfir það hvernig sýklar og veirur geta auðveldlega smitast á milli barna og fullorðinna.

Hann bar ósýnilegt púður á hönd kennarans sem aðeins heilsaði þremur nemendum þegar þeir gengu inn í kennslustofuna. Svo þegar komið var að hádegishléi fór Rober inn í stofuna til að sjá hvernig púðrið hafði dreift sér um stofuna og var útkoman nokkuð lygileg.

Rober gefur út myndbandið til að sýna fram á það hversu mikilvægur handþvottur er í ástandi eins og þessu þegar heimsbyggðin berst við kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Að neðan má sjá myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×