Bæjarbúar ótrúlega jákvæðir í hörmulegum aðstæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 11:09 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa nú 41 greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í Vestmannaeyjum og eru tæplega 500 íbúar í sóttkví. Eins og gefur að skilja hefur þetta mikil áhrif í bænum, meðal annars á skólastarf, og þá er bæjarstjórinn sjálfur í sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Íris ræddi stöðuna í Eyjum í morgunþættinum Bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún stöðuna á sér og sinni fjölskyldu fína; þau væru búin að vera í sóttkví í ansi marga daga en væru öll hress. Sjálf væri hún búin að koma sér upp góðri heimaskrifstofu þar sem hún getur sinnt vinnu sinni sem bæjarstjóri. Íris sagði mál sem tengjast COVID-19 taka langmest af tíma hennar þessa dagana. „Það tekur langmestan tímann, COVID-málin, en við þurfum náttúrulega að taka önnur mál. Við erum auðvitað að fara í gegnum pakka ríkisstjórnarinnar, það sem er ætlast til af sveitarfélögunum, eins og önnur sveitarfélög, og svo bara daglegan rekstur. En þetta hefur komið inn svolítið með kröftugum hætti hérna þannig að það er af ýmsu að taka,“ sagði Íris. Vegna útbreiðslu veirunnar í Eyjum var farið í hertari aðgerðir þar strax um helgina varðandi til dæmis samkomubann. Þannig mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í Eyjum en annars staðar á landinu, fyrir utan Húnaþing vestra, mega mest 20 manns koma saman. Í Húnaþingi vestra takmarkast samkomur við fimm manns þar sem smit er útbreitt þar líkt og í Eyjum. Nota úrvinnslusóttkví Íris sagði enn hægt að ferðast til Eyja en hertari aðgerðir vegna veirunnar þýði auðvitað mjög miklar breytingar á mörgu í bænum. „En fólk er bara svo ótrúlega jákvætt, jákvætt í þessum hörmulegu aðstæðum sem við erum að glíma við, ekki bara við heldur allur heimurinn, þjóðin öll og samfélagið allt á Íslandi.“ Þá sagði Íris að þau hafi reynt að vera svolítið á undan veirunni til að hefta útbreiðsluna, til að mynda gripið til þess sem kallast úrvinnslusóttkví. „En það sem við höfum náttúrulega gert hér er að við höfum tekið flest sýni per íbúa. Við höfum verið svolítið „pro active.“ Við erum að kalla inn og reyna að rekja. Það er búið að útvista smitrakningunni til lögreglunnar hér, smitrakningunni hérna, þannig að við þurfum að reyna að vera svolítið á undan og notum mikið þessa úrvinnslukví þannig að ef við teljum líkur á að einhver muni greinast smitaður eða rakningateymið telur það þá er hann settur í þessa úrvinnslukví. Þannig að við erum að reyna að hefta þetta en eðlilega greinast talsvert fleiri hérna því við erum svolítið að ganga á eftir fólki.“ Aldrei komið til greina að loka Vestmannaeyjum Aðspurð sagði bæjarstjórinn að það hafi aldrei komið til greina að loka Eyjum alveg eða að mestu leyti fyrir umferð. „Nei, sóttvarnalæknir er ekki að mæla með því. Hann er ekki að mæla með því að við séum að loka okkur inni en ég held að fólk bara..þ að það er alltaf eins og það sé Eurovision, það eru alltaf tómar götur, fólk er bara heima og það er að fara eftir þessu. Ég held að enginn fyrir þremur vikum hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði alvarlegt.“ Þá minnti hún á þetta væri tímabundið ástandi. „Og við þurfum öll að finna okkur eitthvað til að hlakka til. Við verðum að hugsa það að það verður skemmtilegt sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á golfvellinum,“ sagði Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa nú 41 greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í Vestmannaeyjum og eru tæplega 500 íbúar í sóttkví. Eins og gefur að skilja hefur þetta mikil áhrif í bænum, meðal annars á skólastarf, og þá er bæjarstjórinn sjálfur í sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Íris ræddi stöðuna í Eyjum í morgunþættinum Bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún stöðuna á sér og sinni fjölskyldu fína; þau væru búin að vera í sóttkví í ansi marga daga en væru öll hress. Sjálf væri hún búin að koma sér upp góðri heimaskrifstofu þar sem hún getur sinnt vinnu sinni sem bæjarstjóri. Íris sagði mál sem tengjast COVID-19 taka langmest af tíma hennar þessa dagana. „Það tekur langmestan tímann, COVID-málin, en við þurfum náttúrulega að taka önnur mál. Við erum auðvitað að fara í gegnum pakka ríkisstjórnarinnar, það sem er ætlast til af sveitarfélögunum, eins og önnur sveitarfélög, og svo bara daglegan rekstur. En þetta hefur komið inn svolítið með kröftugum hætti hérna þannig að það er af ýmsu að taka,“ sagði Íris. Vegna útbreiðslu veirunnar í Eyjum var farið í hertari aðgerðir þar strax um helgina varðandi til dæmis samkomubann. Þannig mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í Eyjum en annars staðar á landinu, fyrir utan Húnaþing vestra, mega mest 20 manns koma saman. Í Húnaþingi vestra takmarkast samkomur við fimm manns þar sem smit er útbreitt þar líkt og í Eyjum. Nota úrvinnslusóttkví Íris sagði enn hægt að ferðast til Eyja en hertari aðgerðir vegna veirunnar þýði auðvitað mjög miklar breytingar á mörgu í bænum. „En fólk er bara svo ótrúlega jákvætt, jákvætt í þessum hörmulegu aðstæðum sem við erum að glíma við, ekki bara við heldur allur heimurinn, þjóðin öll og samfélagið allt á Íslandi.“ Þá sagði Íris að þau hafi reynt að vera svolítið á undan veirunni til að hefta útbreiðsluna, til að mynda gripið til þess sem kallast úrvinnslusóttkví. „En það sem við höfum náttúrulega gert hér er að við höfum tekið flest sýni per íbúa. Við höfum verið svolítið „pro active.“ Við erum að kalla inn og reyna að rekja. Það er búið að útvista smitrakningunni til lögreglunnar hér, smitrakningunni hérna, þannig að við þurfum að reyna að vera svolítið á undan og notum mikið þessa úrvinnslukví þannig að ef við teljum líkur á að einhver muni greinast smitaður eða rakningateymið telur það þá er hann settur í þessa úrvinnslukví. Þannig að við erum að reyna að hefta þetta en eðlilega greinast talsvert fleiri hérna því við erum svolítið að ganga á eftir fólki.“ Aldrei komið til greina að loka Vestmannaeyjum Aðspurð sagði bæjarstjórinn að það hafi aldrei komið til greina að loka Eyjum alveg eða að mestu leyti fyrir umferð. „Nei, sóttvarnalæknir er ekki að mæla með því. Hann er ekki að mæla með því að við séum að loka okkur inni en ég held að fólk bara..þ að það er alltaf eins og það sé Eurovision, það eru alltaf tómar götur, fólk er bara heima og það er að fara eftir þessu. Ég held að enginn fyrir þremur vikum hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði alvarlegt.“ Þá minnti hún á þetta væri tímabundið ástandi. „Og við þurfum öll að finna okkur eitthvað til að hlakka til. Við verðum að hugsa það að það verður skemmtilegt sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á golfvellinum,“ sagði Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira