Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 12:57 Donald Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn með sérfræðingum og embættismönnum í Hvíta húsinu í gær. Þar fullyrti forsetinn að aðgerðir til að takmarka útbreiðslu veirunnar yrðu ekki í gildi í einhverja mánuði, heldur vikur. AP/Alex Brandon Sex af sjö ábatasömustu klúbbum og hótelum Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins á undanförnum dögum. Forsetinn hefur síðan þá byrjað að ýja að því að slakað verði á samfélagslegum aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar í trássi við ráðleggingar sérfræðinga og þvert á stefnu annarra vestrænna ríkja. Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hefur beðið borgara sína um að halda sig heima vegna faraldursins sem geisar nú. Það hefur þegar haft gríðarleg efnahagsleg áhrif. Fyrirtækjum hefur verið lokað tímabundið og starfsmönnum sagt upp. Þeim sem sóttu um atvinnuleysisbætur fjölgaði um 70% samkvæmt tölum sem voru birtar í síðustu viku og er búist við enn svartari tölum næst þegar þær verða teknar saman. Fyrirtækjaveldi Trump forseta er ekki ónæmt fyrir röskununum. Washington Post segir að sex af sjö helstu mjólkurkúm forsetans hafi nú verið lokað vegna aðgerða yfirvalda sem eiga að hægja á útbreiðslu faraldursins. Hótelin og klúbbarnir sjái fram á milljóna dollara tekjutap. Mar-a-Lago-klúbburinn á Flórída, þar sem forsetinn ver löngum stundum, er á meðal staðanna sem hefur verið lokað. Hótel hans í Las Vegas, Doral, Írlandi og Turnberry í Skotlandi hefur einnig verið lokað og golfklúbbi í Bedminster í New Jersey. Saman hafa hótel og klúbbar forsetans sem nú eru lokaðir skilað fyrirtæki hans um 478.000 dollurum, jafnvirði 67 milljóna íslenskra króna, í kassann á dag. Önnur fyrirtæki Trump sem enn eru opin eru sögð hafa tekið högg vegna aðgerðanna. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Trump gaf ekki skýrt svör þegar hann var spurður að því hvort að fyrirtæki hans myndi sækjast eftir neyðaraðstoð frá stjórnvöldum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Mar-a-Lago-klúbbur Trump á Flórída er á meðal eigna hans sem hefur verið lokað vegna aðgerða sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Þrýstingur frá kaupsýslumönnum og atvinnulífinu Hvort sem það er fyrir tilviljun eða ekki hefur Trump byrjað að láta í það skína að hann vilji létta á aðgerðunum á næstu dögum. Á sunnudag tísti hann um að „meðalið má ekki vera verra en vandamálið“ og að núverandi tilmæli um að fólk dragi úr félagslegu návígi verði endurskoðuð þegar þau falla úr gildi á mánudag. „Bandaríkin verða brátt opin fyrir viðskiptum, mjög fljótt,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í gær. Forsetinn er sagður undir þrýstingi frá kaupsýslumönnum, leiðtogum atvinnulífsins, þingmönnum repúblikana og hægrisinnuðum hagfræðingum um að gera fyrirtækjum kleift að opna aftur með því að slaka á tilmælum stjórnvalda sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. Þeir telja að sama hversu margir látið lífið í faraldrinum muni milljónir til viðbótar missa vinnuna verði takmarkanir lengi enn í gildi. Lýðheilsusérfræðingar alríkisstjórnarinnar eru á allt öðru máli. Þeir telja að halda þurfi veitingastöðum, börum, skólum, skrifstofum og öðrum samkomustöðum lokuðum í fleiri vikur til viðbótar til að milda áhrif faraldursins. AP-fréttastofan segir að sérfræðingarnir telji að fjöldi smita eigi eftir að þyrma yfir heilbrigðiskerfið að öðrum kosti og valda fjölda dauðsfalla líkt og gerst hefur á Ítalíu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) varaði við því að hröð fjölgun smita í Bandaríkjunum gæti þýtt að þau verði næsti miðpunktur faraldursins í heiminum. Trump virtist gefa lítið fyrir álit lækna og sérfræðinga á blaðamannafundinum í gær. Hann sagðist telja að landið yrði opnað á næstu vikum, ekki mánuðum. „Ef það væri í höndum læknanna myndu þeir segja höldum því lokuðu, lokum öllum heiminum…og höldum honum lokuðum í tvö ár. Við getum ekki gert það,“ sagði Trump og gaf ranga mynd af ráðleggingum sérfræðinga sinna. Sagðist forsetinn telja að það hefði verri afleiðingar í för með sér að halda takmörkununum í gildi en að aflétta þeim. Bar hann mannfall vegna kórónuveirufaraldursins saman við árlegu inflúensuna og bílslys þrátt fyrir að hans eigin lýðheilsusérfræðingar hafi áður sagt að slíkur samanburður sé marklaus. Óljóst er hversu mikil bein áhrif Trump hefði á takmarkanir sem eru í gildi. Margar þeirra hafa verið ákveðnar af stjórnvöldum í einstökum ríkjum og borgum, en ekki alríkisstjórninni. WE CANNOT LET THE CURE BE WORSE THAN THE PROBLEM ITSELF. AT THE END OF THE 15 DAY PERIOD, WE WILL MAKE A DECISION AS TO WHICH WAY WE WANT TO GO!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 23, 2020 Vilja ekki kreppu í aðdraganda forsetakosninga Það eru ekki aðeins áhrif aðgerðanna á fyrirtæki Trump sem gætu haft áhrif á afstöðu hans til áframhaldandi takmarkana vegna faraldursins. Alla forsetatíð sína hefur Trump mælst óvinsæll í könnunum. Helstu rökin sem hann og framboð hans hafa haldið á lofti fyrir endurkjöri í haust hefur verið sterkur efnahagur Bandaríkjanna. Faraldurinn hefur nú snúið við nær öllum ávinningi fjármálamarkaða frá því að Trump tók við á aðeins örfáum vikum. Atvinnuleysi eykst dag frá degi og Bandaríkin stefna inn í kreppu að öllu óbreyttu. Trump og ráðgjafar hans eru því taldir ólmir í að leyfa hjólum efnahagslífsins að byrja að snúast aftur, þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga, til að spilla ekki fyrir möguleikum hans á endurkjöri. Þó að Trump og ríkisstjórn hans hafi sætt gagnrýni fyrir sein og slök viðbrögð við faraldrinum hafa vinsælir forsetans ekki minnkað í könnunum. Í meðaltali kannana sem Five Thirty Eight heldur utan um mælast vinsældir nú Trump við þær mestu sem hann hefur notið frá því á fyrsta ári hans í embætti. Fleiri eru þó enn sem fyrr óánægðir með störf Trump en eru ánægðir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Sex af sjö ábatasömustu klúbbum og hótelum Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins á undanförnum dögum. Forsetinn hefur síðan þá byrjað að ýja að því að slakað verði á samfélagslegum aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar í trássi við ráðleggingar sérfræðinga og þvert á stefnu annarra vestrænna ríkja. Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hefur beðið borgara sína um að halda sig heima vegna faraldursins sem geisar nú. Það hefur þegar haft gríðarleg efnahagsleg áhrif. Fyrirtækjum hefur verið lokað tímabundið og starfsmönnum sagt upp. Þeim sem sóttu um atvinnuleysisbætur fjölgaði um 70% samkvæmt tölum sem voru birtar í síðustu viku og er búist við enn svartari tölum næst þegar þær verða teknar saman. Fyrirtækjaveldi Trump forseta er ekki ónæmt fyrir röskununum. Washington Post segir að sex af sjö helstu mjólkurkúm forsetans hafi nú verið lokað vegna aðgerða yfirvalda sem eiga að hægja á útbreiðslu faraldursins. Hótelin og klúbbarnir sjái fram á milljóna dollara tekjutap. Mar-a-Lago-klúbburinn á Flórída, þar sem forsetinn ver löngum stundum, er á meðal staðanna sem hefur verið lokað. Hótel hans í Las Vegas, Doral, Írlandi og Turnberry í Skotlandi hefur einnig verið lokað og golfklúbbi í Bedminster í New Jersey. Saman hafa hótel og klúbbar forsetans sem nú eru lokaðir skilað fyrirtæki hans um 478.000 dollurum, jafnvirði 67 milljóna íslenskra króna, í kassann á dag. Önnur fyrirtæki Trump sem enn eru opin eru sögð hafa tekið högg vegna aðgerðanna. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Trump gaf ekki skýrt svör þegar hann var spurður að því hvort að fyrirtæki hans myndi sækjast eftir neyðaraðstoð frá stjórnvöldum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Mar-a-Lago-klúbbur Trump á Flórída er á meðal eigna hans sem hefur verið lokað vegna aðgerða sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Þrýstingur frá kaupsýslumönnum og atvinnulífinu Hvort sem það er fyrir tilviljun eða ekki hefur Trump byrjað að láta í það skína að hann vilji létta á aðgerðunum á næstu dögum. Á sunnudag tísti hann um að „meðalið má ekki vera verra en vandamálið“ og að núverandi tilmæli um að fólk dragi úr félagslegu návígi verði endurskoðuð þegar þau falla úr gildi á mánudag. „Bandaríkin verða brátt opin fyrir viðskiptum, mjög fljótt,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í gær. Forsetinn er sagður undir þrýstingi frá kaupsýslumönnum, leiðtogum atvinnulífsins, þingmönnum repúblikana og hægrisinnuðum hagfræðingum um að gera fyrirtækjum kleift að opna aftur með því að slaka á tilmælum stjórnvalda sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. Þeir telja að sama hversu margir látið lífið í faraldrinum muni milljónir til viðbótar missa vinnuna verði takmarkanir lengi enn í gildi. Lýðheilsusérfræðingar alríkisstjórnarinnar eru á allt öðru máli. Þeir telja að halda þurfi veitingastöðum, börum, skólum, skrifstofum og öðrum samkomustöðum lokuðum í fleiri vikur til viðbótar til að milda áhrif faraldursins. AP-fréttastofan segir að sérfræðingarnir telji að fjöldi smita eigi eftir að þyrma yfir heilbrigðiskerfið að öðrum kosti og valda fjölda dauðsfalla líkt og gerst hefur á Ítalíu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) varaði við því að hröð fjölgun smita í Bandaríkjunum gæti þýtt að þau verði næsti miðpunktur faraldursins í heiminum. Trump virtist gefa lítið fyrir álit lækna og sérfræðinga á blaðamannafundinum í gær. Hann sagðist telja að landið yrði opnað á næstu vikum, ekki mánuðum. „Ef það væri í höndum læknanna myndu þeir segja höldum því lokuðu, lokum öllum heiminum…og höldum honum lokuðum í tvö ár. Við getum ekki gert það,“ sagði Trump og gaf ranga mynd af ráðleggingum sérfræðinga sinna. Sagðist forsetinn telja að það hefði verri afleiðingar í för með sér að halda takmörkununum í gildi en að aflétta þeim. Bar hann mannfall vegna kórónuveirufaraldursins saman við árlegu inflúensuna og bílslys þrátt fyrir að hans eigin lýðheilsusérfræðingar hafi áður sagt að slíkur samanburður sé marklaus. Óljóst er hversu mikil bein áhrif Trump hefði á takmarkanir sem eru í gildi. Margar þeirra hafa verið ákveðnar af stjórnvöldum í einstökum ríkjum og borgum, en ekki alríkisstjórninni. WE CANNOT LET THE CURE BE WORSE THAN THE PROBLEM ITSELF. AT THE END OF THE 15 DAY PERIOD, WE WILL MAKE A DECISION AS TO WHICH WAY WE WANT TO GO!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 23, 2020 Vilja ekki kreppu í aðdraganda forsetakosninga Það eru ekki aðeins áhrif aðgerðanna á fyrirtæki Trump sem gætu haft áhrif á afstöðu hans til áframhaldandi takmarkana vegna faraldursins. Alla forsetatíð sína hefur Trump mælst óvinsæll í könnunum. Helstu rökin sem hann og framboð hans hafa haldið á lofti fyrir endurkjöri í haust hefur verið sterkur efnahagur Bandaríkjanna. Faraldurinn hefur nú snúið við nær öllum ávinningi fjármálamarkaða frá því að Trump tók við á aðeins örfáum vikum. Atvinnuleysi eykst dag frá degi og Bandaríkin stefna inn í kreppu að öllu óbreyttu. Trump og ráðgjafar hans eru því taldir ólmir í að leyfa hjólum efnahagslífsins að byrja að snúast aftur, þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga, til að spilla ekki fyrir möguleikum hans á endurkjöri. Þó að Trump og ríkisstjórn hans hafi sætt gagnrýni fyrir sein og slök viðbrögð við faraldrinum hafa vinsælir forsetans ekki minnkað í könnunum. Í meðaltali kannana sem Five Thirty Eight heldur utan um mælast vinsældir nú Trump við þær mestu sem hann hefur notið frá því á fyrsta ári hans í embætti. Fleiri eru þó enn sem fyrr óánægðir með störf Trump en eru ánægðir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent