Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2020 19:50 Á daglegum blaðamannafundi var spurt um réttindi þeirra sem tilheyra viðkvæmum hópum og eiga í aukinni hættu á að veikjast alvarlega vegna kórónuveirunnar. Ljósmynd/Lögreglan Í umræðum um réttindi fólks sem tilheyrir viðkvæmum hópum sagði sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi í dag að fólki með alvarlega sjúkdóma sé ráðlagt að fara í verndarsóttkví. Vísaði hann til alvarlegra lungnasjúkdóma en sagði þetta ekki eiga til dæmis við um hefðbundinn astma. „Við erum ekki að skipa fólki að fara í [verndarsóttkví], heldur erum við að biðla til fólks. Á því byggja allar okkar tillögur og ráðleggingar til fólks; að það finni það, skilji það og vilji gera þetta. Þannig erum við að gera þetta með alla viðkvæma hópa,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Þannig er fólk háð velvilja vinnuveitanda að halda launum í slíku verndarsóttkví, að því gefnu að það geti ekki unnið heima, enda er ekki hægt að fá veikindavottorð. Það staðfesti Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á þessum sama fundi í dag. „Það er auðvitað hægt að skrifa vottorð þar sem staðfestist að einstaklingur sé með sjúkdóm en í sjálfu sér er fólk ekki veikt,“ sagði Óskar Reykdalsson. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Fréttastofu hefur borist bréf frá fólki sem tilheyrir þessum viðkvæmu hópum. Til dæmis frá fólki sem er á ónæmisbælandi lyfjum eða með öndunarfærasjúkdóma. Margir hverjir eru á atvinnumarkaði en vegna sjúkdóms síns vilja ekki vera meðal fólks. Einhverjir hafa bent á að það skjóti skökku við að þeir sem velji sjálfir að fara til útlanda í skíðaferð, jafnvel vitandi af hættunni og sóttkvískyldunni, fái laun í tvær vikur í sóttkví á meðan þeir sem eru í aukinni hættu vegna veirunnar fái ekki laun. Á upplýsingafundinum í dag sagði almannavarnateymið að málið væri í skoðun. Sömuleiðis sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ráðuneytið vera að skoða þessi mál. Fréttastofa mun fylgjast með framvindu mála næstu daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Í umræðum um réttindi fólks sem tilheyrir viðkvæmum hópum sagði sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi í dag að fólki með alvarlega sjúkdóma sé ráðlagt að fara í verndarsóttkví. Vísaði hann til alvarlegra lungnasjúkdóma en sagði þetta ekki eiga til dæmis við um hefðbundinn astma. „Við erum ekki að skipa fólki að fara í [verndarsóttkví], heldur erum við að biðla til fólks. Á því byggja allar okkar tillögur og ráðleggingar til fólks; að það finni það, skilji það og vilji gera þetta. Þannig erum við að gera þetta með alla viðkvæma hópa,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Þannig er fólk háð velvilja vinnuveitanda að halda launum í slíku verndarsóttkví, að því gefnu að það geti ekki unnið heima, enda er ekki hægt að fá veikindavottorð. Það staðfesti Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á þessum sama fundi í dag. „Það er auðvitað hægt að skrifa vottorð þar sem staðfestist að einstaklingur sé með sjúkdóm en í sjálfu sér er fólk ekki veikt,“ sagði Óskar Reykdalsson. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Fréttastofu hefur borist bréf frá fólki sem tilheyrir þessum viðkvæmu hópum. Til dæmis frá fólki sem er á ónæmisbælandi lyfjum eða með öndunarfærasjúkdóma. Margir hverjir eru á atvinnumarkaði en vegna sjúkdóms síns vilja ekki vera meðal fólks. Einhverjir hafa bent á að það skjóti skökku við að þeir sem velji sjálfir að fara til útlanda í skíðaferð, jafnvel vitandi af hættunni og sóttkvískyldunni, fái laun í tvær vikur í sóttkví á meðan þeir sem eru í aukinni hættu vegna veirunnar fái ekki laun. Á upplýsingafundinum í dag sagði almannavarnateymið að málið væri í skoðun. Sömuleiðis sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ráðuneytið vera að skoða þessi mál. Fréttastofa mun fylgjast með framvindu mála næstu daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira