Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 15:59 Mimi Haleyi þegar hún mætti til að bera vitni í máli Weinstein í janúar. AP/Mark Lennihan Mimi Haleyi, ein kvennanna sem sakaðir Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi, segist þakklát fyrir á hana hafi verið hlustað og henni trúað eftir að kvikmyndaframleiðandinn áhrifamikli var dæmdur fyrir brot gegn henni og annarri konu í New York í gær. Weinstein á allt að 29 ára fangelsisdóm yfir höfuð sér. Kviðdómur dæmdi Weinstein sekan um brot gegn Haleyi og annarri konu en sýknaði hann af alvarlegustu ákæruliðunum sem hefðu getað þýtt lífstíðarfangelsi. Sex konur báru vitni um að Weinstein hefði misnotað þær við réttarhöldin. Haleyi, sem er fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakaði Weinstein um að hafa þvingað sig til munnmaka árið 2006. Hún lýsti dómnum yfir honum sem miklum létti í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í morgun. „Ég held að við séum að fá fræðslu um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba kynferðisofbeldis. Þetta eru ekki alltaf ókunnugir. Oft er þetta einhver sem manneskjan þekkir og því fylgir nýtt lag til að vinna úr,“ sagði hún. Lögmenn Weinstein héldu því fram fyrir dómi að kynferðislegt samband hans við konunnar hefði verið með vilja þeirra. Hann neitaði allri sök. Weinstein var fluttur á fangadeild sjúkrahúss eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær vegna hjartsláttarónota og hás blóðþrýstings. Refsing hans verður ákvörðuð 11. mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði dóminn yfir Weinstein til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína á blaðamannafundi á Indlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn í dag. Weinstein hefur í gegnum tíðina safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. „Hann var manneskja sem ég kunni ekki við. Fólkið sem líkaði við hann voru demókratarnir. Michelle Obama elskaði hann. Elskaði hann. Hillary Clinton elskaði hann“ fullyrti Trump við blaðamenn. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump sjálfan um kynferðisofbeldi eða áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur hafnað öllum ásökununum þrátt fyrir að á gamalli upptöku sem skaut aftur upp kollinum í kosningabaráttunni árið 2016 hafi hann heyrst stæra sig af því að hann gæti ráðist á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Mimi Haleyi, ein kvennanna sem sakaðir Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi, segist þakklát fyrir á hana hafi verið hlustað og henni trúað eftir að kvikmyndaframleiðandinn áhrifamikli var dæmdur fyrir brot gegn henni og annarri konu í New York í gær. Weinstein á allt að 29 ára fangelsisdóm yfir höfuð sér. Kviðdómur dæmdi Weinstein sekan um brot gegn Haleyi og annarri konu en sýknaði hann af alvarlegustu ákæruliðunum sem hefðu getað þýtt lífstíðarfangelsi. Sex konur báru vitni um að Weinstein hefði misnotað þær við réttarhöldin. Haleyi, sem er fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakaði Weinstein um að hafa þvingað sig til munnmaka árið 2006. Hún lýsti dómnum yfir honum sem miklum létti í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í morgun. „Ég held að við séum að fá fræðslu um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba kynferðisofbeldis. Þetta eru ekki alltaf ókunnugir. Oft er þetta einhver sem manneskjan þekkir og því fylgir nýtt lag til að vinna úr,“ sagði hún. Lögmenn Weinstein héldu því fram fyrir dómi að kynferðislegt samband hans við konunnar hefði verið með vilja þeirra. Hann neitaði allri sök. Weinstein var fluttur á fangadeild sjúkrahúss eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær vegna hjartsláttarónota og hás blóðþrýstings. Refsing hans verður ákvörðuð 11. mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði dóminn yfir Weinstein til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína á blaðamannafundi á Indlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn í dag. Weinstein hefur í gegnum tíðina safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. „Hann var manneskja sem ég kunni ekki við. Fólkið sem líkaði við hann voru demókratarnir. Michelle Obama elskaði hann. Elskaði hann. Hillary Clinton elskaði hann“ fullyrti Trump við blaðamenn. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump sjálfan um kynferðisofbeldi eða áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur hafnað öllum ásökununum þrátt fyrir að á gamalli upptöku sem skaut aftur upp kollinum í kosningabaráttunni árið 2016 hafi hann heyrst stæra sig af því að hann gæti ráðist á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51