Tækifærið - til að hugsa tvennt í einu Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 25. mars 2020 10:30 Kórónavírusinn hægir á heiminum og dregur verulega úr mengun, sérstaklega í borgum og iðnkjörnum. Gervihnattamyndir frá Nasa og Evrópsku Geimvísindastofnuninni (ESA) sýna þetta svart á hvítu. Frá því að Ítalía lýsti yfir útgöngubanni 9. mars hefur magn köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) í andrúmsloftinu á norður Ítalíu minnkað um 40%. Í mið- og austur Kína hefur það verið 10-30% minna en venjulega að sögn NASA. Sérfræðingar hafa sagt áhrif Covid-19 á andrúmsloftið geta orðið „stærstu tilraun sögunnar“ þegar kemur að áhrifum mengunar á líf okkar, ekki síður en áhrif lifnaðarhátta okkar á loftið sem við öndum að okkur og getu jarðarinnar til að endurnýja sig. Stóra spurningin Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 430.000 manns smitast víða um heim, rúmlega 19.000 látið lífið og rúmlega 110.000 læknast af Covid-19. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) deyja kringum 7 milljónir manna árlega af orsökum sem rekja má til mengunar. Um 90% af íbúum jarðar eru búsettir á stöðum þar sem gæði lofts er fyrir neðan heilbrigðismörk. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort að Covid-19 hafi á endanum þau áhrif að draga úr dauðsföllum vegna minni mengunar tímabundið og hugsanlega til lengri tíma líka, eftir því hvernig við höldum á spöðunum. Í öllu falli er ljóst að faraldurinn er víða að draga úr mengun, alla vega til skamms tíma. Hvort við berum gæfu til að stíga inn í það rof eða þá truflun (e. disruption) sem ástandið skapar, með markvissum ásetningi um að draga úr mengun um ókomna tíð, er stóra spurningin. Loftslagsváin og Covid 19 Að sögn Paul Polmans, formanns Alþjóðaviðskiptaráðsins og varaformanns UN Global Compact, er Covid-19 risavaxin áskorun ólík nokkru sem við höfum staðið frammi fyrir áður. Aldrei fyrr hefur verið meiri þörf á samvinnu og samstíga aðgerðum þvert á geira og lönd. „Hún (veiran) breiðist hratt út, er talin tvöfaldast í útbreiðslu rúmlega annan hvern dag, hugsanlega áttafaldast á viku og fjögurþúsundfaldast á fjórum vikum“. Líkt og með Covid-19 fer loftslagsváin ekki í manngreinarálit. Þótt hún birtist á ólíkan hátt eftir svæðum og lifnaðarháttum, er loftslagsváin verkefni sem krefst afgerandi og samstíga viðbragða líkt og heimsfaraldur. Og líkt og heimsfaraldur, ógnar loftslagsváin öllu mannkyninu, alls staðar á jörðinni. Það skiptir ekki máli í hvaða landi, menningu, á hvaða ferðalagi við erum, þá snertir hún líf okkar allra á einn eða annan hátt. Samvinna og góð gögn Besta mótvægisaðgerðin í báðum tilfellum er samvinna og besta vörnin eru upplýsingar og vísindaleg þekking, líkt og sagnfræðingurinn og höfundur Homo sapiens Yuval Noah Harari skrifaði nýverið í Time. Hvað varðar loftslagsvánna höfum við vísindalega þekkingu, en ólikt Covid-19 skortir tilfinninguna fyrir neyðarástandinu í loftslagsmálum, ásetninginn og samvinnuna. Það verður áhugavert að sjá er fram líða stundir hvort og hvernig Covid-19 hjálpi okkur að bæta þar úr. Verkfærin eru til Íslenska ríkisstjórnin, líkt og ríkisstjórnir víða um heim, eru að kynna aðgerðaráætlanir og björgunarpakka, sem til skamms tíma (nokkrir mánuðir upp í rúmlega ár) fjalla um að bjarga lífum, afkomu fólks og að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Eftir það hefst tímabil endurreisnar og uppbyggingar til lengri tíma. Uppbyggingarstarf er ekki orðum ofaukið því heimurinn verður ekki samur aftur. Þrýstingur á fjármálastofnanir, seðlabanka og ríki heims fer nú vaxandi um að byggja allar aðgerðir og ákvarðanir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5 gráða. "Það er skylda okkur að jafna okkur betur" og öðruvísi en við gerðum eftir fjármálakrísuna 2008, sagði António Guterres, aðalritari Sþ. Við okkur blasir nú einstakt tækifæri til að flýta fyrir umbreytingunni í átt að sjálfbærara og samfélagslega ábyrgara hagkerfi, með því að hanna hvatakerfi og stuðning við uppbyggingarstarf meðvitað með þann ásetning. Jarðvegurinn er sannarlega til staðar. Því á sama tíma og ástandið er ekkert minna en ógnvekjandi og áhrif Covid 19 til lengri tíma eiga eftir að sýna sig, felast í því gríðarleg tækifæri. Tækifæri sem við erum undirbúnari fyrir en okkur ef til vill grunar, þar sem við stöndum í mesta lagi í miðjum storminum þegar þetta er skrifað. Höfundur er þróunar-og átakfræðingur og framkvæmdastjóri Festu -miðstöð um samfélagsábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Kórónavírusinn hægir á heiminum og dregur verulega úr mengun, sérstaklega í borgum og iðnkjörnum. Gervihnattamyndir frá Nasa og Evrópsku Geimvísindastofnuninni (ESA) sýna þetta svart á hvítu. Frá því að Ítalía lýsti yfir útgöngubanni 9. mars hefur magn köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) í andrúmsloftinu á norður Ítalíu minnkað um 40%. Í mið- og austur Kína hefur það verið 10-30% minna en venjulega að sögn NASA. Sérfræðingar hafa sagt áhrif Covid-19 á andrúmsloftið geta orðið „stærstu tilraun sögunnar“ þegar kemur að áhrifum mengunar á líf okkar, ekki síður en áhrif lifnaðarhátta okkar á loftið sem við öndum að okkur og getu jarðarinnar til að endurnýja sig. Stóra spurningin Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 430.000 manns smitast víða um heim, rúmlega 19.000 látið lífið og rúmlega 110.000 læknast af Covid-19. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) deyja kringum 7 milljónir manna árlega af orsökum sem rekja má til mengunar. Um 90% af íbúum jarðar eru búsettir á stöðum þar sem gæði lofts er fyrir neðan heilbrigðismörk. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort að Covid-19 hafi á endanum þau áhrif að draga úr dauðsföllum vegna minni mengunar tímabundið og hugsanlega til lengri tíma líka, eftir því hvernig við höldum á spöðunum. Í öllu falli er ljóst að faraldurinn er víða að draga úr mengun, alla vega til skamms tíma. Hvort við berum gæfu til að stíga inn í það rof eða þá truflun (e. disruption) sem ástandið skapar, með markvissum ásetningi um að draga úr mengun um ókomna tíð, er stóra spurningin. Loftslagsváin og Covid 19 Að sögn Paul Polmans, formanns Alþjóðaviðskiptaráðsins og varaformanns UN Global Compact, er Covid-19 risavaxin áskorun ólík nokkru sem við höfum staðið frammi fyrir áður. Aldrei fyrr hefur verið meiri þörf á samvinnu og samstíga aðgerðum þvert á geira og lönd. „Hún (veiran) breiðist hratt út, er talin tvöfaldast í útbreiðslu rúmlega annan hvern dag, hugsanlega áttafaldast á viku og fjögurþúsundfaldast á fjórum vikum“. Líkt og með Covid-19 fer loftslagsváin ekki í manngreinarálit. Þótt hún birtist á ólíkan hátt eftir svæðum og lifnaðarháttum, er loftslagsváin verkefni sem krefst afgerandi og samstíga viðbragða líkt og heimsfaraldur. Og líkt og heimsfaraldur, ógnar loftslagsváin öllu mannkyninu, alls staðar á jörðinni. Það skiptir ekki máli í hvaða landi, menningu, á hvaða ferðalagi við erum, þá snertir hún líf okkar allra á einn eða annan hátt. Samvinna og góð gögn Besta mótvægisaðgerðin í báðum tilfellum er samvinna og besta vörnin eru upplýsingar og vísindaleg þekking, líkt og sagnfræðingurinn og höfundur Homo sapiens Yuval Noah Harari skrifaði nýverið í Time. Hvað varðar loftslagsvánna höfum við vísindalega þekkingu, en ólikt Covid-19 skortir tilfinninguna fyrir neyðarástandinu í loftslagsmálum, ásetninginn og samvinnuna. Það verður áhugavert að sjá er fram líða stundir hvort og hvernig Covid-19 hjálpi okkur að bæta þar úr. Verkfærin eru til Íslenska ríkisstjórnin, líkt og ríkisstjórnir víða um heim, eru að kynna aðgerðaráætlanir og björgunarpakka, sem til skamms tíma (nokkrir mánuðir upp í rúmlega ár) fjalla um að bjarga lífum, afkomu fólks og að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Eftir það hefst tímabil endurreisnar og uppbyggingar til lengri tíma. Uppbyggingarstarf er ekki orðum ofaukið því heimurinn verður ekki samur aftur. Þrýstingur á fjármálastofnanir, seðlabanka og ríki heims fer nú vaxandi um að byggja allar aðgerðir og ákvarðanir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5 gráða. "Það er skylda okkur að jafna okkur betur" og öðruvísi en við gerðum eftir fjármálakrísuna 2008, sagði António Guterres, aðalritari Sþ. Við okkur blasir nú einstakt tækifæri til að flýta fyrir umbreytingunni í átt að sjálfbærara og samfélagslega ábyrgara hagkerfi, með því að hanna hvatakerfi og stuðning við uppbyggingarstarf meðvitað með þann ásetning. Jarðvegurinn er sannarlega til staðar. Því á sama tíma og ástandið er ekkert minna en ógnvekjandi og áhrif Covid 19 til lengri tíma eiga eftir að sýna sig, felast í því gríðarleg tækifæri. Tækifæri sem við erum undirbúnari fyrir en okkur ef til vill grunar, þar sem við stöndum í mesta lagi í miðjum storminum þegar þetta er skrifað. Höfundur er þróunar-og átakfræðingur og framkvæmdastjóri Festu -miðstöð um samfélagsábyrgð.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun