Ráðgjafi ríkisstjórnarinnar færir sig til ASÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 11:53 Halla Gunnarsdóttir starfaði á sínum tíma sem blaðamaður en hefur verið ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. Halla hefur störf 15. apríl næstkomandi og tekur við af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin fimm ár. Samið var um starfslok við Guðrúnu Ágústu og tók uppsögnin gildi þann 1. mars. Halla Gunnarsdóttir er menntuð sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með M.A. próf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum frá árinu 2018. Áður starfaði hún sem skrifstofustjóri Women‘s Equality Party í Bretlandi, ráðgjafi á alþjóðlegri lögmannsstofu, aðstoðarmaður ráðherra hér á landi og blaðamaður á Morgunblaðinu. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er hætt sem framkvæmdastjóri ASÍ. Hún var áður bæjarstjóri í Hafnarfirði. Halla er í tilkynningunni sögð hafa víðtæka reynslu af stefnumörkun og stjórnun verkefna. Hún hafi leitt stefnumótandi nefndir á vegum stjórnvalda, meðal annars sem tengjast baráttu gegn ofbeldi og málefnum útlendinga. Hún hefur skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur, skrifað ritrýndar fræðigreinar og fræðibók, auk þess sem hún ritaði ævisögu Guðrúnar Ögmundsdóttur og hefur gefið út tvær ljóðabækur. Halla hefur jafnframt tekið virkan þátt í félagsstörfum, bæði hérlendis og erlendis. „Halla verður góð viðbót í úrvals starfshóp Alþýðusambandsins, en verkefni hennar munu snúa að samskiptum við aðildarfélög sambandsins, stefnumótun, daglegum rekstri og starfsemi skrifstofu ASÍ auk þess að leiða faglega vinnu samtakanna,“ segir í tilkynningunni. Uppfært klukkan 16:48: Drífa Snædal, formaður ASÍ, segir í svari við fyrirspurn Vísis að gengið hafi verið frá starfslokum við Guðrúnu Ágústu í sameiningu og samvinnu. Uppsagnarfrestur hennar gildir frá 1. mars. Um leið hafi verið hafist handa að finna nýjan framkvæmdastjóra. Þegar ljóst var að Halla væri tilbúin til starfa var ákveðið að auglýsa ekki þar sem hennar eiginleikar og reynsla er fágæt og einmitt það sem nýtist hreyfingunni á þessum tímapunkti. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. Halla hefur störf 15. apríl næstkomandi og tekur við af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin fimm ár. Samið var um starfslok við Guðrúnu Ágústu og tók uppsögnin gildi þann 1. mars. Halla Gunnarsdóttir er menntuð sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með M.A. próf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum frá árinu 2018. Áður starfaði hún sem skrifstofustjóri Women‘s Equality Party í Bretlandi, ráðgjafi á alþjóðlegri lögmannsstofu, aðstoðarmaður ráðherra hér á landi og blaðamaður á Morgunblaðinu. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er hætt sem framkvæmdastjóri ASÍ. Hún var áður bæjarstjóri í Hafnarfirði. Halla er í tilkynningunni sögð hafa víðtæka reynslu af stefnumörkun og stjórnun verkefna. Hún hafi leitt stefnumótandi nefndir á vegum stjórnvalda, meðal annars sem tengjast baráttu gegn ofbeldi og málefnum útlendinga. Hún hefur skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur, skrifað ritrýndar fræðigreinar og fræðibók, auk þess sem hún ritaði ævisögu Guðrúnar Ögmundsdóttur og hefur gefið út tvær ljóðabækur. Halla hefur jafnframt tekið virkan þátt í félagsstörfum, bæði hérlendis og erlendis. „Halla verður góð viðbót í úrvals starfshóp Alþýðusambandsins, en verkefni hennar munu snúa að samskiptum við aðildarfélög sambandsins, stefnumótun, daglegum rekstri og starfsemi skrifstofu ASÍ auk þess að leiða faglega vinnu samtakanna,“ segir í tilkynningunni. Uppfært klukkan 16:48: Drífa Snædal, formaður ASÍ, segir í svari við fyrirspurn Vísis að gengið hafi verið frá starfslokum við Guðrúnu Ágústu í sameiningu og samvinnu. Uppsagnarfrestur hennar gildir frá 1. mars. Um leið hafi verið hafist handa að finna nýjan framkvæmdastjóra. Þegar ljóst var að Halla væri tilbúin til starfa var ákveðið að auglýsa ekki þar sem hennar eiginleikar og reynsla er fágæt og einmitt það sem nýtist hreyfingunni á þessum tímapunkti.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira