Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 08:15 Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. Vísir/Vilhelm Á Íslandi hefur vinnuálag verið mælt til margra ára í reglubundnum könnunum Gallup. Þar sýna mælingar að þótt fólki finnist vinnuálag vera að aukast eru tölur um álag ekki að taka stakkaskiptum milli ára. Mun fleiri segjast þó úrvinda eftir vinnu en áður. Lítill munur er á jafnvægi vinnu og einkalífs hvort sem fólk fylgist lítið eða mikið með vinnupósti utan vinnutíma. „Þannig að það er ekki gefið að það að fylgjast með pósti sé neikvætt fyrir jafnvægi vinnu og einkalífs, né heldur að slíkt valdi fólki streitu,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. Áreiti hefur hins vegar aukist verulega á síðustu árum með snjalltækjavæðingunni. Í því samhengi bendir Tómas á að árið 2011 var snjallsímaeign fólks 21% en árið 2017 var hún orðin 86% og gagnamagnið aukist fimmfalt. Á síðustu áratugum hefur Gallup reglulega spurt fólk um vinnuálag, bæði í svo kölluðum vinnustaðagreiningum sem gerðar eru fyrir vinnustaði og einnig í Gallupvagni sem er spurningakönnun sem lögð er fyrir almenning vikulega. Þá hefur Gallup spurt um vinnuálag félagsmanna í mörgum stéttarfélögum landsins. Að sögn Tómasar er spurningin um vinnuálag flóknari en virðist. „Mjög áberandi er í könnunum að fólki finnst vinnuálag hafa aukist þegar þannig er spurt, það er þegar spurt er „finnst þér álag hafa minnkað eða aukist á síðustu mánuðum?“ En þegar tölur um vinnuálag eru bornar saman milli ára hreyfast þær furðu lítið. Í sumum könnunum má þó sjá að vinnuálag jókst greinilega á árunum eftir hrun en tók svo að minnka aftur.“ En er aukið vinnuálag þá bara í nösunum á fólki? „Ástæðan fyrir því að fólki finnst álag vaxandi er að hluta til að áreiti hefur aukist mikið. Fleiri aðilar keppa um athygli okkar í tölvupósti eða í snjalltækjum, þá auðvitað vinnan, en líka samfélagsmiðlar og netmiðlar,“ segir Tómas og bætir við ,,Það er úr meiru að velja, mikið að gerast og til að vera með, þarf að fylgjast með. Þá er oft mikið að gerast í einkalífinu, fjölskyldumynstur eru oft flókin og það er oft mikið púsl að raða saman deginum þannig að hann gangi upp fyrir alla fjölskyldumeðlimi.“ Tómas segir þó greinilega fjölgun í þeim hópi fólks sem segist úrvinda eða mjög þreytt eftir vinnu. „Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag er að fleiri segjast úrvinda eða örþreyttir eftir vinnudaginn nú á síðustu árum en áður. Þá mælast meiri fjarvistir frá vinnu núna síðustu ár. Frá árinu 2011 hefur þeim fjölgað um nærri 50% sem segjast hafa verið frá vinnu einn dag eða meira í könnunum Gallup meðal almennings,“ segir Tómas. Æ fleiri segjast úrvinda og mjög þreyttir eftir vinnu en þó kemur fram í mælingum Gallup að á síðustu árum er fólk ekki að meta álag mikið meir í vinnu á milli ára.Vísir/Getty Þá er oft talað um auknar kröfur í vinnunni. Að fólk þurfi að hlaupa hraðar, en á sama tíma er á mörgum vinnustöðum stanslaus söngur um sparnað og niðurskurð sem fólk hefur heyrt allt frá hruni En hvers vegna erum við orðin svona úrvinda og þreytt? Þegar Tómas er spurður um líklegar skýringar á því hvers vegna mun fleiri segjast úrvinda og þreyttir eftir vinnu segir Tómas ýmsa hluti hafa þar áhrif. Störfin hafa breyst, áreitið hefur aukist. Tíðar breytingar á skiplagi fyrirtækja hafa líka áhrif og á sumum vinnustöðum hefur fólk þurft að hlusta á kröfur um sparnað og niðurskurð allt frá hruni. „Eitt sem nefnt er í þessu samhengi, er að breytingar eru að verða tíðari. Með tæknibreytingunum hefur þrýstingur vaxið á fyrirtæki að taka tæknina í sína þjónustu eða verða undir í samkeppninni. Það er líka beinn þrýstingur erlendu tæknirisanna á mörg íslensk fyrirtæki, til dæmis fjölmiðla og upplýsingafyrirtæki. Alþjóðleg samkeppni hefur líka almennt aukist á öðrum sviðum eins og sjá má í aukinni netverslun,“ segir Tómas og bætir við „Þá er oft talað um auknar kröfur í vinnunni. Að fólk þurfi að hlaupa hraðar, en á sama tíma er á mörgum vinnustöðum stanslaus söngur um sparnað og niðurskurð sem fólk hefur heyrt allt frá hruni.“ Eins segir Tómas að huga þurfi að atriðum sem geta haft áhrif á örþreytu og líðan, en teljast ekki beint til vinnuálags. „Lítið starfsöryggi og fjárhagsáhyggjur eru streituvaldar sem hafa áhrif á örþreytu og fjarvistir,“ segir Tómas. Þá bendir Tómas á hversu víðtæk áhrif tæknibreytingar hafi haft á okkur öll. „Fyrst er að nefna að aldrei hefur tæknin gert okkur betur kleift að sinna vinnu okkar utan vinnustaðarins og taka hana með okkur heim. Við sinnum líka ýmsum persónulegum verkefnum í vinnunni með snjalltækjum. Þessi tækni er ný og eðlilegt að við séum ekki búin að gera okkur grein fyrir áhrifum hennar á okkur. Það er hins vegar forgangsverkefni að læra að umgangast hana.“ Tómas bendir líka á að það er ekki bara vinnan og tæknin sem breytist. „Við breytumst líka og þær kröfur sem við gerum á okkur sjálf og aðra breytast með.“ Í niðurstöðum mælinga Gallup má sjá að jafnvægi á milli einkalífs og vinnu hefur ekki breyst í 20 ár.Vísir/Getty Eitt af því sem skiptir máli varðandi upplifun á vinnuálagi er að fólk hafi tækifæri til að vinna á sínum styrkleikum Jafnvægi einkalífs og vinnu ekki breyst í 20 ár Tómas bendir á að unnar vinnustundir eru færri nú en fyrir hrun. Samkvæmt tölum Hagstofunnar unnu karlar í fullu starfi þremur tímum skemmri vinnutíma að meðaltali árin 2014 til 2018 í samanburði við árin fyrir hrun, 2004 til 2008. Breyting á vinnutíma kvenna er minni, en konur í fullu starfi unnu einum tíma skemur séu borin saman þessi tvö tímabil. Að sögn Tómasar sýndu niðurstöður Gallupvagns þó að vinnuálag var að mælast meira árið 2017 en árið 2008, þrátt fyrir að fólk væri að vinna færri vinnustundir. Annað sem vekur athygli er að mælingar á jafnvægi einkalífs og vinnu hefur lítið breyst í áratugi. „Það sem er eftirtektarvert þegar það er skoðað er að næstum jafn margir segja að vinna sín og einkalíf rekist á í dag og fyrir nærri tveimur áratugum,“ segir Tómas. Meðal þess sem hefur áhrif á það hvernig við erum að upplifa álag í vinnunni er hvernig við upplifum okkur í starfi með tilliti til styrkleika og getu. „Eitt af því sem skiptir máli varðandi upplifun á vinnuálagi er að fólk hafi tækifæri til að vinna á sínum styrkleikum. Samkvæmt niðurstöðum úr Gallupvagni að þá upplifa 63% þeirra sem vinna á styrkleikum sínum vinnuálagið hæfilegt samanborið við 43% þeirra sem fá ekki tækifæri til að vinna á styrkleikum.“ Gott dæmi er til dæmis hvernig fólk upplifir tölvupósta utan vinnutíma enda hafa margir haft áhyggjur af því að sítenging í samskiptum séu eitt þeirra atriða sem eru að auka vinnuálag á starfsfólk. Að sögn Tómasar upplifir fólk þetta á mismunandi hátt. „Í nýlegri könnun sem við gerðum kom fram að ríflega fjórir af hverjum tíu segist „oft“ fylgjast með tölvupósti utan vinnutíma. Það er hins vegar lítill munur á jafnvægi vinnu og einkalífs hvort sem fólk fylgist lítið eða mikið með vinnupósti utan vinnutíma, þannig að það er ekki gefið að það að fylgjast með pósti sé neikvætt fyrir jafnvægi vinnu og einkalífs, né heldur að slíkt valdi fólki streitu.“ Skýringin á þessu segir Tómas felast í því hvernig starfsmaðurinn líti á tölvupóstsamskipti og hvort starfsmaðurinn upplifir þessa vinnu sem sitt val. „Áhrifin eru háð því að hvaða marki slík vinna er litin jákvæðum eða neikvæðum augum og hvort hún sé krafa eða val.“ Að sögn Tómasar telur þriðjungur það að fylgjast með tölvupósti hafa neikvæð áhrif á líðan sína og þessir einstaklingar eru fjórum sinnum ólíklegri til að segjast mjög sammála því að jafnvægi vinnu einkalífs sé gott. Hins vegar eru þeir sem telja sig vinna á sínum styrkleikum í starfi næstum tvisvar sinnum ólíklegri til að segja að tölvupósti sem svarað er utan hefðbundins vinnutíma hafi neikvæð áhrif á þeirra líðan. „Það virðist því mikilvægt að stjórnendur þekki styrkleika síns fólks og gefi því tækifæri til að vinna í verkefnum þar sem styrkleikarnir fá að njóta sín,“ segir Tómas. Tómas bendir á að álag til skamms tíma þarf ekki að hafa neikvæð áhrif á fólk en bjargirnar skipti miklu máli. Þær eru aðstæðurnar: Stjórnun, skipulag og samskipti.Vísir/Vilhelm Stjórnendur þurfa að þekkja starfsfólkið og hvaða álagsstig hentar því. Sumir vilja hafa marga bolta á lofti, aðrir fáa Álagsþröskuldur fólks ekki alltaf sá sami Að sögn Tómasar skipta aðstæður, samskipti og stjórnun miklu máli þegar rýnt er í áhrif álags á fólk og hafa þurfi í huga að álag getur verið mikið á vinnustöðum, en það er ólíkt hversu vel einstaklingar höndla slíkt álag. „Álag getur verið mikið til skamms tíma án þess þó að það hafi neikvæð áhrif á fólk. Bjargirnar, eða aðstæðurnar á vinnustaðnum skipta mestu máli varðandi það hvaða áhrif álagið hefur: Stjórnunin, skipulagið og samskiptin,“ segir Tómas. Í könnunum svara margir því játandi að hafa einhvern tímann verið útbrunna í starfi en það á í meira mæli við starfsfólk sem vinnur á vinnustað þar sem ekki er gripið til aðgerða þegar álag verður of mikið. „Meira en tvöfalt fleiri segjast „já, örugglega“ á einhverjum tímapunkti hafa verið „útbrunnir í starfi“ ef fólk er ósammála því „að gripið sé til aðgerða þegar vinnuálag verður of mikið.“ Og fjórum sinnum ólíklegra til að vera mjög sammála því að jafnvægi vinnu og einkalífs sé gott.“ Þá bendir Tómas á að það sé aldrei eitthvað eitt sem gildi um alla. „Fólk bregst líka misjafnlega við álagi og hefur misjafnan þröskuld og það gildir ekki eitt um alla. Stjórnendur þurfa að þekkja starfsfólkið og hvaða álagsstig hentar því. Sumir vilja hafa marga bolta á lofti, aðrir fáa.“ Fólk með skýr hlutverk upplifir álag öðruvísi Tómas segir manneskjuna þannig gerða að fólk vill standa undir væntingum og því sé svo mikilvægt að kröfur sem gerðar eru til starfsfólks séu sanngjarnar og til þess fallnar að einstaklingur geti staðið undir þeim. Þar skipti bjargráðin (stjórnun, skipulag og samskipti) miklu máli og aðstæður þurfi að vera í samræmi við þær kröfur sem eru gerðar. „Í þeim starfsmannasamtölum sem við erum að innleiða hjá fyrirtækjum og stofnunum er alltaf fyrsta skrefið að skoða kröfurnar og þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks. Það er líka kjarninn í helgunarlíkani Gallup að væntingar séu skýrar. Þegar væntingar eru ekki skýrar er fólk meira en þrisvar sinnum ólíklegra til að vera mjög sammála því að jafnvægi vinnu og einkalífs sé gott,“ segir Tómas. Samkvæmt þessu megi ekki vanmeta það hversu mikil áhrif stjórnun á vinnustað og aðstæður geta haft á upplifun fólks á álag. Til mikils er að vinna því samkvæmt gögnum frá Bretlandi er talið að um 13 milljón vinnudaga tapist á ári vegna vinnutengdrar streitu, þunglyndis og kvíða. Á árunum 2018-19 þá var streita, þunglyndi og kvíði ástæða fyrir 44% allra vinnutengdra veikinda og rúmlega helmingi fjarvista. Tómas segir þessa þróun í takt við það sem sjá má hér heima. „Flest bendir til að fjarvistum vegna eigin veikinda hafa fjölgað á Íslandi á síðustu árum þegar við berum saman niðurstöður kannana milli ára. Frá árinu 2011 hefur þeim fjölgað um nærri 50% sem segjast hafa verið frá vinnu einn dag eða meira í könnunum Gallup meðal almennings. Í kjarakönnun Eflingar, sem finna má á netinu, má sjá að þeim sem voru frá vinnu einn dag eða meira fjölgaði nærri því um helming milli 2010 og 2017. Í kjarakönnun Afls starfsgreinafélags má sjá svipaða þróun, þó ekki eins drastíska. Í könnunum Einingar-Iðju hefur fjarvistum vegna eigin veikinda hins vegar ekki fjölgað heldur hafa að jafnaði um fjórir af hverjum tíu verið frá vinnu einn dag eða meira vegna eigin veikinda eða vinnuslyss á síðustu 3 mánuðum.“ Í dag verður fjallað um álag á vinnustöðum í Atvinnulífinu á Vísi þar sem fólk upplifir streitu án þess að upplifa sig í kulnun. Vinnuslys Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Á Íslandi hefur vinnuálag verið mælt til margra ára í reglubundnum könnunum Gallup. Þar sýna mælingar að þótt fólki finnist vinnuálag vera að aukast eru tölur um álag ekki að taka stakkaskiptum milli ára. Mun fleiri segjast þó úrvinda eftir vinnu en áður. Lítill munur er á jafnvægi vinnu og einkalífs hvort sem fólk fylgist lítið eða mikið með vinnupósti utan vinnutíma. „Þannig að það er ekki gefið að það að fylgjast með pósti sé neikvætt fyrir jafnvægi vinnu og einkalífs, né heldur að slíkt valdi fólki streitu,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. Áreiti hefur hins vegar aukist verulega á síðustu árum með snjalltækjavæðingunni. Í því samhengi bendir Tómas á að árið 2011 var snjallsímaeign fólks 21% en árið 2017 var hún orðin 86% og gagnamagnið aukist fimmfalt. Á síðustu áratugum hefur Gallup reglulega spurt fólk um vinnuálag, bæði í svo kölluðum vinnustaðagreiningum sem gerðar eru fyrir vinnustaði og einnig í Gallupvagni sem er spurningakönnun sem lögð er fyrir almenning vikulega. Þá hefur Gallup spurt um vinnuálag félagsmanna í mörgum stéttarfélögum landsins. Að sögn Tómasar er spurningin um vinnuálag flóknari en virðist. „Mjög áberandi er í könnunum að fólki finnst vinnuálag hafa aukist þegar þannig er spurt, það er þegar spurt er „finnst þér álag hafa minnkað eða aukist á síðustu mánuðum?“ En þegar tölur um vinnuálag eru bornar saman milli ára hreyfast þær furðu lítið. Í sumum könnunum má þó sjá að vinnuálag jókst greinilega á árunum eftir hrun en tók svo að minnka aftur.“ En er aukið vinnuálag þá bara í nösunum á fólki? „Ástæðan fyrir því að fólki finnst álag vaxandi er að hluta til að áreiti hefur aukist mikið. Fleiri aðilar keppa um athygli okkar í tölvupósti eða í snjalltækjum, þá auðvitað vinnan, en líka samfélagsmiðlar og netmiðlar,“ segir Tómas og bætir við ,,Það er úr meiru að velja, mikið að gerast og til að vera með, þarf að fylgjast með. Þá er oft mikið að gerast í einkalífinu, fjölskyldumynstur eru oft flókin og það er oft mikið púsl að raða saman deginum þannig að hann gangi upp fyrir alla fjölskyldumeðlimi.“ Tómas segir þó greinilega fjölgun í þeim hópi fólks sem segist úrvinda eða mjög þreytt eftir vinnu. „Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag er að fleiri segjast úrvinda eða örþreyttir eftir vinnudaginn nú á síðustu árum en áður. Þá mælast meiri fjarvistir frá vinnu núna síðustu ár. Frá árinu 2011 hefur þeim fjölgað um nærri 50% sem segjast hafa verið frá vinnu einn dag eða meira í könnunum Gallup meðal almennings,“ segir Tómas. Æ fleiri segjast úrvinda og mjög þreyttir eftir vinnu en þó kemur fram í mælingum Gallup að á síðustu árum er fólk ekki að meta álag mikið meir í vinnu á milli ára.Vísir/Getty Þá er oft talað um auknar kröfur í vinnunni. Að fólk þurfi að hlaupa hraðar, en á sama tíma er á mörgum vinnustöðum stanslaus söngur um sparnað og niðurskurð sem fólk hefur heyrt allt frá hruni En hvers vegna erum við orðin svona úrvinda og þreytt? Þegar Tómas er spurður um líklegar skýringar á því hvers vegna mun fleiri segjast úrvinda og þreyttir eftir vinnu segir Tómas ýmsa hluti hafa þar áhrif. Störfin hafa breyst, áreitið hefur aukist. Tíðar breytingar á skiplagi fyrirtækja hafa líka áhrif og á sumum vinnustöðum hefur fólk þurft að hlusta á kröfur um sparnað og niðurskurð allt frá hruni. „Eitt sem nefnt er í þessu samhengi, er að breytingar eru að verða tíðari. Með tæknibreytingunum hefur þrýstingur vaxið á fyrirtæki að taka tæknina í sína þjónustu eða verða undir í samkeppninni. Það er líka beinn þrýstingur erlendu tæknirisanna á mörg íslensk fyrirtæki, til dæmis fjölmiðla og upplýsingafyrirtæki. Alþjóðleg samkeppni hefur líka almennt aukist á öðrum sviðum eins og sjá má í aukinni netverslun,“ segir Tómas og bætir við „Þá er oft talað um auknar kröfur í vinnunni. Að fólk þurfi að hlaupa hraðar, en á sama tíma er á mörgum vinnustöðum stanslaus söngur um sparnað og niðurskurð sem fólk hefur heyrt allt frá hruni.“ Eins segir Tómas að huga þurfi að atriðum sem geta haft áhrif á örþreytu og líðan, en teljast ekki beint til vinnuálags. „Lítið starfsöryggi og fjárhagsáhyggjur eru streituvaldar sem hafa áhrif á örþreytu og fjarvistir,“ segir Tómas. Þá bendir Tómas á hversu víðtæk áhrif tæknibreytingar hafi haft á okkur öll. „Fyrst er að nefna að aldrei hefur tæknin gert okkur betur kleift að sinna vinnu okkar utan vinnustaðarins og taka hana með okkur heim. Við sinnum líka ýmsum persónulegum verkefnum í vinnunni með snjalltækjum. Þessi tækni er ný og eðlilegt að við séum ekki búin að gera okkur grein fyrir áhrifum hennar á okkur. Það er hins vegar forgangsverkefni að læra að umgangast hana.“ Tómas bendir líka á að það er ekki bara vinnan og tæknin sem breytist. „Við breytumst líka og þær kröfur sem við gerum á okkur sjálf og aðra breytast með.“ Í niðurstöðum mælinga Gallup má sjá að jafnvægi á milli einkalífs og vinnu hefur ekki breyst í 20 ár.Vísir/Getty Eitt af því sem skiptir máli varðandi upplifun á vinnuálagi er að fólk hafi tækifæri til að vinna á sínum styrkleikum Jafnvægi einkalífs og vinnu ekki breyst í 20 ár Tómas bendir á að unnar vinnustundir eru færri nú en fyrir hrun. Samkvæmt tölum Hagstofunnar unnu karlar í fullu starfi þremur tímum skemmri vinnutíma að meðaltali árin 2014 til 2018 í samanburði við árin fyrir hrun, 2004 til 2008. Breyting á vinnutíma kvenna er minni, en konur í fullu starfi unnu einum tíma skemur séu borin saman þessi tvö tímabil. Að sögn Tómasar sýndu niðurstöður Gallupvagns þó að vinnuálag var að mælast meira árið 2017 en árið 2008, þrátt fyrir að fólk væri að vinna færri vinnustundir. Annað sem vekur athygli er að mælingar á jafnvægi einkalífs og vinnu hefur lítið breyst í áratugi. „Það sem er eftirtektarvert þegar það er skoðað er að næstum jafn margir segja að vinna sín og einkalíf rekist á í dag og fyrir nærri tveimur áratugum,“ segir Tómas. Meðal þess sem hefur áhrif á það hvernig við erum að upplifa álag í vinnunni er hvernig við upplifum okkur í starfi með tilliti til styrkleika og getu. „Eitt af því sem skiptir máli varðandi upplifun á vinnuálagi er að fólk hafi tækifæri til að vinna á sínum styrkleikum. Samkvæmt niðurstöðum úr Gallupvagni að þá upplifa 63% þeirra sem vinna á styrkleikum sínum vinnuálagið hæfilegt samanborið við 43% þeirra sem fá ekki tækifæri til að vinna á styrkleikum.“ Gott dæmi er til dæmis hvernig fólk upplifir tölvupósta utan vinnutíma enda hafa margir haft áhyggjur af því að sítenging í samskiptum séu eitt þeirra atriða sem eru að auka vinnuálag á starfsfólk. Að sögn Tómasar upplifir fólk þetta á mismunandi hátt. „Í nýlegri könnun sem við gerðum kom fram að ríflega fjórir af hverjum tíu segist „oft“ fylgjast með tölvupósti utan vinnutíma. Það er hins vegar lítill munur á jafnvægi vinnu og einkalífs hvort sem fólk fylgist lítið eða mikið með vinnupósti utan vinnutíma, þannig að það er ekki gefið að það að fylgjast með pósti sé neikvætt fyrir jafnvægi vinnu og einkalífs, né heldur að slíkt valdi fólki streitu.“ Skýringin á þessu segir Tómas felast í því hvernig starfsmaðurinn líti á tölvupóstsamskipti og hvort starfsmaðurinn upplifir þessa vinnu sem sitt val. „Áhrifin eru háð því að hvaða marki slík vinna er litin jákvæðum eða neikvæðum augum og hvort hún sé krafa eða val.“ Að sögn Tómasar telur þriðjungur það að fylgjast með tölvupósti hafa neikvæð áhrif á líðan sína og þessir einstaklingar eru fjórum sinnum ólíklegri til að segjast mjög sammála því að jafnvægi vinnu einkalífs sé gott. Hins vegar eru þeir sem telja sig vinna á sínum styrkleikum í starfi næstum tvisvar sinnum ólíklegri til að segja að tölvupósti sem svarað er utan hefðbundins vinnutíma hafi neikvæð áhrif á þeirra líðan. „Það virðist því mikilvægt að stjórnendur þekki styrkleika síns fólks og gefi því tækifæri til að vinna í verkefnum þar sem styrkleikarnir fá að njóta sín,“ segir Tómas. Tómas bendir á að álag til skamms tíma þarf ekki að hafa neikvæð áhrif á fólk en bjargirnar skipti miklu máli. Þær eru aðstæðurnar: Stjórnun, skipulag og samskipti.Vísir/Vilhelm Stjórnendur þurfa að þekkja starfsfólkið og hvaða álagsstig hentar því. Sumir vilja hafa marga bolta á lofti, aðrir fáa Álagsþröskuldur fólks ekki alltaf sá sami Að sögn Tómasar skipta aðstæður, samskipti og stjórnun miklu máli þegar rýnt er í áhrif álags á fólk og hafa þurfi í huga að álag getur verið mikið á vinnustöðum, en það er ólíkt hversu vel einstaklingar höndla slíkt álag. „Álag getur verið mikið til skamms tíma án þess þó að það hafi neikvæð áhrif á fólk. Bjargirnar, eða aðstæðurnar á vinnustaðnum skipta mestu máli varðandi það hvaða áhrif álagið hefur: Stjórnunin, skipulagið og samskiptin,“ segir Tómas. Í könnunum svara margir því játandi að hafa einhvern tímann verið útbrunna í starfi en það á í meira mæli við starfsfólk sem vinnur á vinnustað þar sem ekki er gripið til aðgerða þegar álag verður of mikið. „Meira en tvöfalt fleiri segjast „já, örugglega“ á einhverjum tímapunkti hafa verið „útbrunnir í starfi“ ef fólk er ósammála því „að gripið sé til aðgerða þegar vinnuálag verður of mikið.“ Og fjórum sinnum ólíklegra til að vera mjög sammála því að jafnvægi vinnu og einkalífs sé gott.“ Þá bendir Tómas á að það sé aldrei eitthvað eitt sem gildi um alla. „Fólk bregst líka misjafnlega við álagi og hefur misjafnan þröskuld og það gildir ekki eitt um alla. Stjórnendur þurfa að þekkja starfsfólkið og hvaða álagsstig hentar því. Sumir vilja hafa marga bolta á lofti, aðrir fáa.“ Fólk með skýr hlutverk upplifir álag öðruvísi Tómas segir manneskjuna þannig gerða að fólk vill standa undir væntingum og því sé svo mikilvægt að kröfur sem gerðar eru til starfsfólks séu sanngjarnar og til þess fallnar að einstaklingur geti staðið undir þeim. Þar skipti bjargráðin (stjórnun, skipulag og samskipti) miklu máli og aðstæður þurfi að vera í samræmi við þær kröfur sem eru gerðar. „Í þeim starfsmannasamtölum sem við erum að innleiða hjá fyrirtækjum og stofnunum er alltaf fyrsta skrefið að skoða kröfurnar og þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks. Það er líka kjarninn í helgunarlíkani Gallup að væntingar séu skýrar. Þegar væntingar eru ekki skýrar er fólk meira en þrisvar sinnum ólíklegra til að vera mjög sammála því að jafnvægi vinnu og einkalífs sé gott,“ segir Tómas. Samkvæmt þessu megi ekki vanmeta það hversu mikil áhrif stjórnun á vinnustað og aðstæður geta haft á upplifun fólks á álag. Til mikils er að vinna því samkvæmt gögnum frá Bretlandi er talið að um 13 milljón vinnudaga tapist á ári vegna vinnutengdrar streitu, þunglyndis og kvíða. Á árunum 2018-19 þá var streita, þunglyndi og kvíði ástæða fyrir 44% allra vinnutengdra veikinda og rúmlega helmingi fjarvista. Tómas segir þessa þróun í takt við það sem sjá má hér heima. „Flest bendir til að fjarvistum vegna eigin veikinda hafa fjölgað á Íslandi á síðustu árum þegar við berum saman niðurstöður kannana milli ára. Frá árinu 2011 hefur þeim fjölgað um nærri 50% sem segjast hafa verið frá vinnu einn dag eða meira í könnunum Gallup meðal almennings. Í kjarakönnun Eflingar, sem finna má á netinu, má sjá að þeim sem voru frá vinnu einn dag eða meira fjölgaði nærri því um helming milli 2010 og 2017. Í kjarakönnun Afls starfsgreinafélags má sjá svipaða þróun, þó ekki eins drastíska. Í könnunum Einingar-Iðju hefur fjarvistum vegna eigin veikinda hins vegar ekki fjölgað heldur hafa að jafnaði um fjórir af hverjum tíu verið frá vinnu einn dag eða meira vegna eigin veikinda eða vinnuslyss á síðustu 3 mánuðum.“ Í dag verður fjallað um álag á vinnustöðum í Atvinnulífinu á Vísi þar sem fólk upplifir streitu án þess að upplifa sig í kulnun.
Vinnuslys Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira