Vona að breskur almenningur geti byrjað að prófa sig sjálfur fyrir veirunni á næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 17:38 Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum prófa hér einstakling fyrir kórónuveirunni. Vísir/Getty Þúsundir einfaldra heimaprófa fyrir kórónuveirunni verða brátt til sölu, og jafnvel sendar heim að dyrum til Breta sem nú sitja heima í einangrun eða sóttkví með einkenni COVID-19 sjúkdómsins. Þetta hefur Guardian eftir Lýðheilsustofnun Englands (PHE). Í frétt Guardian kemur fram að Sharon Peacock hjá PHE hafi lýst því yfir að fjöldaprófanir fyrir veirunni verði í boði í síðasta lagi í næstu viku. Áður hafði ríkisstjórn Bretlands fest kaup á þremur og hálfri milljón prófa, en Matt Hancock heilbrigðisráðherra hafði ekki lýst því yfir að þau yrðu aðgengileg almenningi. Tækið sem notað er til prófunar, sem sagt er líkjast óléttuprófi í útliti, er notað með því að stinga smárri nál í fingur þess sem prófaður er og er blóðið síðan greint af tækinu. Vísindamenn við Oxford-háskóla munu, áður en prófið verður sett á markað, prófa það til þess að tryggja að virkni þess sé jafn góð og vonir standa til. Þegar því er lokið vonast Peacock til að prófið verði hægt að nota til þess að prófa heilbrigðisstarfsfólk og almenning fyrir kórónuveirunni. „Nokkrar milljónir prófa hafa verið keyptar. Þetta eru glænýjar vörur, og við verðum að tryggja að þær virki jafn vel og sagt er að þær geri. Um leið og gæði þeirra hafa verið prófuð og meirihluti prófana ná áfangastað sínum, verður þeim dreift um samfélagið,“ segir Peacock. Stórfyrirtækið Amazon hefur samþykkt að dreifa prófunum, auk þess sem þau verða líklega til sölu í apótekum víðs vegar um Bretland. Þá gerir Peacock ráð fyrir að prófin verði mjög ódyr, ef rukkað verður fyrir þau yfir höfuð. Eins og stendur hafa á rúmlega 8200 manns greinst með veiruna í Bretlandi en þar af hafa 433 látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amazon Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þúsundir einfaldra heimaprófa fyrir kórónuveirunni verða brátt til sölu, og jafnvel sendar heim að dyrum til Breta sem nú sitja heima í einangrun eða sóttkví með einkenni COVID-19 sjúkdómsins. Þetta hefur Guardian eftir Lýðheilsustofnun Englands (PHE). Í frétt Guardian kemur fram að Sharon Peacock hjá PHE hafi lýst því yfir að fjöldaprófanir fyrir veirunni verði í boði í síðasta lagi í næstu viku. Áður hafði ríkisstjórn Bretlands fest kaup á þremur og hálfri milljón prófa, en Matt Hancock heilbrigðisráðherra hafði ekki lýst því yfir að þau yrðu aðgengileg almenningi. Tækið sem notað er til prófunar, sem sagt er líkjast óléttuprófi í útliti, er notað með því að stinga smárri nál í fingur þess sem prófaður er og er blóðið síðan greint af tækinu. Vísindamenn við Oxford-háskóla munu, áður en prófið verður sett á markað, prófa það til þess að tryggja að virkni þess sé jafn góð og vonir standa til. Þegar því er lokið vonast Peacock til að prófið verði hægt að nota til þess að prófa heilbrigðisstarfsfólk og almenning fyrir kórónuveirunni. „Nokkrar milljónir prófa hafa verið keyptar. Þetta eru glænýjar vörur, og við verðum að tryggja að þær virki jafn vel og sagt er að þær geri. Um leið og gæði þeirra hafa verið prófuð og meirihluti prófana ná áfangastað sínum, verður þeim dreift um samfélagið,“ segir Peacock. Stórfyrirtækið Amazon hefur samþykkt að dreifa prófunum, auk þess sem þau verða líklega til sölu í apótekum víðs vegar um Bretland. Þá gerir Peacock ráð fyrir að prófin verði mjög ódyr, ef rukkað verður fyrir þau yfir höfuð. Eins og stendur hafa á rúmlega 8200 manns greinst með veiruna í Bretlandi en þar af hafa 433 látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amazon Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira