ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 19:30 Kvennalið ÍR en þær munu ekki leika í deildarkeppninni á næstu leiktíð. mynd/ír Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. ÍR greindi frá því á dögunum að félagið ætlaði að taka vel til í rekstrinum og hafa nú þegar þrír leikmenn yfirgefið karlaliðið. Sigurður segir hins vegar að kvennaliðið félagsins, sem situr í 6. sæti Grill 66-deildar kvenna, og ÍR-U sem leikur í 2. deild karla leiki ekki í deildarkeppni á næstu leiktíð. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag. „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“ Sigurður segir að það sé hart í ári í handboltanum eins og á fleiri stöðum. „Það er ekkert hægt að gantast með þetta en það er betra að vera í Grill-deildinni, ef svo fer, og eiga pening heldur en að vera gjaldþrota í Olís-deildinni. Það er bara tiltölulega einfalt.“ „Í boltanum í dag finnst mér þetta vera þannig að maður fer út og semur við hina og þessa; stúlkur og stráka og svo er ekkert á bakvið þetta. Þú lofar einhverju, viðkomandi verður upp með sér og fær fyrstu tvo mánuðina.“ „Nú er ég ekki að alhæfa yfir öll félög en maður heyrir þetta hér og þar. Við ætlum ekki að fara í þessi gylliboð og ætlum að taka kjarnann okkar og byggja liðið upp á strákunum okkar.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sigurður um kvennaliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Sportið í dag Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. ÍR greindi frá því á dögunum að félagið ætlaði að taka vel til í rekstrinum og hafa nú þegar þrír leikmenn yfirgefið karlaliðið. Sigurður segir hins vegar að kvennaliðið félagsins, sem situr í 6. sæti Grill 66-deildar kvenna, og ÍR-U sem leikur í 2. deild karla leiki ekki í deildarkeppni á næstu leiktíð. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag. „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“ Sigurður segir að það sé hart í ári í handboltanum eins og á fleiri stöðum. „Það er ekkert hægt að gantast með þetta en það er betra að vera í Grill-deildinni, ef svo fer, og eiga pening heldur en að vera gjaldþrota í Olís-deildinni. Það er bara tiltölulega einfalt.“ „Í boltanum í dag finnst mér þetta vera þannig að maður fer út og semur við hina og þessa; stúlkur og stráka og svo er ekkert á bakvið þetta. Þú lofar einhverju, viðkomandi verður upp með sér og fær fyrstu tvo mánuðina.“ „Nú er ég ekki að alhæfa yfir öll félög en maður heyrir þetta hér og þar. Við ætlum ekki að fara í þessi gylliboð og ætlum að taka kjarnann okkar og byggja liðið upp á strákunum okkar.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sigurður um kvennaliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Sportið í dag Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjá meira