Innlent

Meðal­aldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár

Atli Ísleifsson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag. 
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag.  Lögreglan

Meðalaldur þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit hér á landi er 40 ár. Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi klukkan 14.

Hann sagði að fimm prósent þeirra sem hafa greinst, hafi verið 70 ára eða eldri og hjá þeim hópi voru um þúsund sýni tekin. Voru átta prósent þeirra jákvæð, sem sýni fram á hversu vel hafi gengið að vernda þann hóp.

Sóttvarnalæknir sagði að faraldur kórónuveirunnar hafi náð hámarki hér á landi í viku 13, eða dagana 23. til 29. mars síðastliðinn. Tveimur vikum síðar náði faraldurinn svo náð hámarki inni á sjúkrahúsum. Þessi þróun hafi verið viðbúin.

Greint var frá því í dag að ellefu ný smit hafi greinst hér á landi og því heildarfjöldinn því nú 1.771.

Þórólfur sagði að ennfremur að verið sé að eiga við afleiðingar hópsýkingarinnar á Ísafirði og í Bolungarvík. Hann segir líklegt að færri smit komi upp næstu daga þegar búið hefur verið að ná tökum á hópsýkingunni fyrir vestan. Sagði hann þetta lexíu um það að við viljum ekki sjá samskonar hópsýkingar.


Tengdar fréttir

Ellefu smit greindust síðasta sólarhringinn

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.771 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því um ellefu milli daga.

Ellefu smit greindust síðasta sólarhringinn

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.771 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því um ellefu milli daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×