Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 23:29 Lögregluþjónn stendur vörð við aðra moskuna sem ráðist var á. AP/Vincent Yu Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og stóð til að hefja réttarhöldin yfir honum í sumar. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant játaði öll morðin, morðtilraunirnar og að hafa framið hryðjuverk, samkvæmt frétt New Zealand Herald. Mike Bush, yfirmaður lögreglunnar á Nýja Sjálandi, fagnar játningum Tarrant en um versta hryðjuverk landsins er að ræða. Árásin leiddi til þess að vopnalöggjöf landsins var hert til muna. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Fyrr í þessari viku sendu verjendur Tarrant skilaboð til dómara og sögðu hann tilbúinn til að játa sekt sína. Ekki var hægt að bjóða almenningi í dómsal þegar hann játaði vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en tveimur klerkum úr moskunum sem Tarrant réðst á var boðið að vera viðstaddir auk fimm blaðamanna. Alls voru eingöngu sautján manns í salnum og dómarinn sagði leiðinlegt að aðstæður leyfðu ekki fórnarlömbum Tarrant og fjölskyldum þeirra að vera viðstödd. Í samtali við NZ Herald fagna fjölskyldumeðlimir fórnarlamba Tarrant og segja jákvætt að engin réttarhöld muni fara fram. Ekki liggur fyrir enn hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Gekk á milli herbergja og skaut fólk Árásin átti sér stað þann 15. mars í fyrra. Tarrant keyrði að Al Noor moskunni í Christchurch, gekk þar inn og hóf skothríð. Skömmu seinna gekk hann út, náði í aðra byssu og fór aftur inn þar sem hann gekk á milli herbergja og skaut fólk. Þá var hann með myndavél á hjálmi sínum og sýndi frá árásinni í beinni á Facebook. Frá Al Noor keyrði Tarrant til Linwood-moskunnar þar sem hann skaut tvo til bana fyrir utan. Því næst skaut hann inn um glugga moskunnar áður en hann var hrakinn á brott af manni sem hafði náð einni byssu hans. Hann var handtekinn skömmu seinna. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og stóð til að hefja réttarhöldin yfir honum í sumar. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant játaði öll morðin, morðtilraunirnar og að hafa framið hryðjuverk, samkvæmt frétt New Zealand Herald. Mike Bush, yfirmaður lögreglunnar á Nýja Sjálandi, fagnar játningum Tarrant en um versta hryðjuverk landsins er að ræða. Árásin leiddi til þess að vopnalöggjöf landsins var hert til muna. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Fyrr í þessari viku sendu verjendur Tarrant skilaboð til dómara og sögðu hann tilbúinn til að játa sekt sína. Ekki var hægt að bjóða almenningi í dómsal þegar hann játaði vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en tveimur klerkum úr moskunum sem Tarrant réðst á var boðið að vera viðstaddir auk fimm blaðamanna. Alls voru eingöngu sautján manns í salnum og dómarinn sagði leiðinlegt að aðstæður leyfðu ekki fórnarlömbum Tarrant og fjölskyldum þeirra að vera viðstödd. Í samtali við NZ Herald fagna fjölskyldumeðlimir fórnarlamba Tarrant og segja jákvætt að engin réttarhöld muni fara fram. Ekki liggur fyrir enn hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Gekk á milli herbergja og skaut fólk Árásin átti sér stað þann 15. mars í fyrra. Tarrant keyrði að Al Noor moskunni í Christchurch, gekk þar inn og hóf skothríð. Skömmu seinna gekk hann út, náði í aðra byssu og fór aftur inn þar sem hann gekk á milli herbergja og skaut fólk. Þá var hann með myndavél á hjálmi sínum og sýndi frá árásinni í beinni á Facebook. Frá Al Noor keyrði Tarrant til Linwood-moskunnar þar sem hann skaut tvo til bana fyrir utan. Því næst skaut hann inn um glugga moskunnar áður en hann var hrakinn á brott af manni sem hafði náð einni byssu hans. Hann var handtekinn skömmu seinna.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira