Rub 23 býður heimsendingu af öllum réttum á matseðlum fjögurra veitingastaða á Akureyri, Rub 23, Sushi Corner, Pítsusmiðjunni og Bautanum.

„Við viljum koma til móts við fólk í þessu ástandi sem er. Margir eru að vinna að heiman og geta ekki verið á ferðinni úti. Við keyrum matinn heim að dyrum og öll afgreiðslan er snertilaus,“ útskýrir Einar Geirsson, eigandi Rub23.

„Fólk hefur úr yfir 180 girnilegum réttum að velja og hægt að setja saman rétti af öllum stöðunum í eina pöntun. Það getur komið sér vel þegar einn vill pítsu, annar hamborgara og þriðji sushi. Fólk hringir bara á Rub23 eða á Bautann og pantar,“ segir Einar.

Hægt er að panta milli klukkan 12 til 20. Á heimsendinguna leggst 800 króna gjald sem rennur óskert til meistaraflokks KA í fótbolta.
„Við vildum gera úr þessu smá fjáröflun líka fyrir KA,“ segir Einar.

Hægt er að skoða alla rétti á k6veitingar.is
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Rub23.