Gefum sem flestum tækifæri til að hjóla í sumar Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 27. mars 2020 07:00 Hjólasöfnun Barnaheilla hefst mánudaginn 30. mars og er þetta er í níunda sinn sem söfnunin fer fram. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu teljum við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi mikilvægt að hugsa fram á vorið og vonast til þess að sem flest börn og ungmenni muni hjóla um á eigin hjólum í sumar, heilbrigð og hamingjusöm. Markmiðið með hjólasöfnuninni er að gefa börnum og ungmennum sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður kost á að eignast hjól og taka þar með þátt í samfélagi annarra barna því hjólamenning er töluvert ríkjandi hér á landi, meðal annars með hjólreiðaferðum í skólum og tómstundum. Með því að eiga hjól gefst börnum einnig tækifæri til að styrkja líkamlega færni sína, samhæfingar hreyfinga þroskast auk þess sem úthaldið eykst. Sjálfbærnin er einnig að leiðarljósi í hjólasöfnuninni því almenningur er hvattur til að gefa hjól í söfnunina sem ekki eru í notkun í stað þess að þeim sé fargað. Hjólreiðar fækka svo vonandi bílferðum og því um minni útblástur að ræða auk þess sem börnin eru í nánd við náttúruna. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur m.a. fram að ekki megi mismuna börnum á neinn hátt (2. gr.) og börn eiga rétt til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum (31. grein). Hjólasöfnun Barnaheilla er því ein leið af mörgum sem samtökin beita sér til að tryggja jafnan rétt allra barna. Hjólasöfnunin fer þannig fram að í samstarfi við Sorpu eru settir söfnunargámar á öllum sex móttökustöðum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að gefa hjól sem ekki eru í notkun í söfnunina og láta þannig gott af sér leiða. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæðið sem við höfum til afnota hverju sinni. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskan og höfum við fengið dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2000 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Skoðanagreinin var uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að hjólasöfnunin hæfist í dag. Hún hefst á mánudaginn. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Hjólasöfnun Barnaheilla hefst mánudaginn 30. mars og er þetta er í níunda sinn sem söfnunin fer fram. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu teljum við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi mikilvægt að hugsa fram á vorið og vonast til þess að sem flest börn og ungmenni muni hjóla um á eigin hjólum í sumar, heilbrigð og hamingjusöm. Markmiðið með hjólasöfnuninni er að gefa börnum og ungmennum sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður kost á að eignast hjól og taka þar með þátt í samfélagi annarra barna því hjólamenning er töluvert ríkjandi hér á landi, meðal annars með hjólreiðaferðum í skólum og tómstundum. Með því að eiga hjól gefst börnum einnig tækifæri til að styrkja líkamlega færni sína, samhæfingar hreyfinga þroskast auk þess sem úthaldið eykst. Sjálfbærnin er einnig að leiðarljósi í hjólasöfnuninni því almenningur er hvattur til að gefa hjól í söfnunina sem ekki eru í notkun í stað þess að þeim sé fargað. Hjólreiðar fækka svo vonandi bílferðum og því um minni útblástur að ræða auk þess sem börnin eru í nánd við náttúruna. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur m.a. fram að ekki megi mismuna börnum á neinn hátt (2. gr.) og börn eiga rétt til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum (31. grein). Hjólasöfnun Barnaheilla er því ein leið af mörgum sem samtökin beita sér til að tryggja jafnan rétt allra barna. Hjólasöfnunin fer þannig fram að í samstarfi við Sorpu eru settir söfnunargámar á öllum sex móttökustöðum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að gefa hjól sem ekki eru í notkun í söfnunina og láta þannig gott af sér leiða. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæðið sem við höfum til afnota hverju sinni. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskan og höfum við fengið dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2000 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Skoðanagreinin var uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að hjólasöfnunin hæfist í dag. Hún hefst á mánudaginn. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun