Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 12:59 Aldrei hafa fleiri sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum á einni viku en nú. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir manna um bætur. Fyrra met var um 700.000 manns í október árið 1982. AP/John Minchillo Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí. Fjöldinn sem sótti um bætur nú er talinn vísbending um umfang uppsagna. Fjöldi fyrirtækja hefur sagt upp fyrirtækjum vegna hríðminnkandi eftirspurnar sem er tilkomin vegna faraldursins og viðbragða yfirvalda til að hefta útbreiðslu hennar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að enn frekari uppsagnir séu í vændum í Bandaríkjunum sem sigla nú inn í efnahagskreppu. Það er mikill viðsnúningur því í febrúar mældist atvinnuleysi 3,5% og hafði ekki verið lægra í hálfa öld. Hagfræðingar óttast að allt að 30% samdráttur gæti orðið á næsta ársfjórðungi. Þrátt fyrir að þær 3,3 milljónir manna sem sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku séu fjórfalt fleiri en fyrra met sem var sett árið 1982 er talið að talan gefi ekki rétta mynd af atvinnuleysinu. Fjölmargir sem hafi misst vinnuna undanfarna daga hafi ekki náð inn á vefsíður ríkja og símaver vegna álags á þau. Þannig eru líkur á að enn fleiri hefðu sótt um bætur hefðu þeir getað það. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt sögulegan björgunarpakka sem á að lina þjáningar bandaríska hagkerfisins á meðan faraldurinn stendur yfir. Í honum er meðal annars gert ráð fyrir lánum til fyrirtækja til að gera þeim kleift að halda í starfsfólk en einnig stórauknir fjármunir í atvinnuleysisbætur. Fleirum verður gert kleift að sækja um bætur og lengur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí. Fjöldinn sem sótti um bætur nú er talinn vísbending um umfang uppsagna. Fjöldi fyrirtækja hefur sagt upp fyrirtækjum vegna hríðminnkandi eftirspurnar sem er tilkomin vegna faraldursins og viðbragða yfirvalda til að hefta útbreiðslu hennar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að enn frekari uppsagnir séu í vændum í Bandaríkjunum sem sigla nú inn í efnahagskreppu. Það er mikill viðsnúningur því í febrúar mældist atvinnuleysi 3,5% og hafði ekki verið lægra í hálfa öld. Hagfræðingar óttast að allt að 30% samdráttur gæti orðið á næsta ársfjórðungi. Þrátt fyrir að þær 3,3 milljónir manna sem sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku séu fjórfalt fleiri en fyrra met sem var sett árið 1982 er talið að talan gefi ekki rétta mynd af atvinnuleysinu. Fjölmargir sem hafi misst vinnuna undanfarna daga hafi ekki náð inn á vefsíður ríkja og símaver vegna álags á þau. Þannig eru líkur á að enn fleiri hefðu sótt um bætur hefðu þeir getað það. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt sögulegan björgunarpakka sem á að lina þjáningar bandaríska hagkerfisins á meðan faraldurinn stendur yfir. Í honum er meðal annars gert ráð fyrir lánum til fyrirtækja til að gera þeim kleift að halda í starfsfólk en einnig stórauknir fjármunir í atvinnuleysisbætur. Fleirum verður gert kleift að sækja um bætur og lengur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09