Innlent

Helgihald í kirkjum hefst 17. maí

Sylvía Hall skrifar
Sóttvarnareglum verður fylgt þegar helgihald hefst á ný.
Sóttvarnareglum verður fylgt þegar helgihald hefst á ný. Vísir/Vilhelm

Helgihald í kirkjum hefst aftur þann 17. maí og verður þá aftur hægt að halda jarðarfarir, brúðkaup, messur og aðra viðburði innan kirkjunnar.

Pétur Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, segir að fylgt verði sóttvarnarreglum. Ekki megi fleiri en fimmtíu koma saman og gætt verður þess að tveir metrar séu á milli kirkjugesta. Þá verður engin altarisganga.

Streymi sem nýtt hefur verið í samkomubanni verður áfram nýtt þannig að fleiri gestir en sem rúmast innan fjöldatakmarkana geti fylgst með viðburðum.

Messuhald og fermingar í Þjóðkirkjunni voru felldar niður eftir að samkomubann var tilkynnt. Ákvörðunin var tekin með almannaheil í húfi en stefnt var að því að endurskoða hana í samhengi við tilmæli stjórnvalda.


Tengdar fréttir

Heima-helgistundir í beinni á Vísi næstu sunnudaga

Heima-helgistundum á vegum þjóðkirkjunnar verður streymt hér á Vísi næstu fjóra sunnudaga. Fyrsta útsendingin verður frá Laugarneskirkju klukkan 17 á morgun, sunnudaginn 22. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×