Hvern fjandann er maðurinn að fara; hver er glæpurinn!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. mars 2020 17:00 Stundum getur manni ofboðið. Kári Stefánsson veður hér upp í fjölmiðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir ritstjórar og fréttamenn greinilega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merkilegt vel, fréttnæmt mjög og nánast einhver snilld. Það kann að eiga við í einhverjum tilvikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um. Það furðulega er, að margir ágætir fjölmiðla- og fréttamenn, virðast ekkert fyrir því hafa, að skoða það, sem frá Kára kemur, og kryfja það, þó að ekki væri nema lítillega, fyrir birtingu eða umfjöllun. Síðasta upphlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ótuggið, er ásökun hans á hendur Persónuverndar, um það, að hún hafi ekki aðeins sýnt af sér mannfyrirlitningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafnvel á mannkyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í erlendu tímariti um skimun Íslenzkrar erfðagreiningar á þúsundum Íslendinga Í þessum 2-3 dögum var helgi innifalin. Erindið barst Persónuvernd kl. 12:45 föstudaginn 20. marz og var afgreitt með jákvæðum hætti á mánudeginum 23. marz. Til að flýta fyrir afgreiðslu, vann Persónuvernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Kári gefur í skyn, að Íslensk erfðagreining hafi komizt að einhverjum niðurstöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu Kórónaveirunnar, en spurning er þá; hvaða merkilegu niðurstöður eru þetta? Ekki hafa þær komið fram hér. Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niðurstöður gætu hjálpað stjórnvöldum við að draga úr eða hamla útbreiðslu faraldurins hér. Auðvitað eru allar viðbótarupplýsingar í svona máli til nokkurs gagns, en það verður ekki séð, að skimum Íslenzkrar erfðagreiningar hafi breytt miklu hér, hvað þá í erlendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra genabyggingu og aðra lifnaðarhætti, og hvað þá um alla heimsbyggðina. Var upphlaup Kára kannske fyrst og fremt út af því, að hann náði ekki aðstefndri birtingu í virtu alþjóðlegu tímariti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná? Í öllu falli sér undirritaður ekki, að nokkur grundvöllur sé fyrir stóryrðum og ásökunum Kára gegn Persónuvernd, reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Íslensk erfðagreining hefur framkvæmt, hafi leitt í ljós einhverja nýjar og byltingarkenndar upplýsingar, umfram það, sem vísindamenn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að. Varla er Kári að leyna þríeykið eða Íslendinga einhverri mikilvægri nýrri vitneskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skaðræðisvaldinn Kóróna. Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hagsmuni landsmanna hans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Stundum getur manni ofboðið. Kári Stefánsson veður hér upp í fjölmiðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir ritstjórar og fréttamenn greinilega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merkilegt vel, fréttnæmt mjög og nánast einhver snilld. Það kann að eiga við í einhverjum tilvikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um. Það furðulega er, að margir ágætir fjölmiðla- og fréttamenn, virðast ekkert fyrir því hafa, að skoða það, sem frá Kára kemur, og kryfja það, þó að ekki væri nema lítillega, fyrir birtingu eða umfjöllun. Síðasta upphlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ótuggið, er ásökun hans á hendur Persónuverndar, um það, að hún hafi ekki aðeins sýnt af sér mannfyrirlitningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafnvel á mannkyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í erlendu tímariti um skimun Íslenzkrar erfðagreiningar á þúsundum Íslendinga Í þessum 2-3 dögum var helgi innifalin. Erindið barst Persónuvernd kl. 12:45 föstudaginn 20. marz og var afgreitt með jákvæðum hætti á mánudeginum 23. marz. Til að flýta fyrir afgreiðslu, vann Persónuvernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Kári gefur í skyn, að Íslensk erfðagreining hafi komizt að einhverjum niðurstöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu Kórónaveirunnar, en spurning er þá; hvaða merkilegu niðurstöður eru þetta? Ekki hafa þær komið fram hér. Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niðurstöður gætu hjálpað stjórnvöldum við að draga úr eða hamla útbreiðslu faraldurins hér. Auðvitað eru allar viðbótarupplýsingar í svona máli til nokkurs gagns, en það verður ekki séð, að skimum Íslenzkrar erfðagreiningar hafi breytt miklu hér, hvað þá í erlendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra genabyggingu og aðra lifnaðarhætti, og hvað þá um alla heimsbyggðina. Var upphlaup Kára kannske fyrst og fremt út af því, að hann náði ekki aðstefndri birtingu í virtu alþjóðlegu tímariti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná? Í öllu falli sér undirritaður ekki, að nokkur grundvöllur sé fyrir stóryrðum og ásökunum Kára gegn Persónuvernd, reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Íslensk erfðagreining hefur framkvæmt, hafi leitt í ljós einhverja nýjar og byltingarkenndar upplýsingar, umfram það, sem vísindamenn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að. Varla er Kári að leyna þríeykið eða Íslendinga einhverri mikilvægri nýrri vitneskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skaðræðisvaldinn Kóróna. Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hagsmuni landsmanna hans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar