Tónlist

Bein útsending: Tómamengi

Samúel Karl Ólason skrifar

Steingrímur Teague og Andri Ólafsson, úr Moses Hightower, halda tónleika í kvöld sem kallast Tómamengi og er sýnt frá þeim í beinni útsendingu. Steingrímur hefur spilað og sungið með alls konar liði í gegnum tíðina, en lengst af með hljómsveitinni Moses Hightower.

Í Tómamengi ætlar hann að flytja sígrænar lummur úr smiðju jöfra á borð við Blossom Dearie, Prúðuleikaranna, Joni Mitchell og Velvet Underground. Steingrímur ætlar að leika á húspíanó Mengis, en Mosesbróðir hans Andri Ólafsson verður til halds og trausts á kontrabassa í völdum lögum.

Tekið verður á móti frjálsum framlögum til listamannanna og hvetjum við fólk til þess að styrkja þá á þessum erfiðu tímum.

Hægt er að hringja í númerið 901-7111 og greiða þar með 1.000 krónur. Millifæra á Kass appinu í nr. 865-3644 (upphæð að eigin vali). Einnig er hægt að millifæra á PayPal með netfanginu payment@mengi.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×