Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 12:23 Sóttkví, heimavinna og samkomubann hafa haft mikil áhrif á notkun Strætó að undanförnu. Vísir/vilhelm Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. Notendum Strætó hefur fækkað mikið að undanförnu og var greint frá því á dögunum að farþegum hafi að meðaltali fækkað um helming frá vikunni áður. Tekjur Strætó hafa að sama skapi lækkað sambærilega samhliða fækkuninni, samkvæmt upplýsingum frá Strætó. Frá og með þriðjudeginum 31. mars munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum dögum. Einnig verður öllum næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur hætt frá og með aðfaranótt morgundags. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur, er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun. Leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri. Þess ber að geta að biðstöðvatöflum á stoppistöðvum hefur ekki verið breytt og er mælt með því að farþegar skoði tíma á heimasíðu Strætó og í appinu. Má nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér á heimasíðu Strætó. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05 Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. Notendum Strætó hefur fækkað mikið að undanförnu og var greint frá því á dögunum að farþegum hafi að meðaltali fækkað um helming frá vikunni áður. Tekjur Strætó hafa að sama skapi lækkað sambærilega samhliða fækkuninni, samkvæmt upplýsingum frá Strætó. Frá og með þriðjudeginum 31. mars munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum dögum. Einnig verður öllum næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur hætt frá og með aðfaranótt morgundags. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur, er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun. Leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri. Þess ber að geta að biðstöðvatöflum á stoppistöðvum hefur ekki verið breytt og er mælt með því að farþegar skoði tíma á heimasíðu Strætó og í appinu. Má nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér á heimasíðu Strætó.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05 Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27
Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05
Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20
Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50