Sönghópurinn Lóurnar ásamt fleiri komu fram fyrir heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Mörkin en aðstandendur þeirra hafa ekki mátt koma í heimsókn síðustu misseri.
Heimilisfólkið fékk að fylgjast með tónleikunum úti á svölum en þar er hvert tíu manna heimili með stórar svalir og eru alls ellefu slíkt heimili í Mörkinni.
Tónleikarnir hófust klukkan 15:00 og voru í beinni hér á Vísi.
Sönghópinn skipa m.a. Selma Björns, Hildur Vala, Jóhanna Vigdís, Erna Þórarins og fleiri. Einnig voru þeir Jón Ólafsson og Pétur Örn Guðmundsson mættir á svæðið og lék sá síðarnefndi á gítar. Selma Björnsdóttir stýrði sönghópnum í kuldanum í Mörkinni í dag en hér að neðan má sjá hvernig þetta fór allt saman fram.