Landsmenn ættu að búa sig undir lengra samkomubann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 14:20 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biður landsmenn að búa sig undir það að samkomubannið sem nú er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins muni vara lengur en gefið hefur verið út. Að óbreyttu gildir það til 12. apríl en það gæti varað lengur. Mun það skýrast á næstu dögum hvort svo verður. Þá sagði sóttvarnalæknir að búast mætti við því að faraldrinum ljúki sennilegast í maí. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Samkomubannið tók gildi á mánudaginn í síðustu viku og miðaðist þá við að samkomur með 100 manns eða fleirum væru óheimilar. Á mánudaginn í þessari viku var bannið síðan hert og er það nú almennt svo að samkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar. Þakkaði Þórólfur þjóðinni fyrir það hvernig hún hefði brugðist við samkomubanninu og sagði ómetanlegt að finna samhug og samstöðuna í samfélaginu. Í dag eru fjórar vikur síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Sagði Þórólfur að búast mætti við því að faraldrinum myndi sennilegast ljúka hér á landi einhvern tímann í maí. Fólk þyrfti því að hafa þolinmæði, umburðarlyndi og jákvæðni á næstu vikum. Þórólfur sagði faraldurinn enn í vexti en vöxturinn væri þó ekki hraður. Þá ætti enn eftir að ná hápunktinum. Jafnframt kom fram í máli Þórólfs að verið væri að stefna í bestu spána þegar kemur að fjölda greindra smita en þegar kemur að alvarlegum tilfellum og innlögnum á gjörgæslu væri verið að feta verstu spána. Sagði Þórólfur að næsta gerð af spálíkani Háskóla Íslands myndi taka mið af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biður landsmenn að búa sig undir það að samkomubannið sem nú er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins muni vara lengur en gefið hefur verið út. Að óbreyttu gildir það til 12. apríl en það gæti varað lengur. Mun það skýrast á næstu dögum hvort svo verður. Þá sagði sóttvarnalæknir að búast mætti við því að faraldrinum ljúki sennilegast í maí. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Samkomubannið tók gildi á mánudaginn í síðustu viku og miðaðist þá við að samkomur með 100 manns eða fleirum væru óheimilar. Á mánudaginn í þessari viku var bannið síðan hert og er það nú almennt svo að samkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar. Þakkaði Þórólfur þjóðinni fyrir það hvernig hún hefði brugðist við samkomubanninu og sagði ómetanlegt að finna samhug og samstöðuna í samfélaginu. Í dag eru fjórar vikur síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Sagði Þórólfur að búast mætti við því að faraldrinum myndi sennilegast ljúka hér á landi einhvern tímann í maí. Fólk þyrfti því að hafa þolinmæði, umburðarlyndi og jákvæðni á næstu vikum. Þórólfur sagði faraldurinn enn í vexti en vöxturinn væri þó ekki hraður. Þá ætti enn eftir að ná hápunktinum. Jafnframt kom fram í máli Þórólfs að verið væri að stefna í bestu spána þegar kemur að fjölda greindra smita en þegar kemur að alvarlegum tilfellum og innlögnum á gjörgæslu væri verið að feta verstu spána. Sagði Þórólfur að næsta gerð af spálíkani Háskóla Íslands myndi taka mið af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira