Innlent

Margrét María nýr lögreglustjóri Austurlands

Samúel Karl Ólason skrifar
María var metin hæfust umsækjenda og tekur hún við starfinu og var hún skipuð í starfið frá 1. apríl næstkomandi.
María var metin hæfust umsækjenda og tekur hún við starfinu og var hún skipuð í starfið frá 1. apríl næstkomandi. Vísir/Vilhelm

Margrét María Sigurðardóttir hefur verið skipuð í embætti lögreglustjórans á Austurlandi. María var metin hæfust umsækjenda og tekur hún við starfinu og var hún skipuð í starfið frá 1. apríl næstkomandi.

Margrét María gegndi embætti umboðsmanns barna í tíu ár og nú síðast starfaði hún sem forstjóri Þjónustu- og og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Hún er menntaður lögfræðingur og hefur starfað sem sjálfstæður lögmaður.

„Margrét María er lögfræðingur að mennt og hefur auk þess sótt sér ýmiss konar viðbótarmenntun. Hún á að baki langan starfsferil hjá hinu opinbera og hefur verið forstöðumaður opinberrar stofnunar í hátt í átján ár. Hún hefur því umfangsmikla stjórnunar- og rekstrarreynslu,“ segir á vef Stjórnarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×