Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2020 21:12 Donald Trump og repúblikanar fögnuðu áfanganum í Hvíta húsinu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið verulega niður á efnahagi Bandaríkjanna, eins og í öðrum ríkjum, en staðfest tilfelli eru hvergi fleiri en þar í landi. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir Bandaríkjamanna um atvinnuleysisbætur og er það mun meira en sést hefur áður. Sjá einnig: Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Sjá einnig: Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Skömmu áður en Trump skrifaði undir frumvarpið beitti hann neyðarlögum til að þvinga fyrirtækið General Motors til að framleiða öndunarvélar. Þær eru mikilvægar vegna Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Viðræður hafa átt sér stað á milli Hvíta hússins og GM en Trump sagði í kvöld að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að sóa tíma. Því beitti hann neyðarlögunum. Sérfræðingar segja Bandaríkin þurfa hundruð þúsunda öndunarvéla á næstunni. Trump sjálfur hafði þó þar til í dag, gefið í skyn að þörfin væri ekki jafn mikil og haldið væri fram. Sjá einnig: Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Miklar deilur urðu á Bandaríkjaþingi í dag eftir að Thomas Massie, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, þvingaði alla þingmenn til að ferðast frá heimilum sínum í til Washington DC til að greiða atkvæði um frumvarpið. Massie er mótfallinn björgunarpakkanum og segir að verið sé að eyða of miklu opinberu fé. Trump gagnrýndi þingmanninn harðlega á Twitter í dag og sagði að réttast væri að víkja honum úr Repúblikanaflokknum. ...& costly. Workers & small businesses need money now in order to survive. Virus wasn t their fault. It is HELL dealing with the Dems, had to give up some stupid things in order to get the big picture done. 90% GREAT! WIN BACK HOUSE, but throw Massie out of Republican Party!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið verulega niður á efnahagi Bandaríkjanna, eins og í öðrum ríkjum, en staðfest tilfelli eru hvergi fleiri en þar í landi. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir Bandaríkjamanna um atvinnuleysisbætur og er það mun meira en sést hefur áður. Sjá einnig: Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Sjá einnig: Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Skömmu áður en Trump skrifaði undir frumvarpið beitti hann neyðarlögum til að þvinga fyrirtækið General Motors til að framleiða öndunarvélar. Þær eru mikilvægar vegna Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Viðræður hafa átt sér stað á milli Hvíta hússins og GM en Trump sagði í kvöld að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að sóa tíma. Því beitti hann neyðarlögunum. Sérfræðingar segja Bandaríkin þurfa hundruð þúsunda öndunarvéla á næstunni. Trump sjálfur hafði þó þar til í dag, gefið í skyn að þörfin væri ekki jafn mikil og haldið væri fram. Sjá einnig: Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Miklar deilur urðu á Bandaríkjaþingi í dag eftir að Thomas Massie, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, þvingaði alla þingmenn til að ferðast frá heimilum sínum í til Washington DC til að greiða atkvæði um frumvarpið. Massie er mótfallinn björgunarpakkanum og segir að verið sé að eyða of miklu opinberu fé. Trump gagnrýndi þingmanninn harðlega á Twitter í dag og sagði að réttast væri að víkja honum úr Repúblikanaflokknum. ...& costly. Workers & small businesses need money now in order to survive. Virus wasn t their fault. It is HELL dealing with the Dems, had to give up some stupid things in order to get the big picture done. 90% GREAT! WIN BACK HOUSE, but throw Massie out of Republican Party!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira