Innlent

Úrvinnslusóttkví felld niður í Húnaþingi vestra

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Hvammstanga sem er í Húnaþingi vestra.
Frá Hvammstanga sem er í Húnaþingi vestra. Vísir/Getty

Úrvinnslusóttkví í Húnaþingi vestra sem sett var á þann 21. mars verður fellt niður á miðnætti í kvöld. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir að almennar reglur um samkomubann gildi í staðinn. Beint er til almennings að gæta almennra sóttvarna og virða reglur og viðmið sem hafa verið gefin út af sóttvarnalækni.

Gripið var til úrvinnslusóttkvíar vegna grunsemda um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Þetta er tímabundin ráðstöfun sem beitt var á meðan unnið var að smitrakningu. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og aðrar nauðsynjar.

Sjá einnig: Allir í­búar í Húna­þingi vestra í úr­vinnslu­sótt­kví

Í tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra er íbúum Húnaþings vestra færðar sérstakar þakkir fyrir að „hafa sýnt skilning, þolinmæði, samvinnu og að hafa brugðist vel við þeim aðstæðum sem úrvinnslusóttkví hefur haft í för með sér fyrir íbúa svæðisins og starfsemi innan sveitarfélagsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×