Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2020 07:37 Frá New York í Bandaríkjunum. Langstærstur hluti smita landsins hefur greinst í ríkinu. Vísir/Getty Hvergi hafa fleiri greinst með nýju kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 en í Bandaríkjunum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 104 þúsund manns greinst með veiruna þar í landi. Þar af hafa rúmlega 1700 látið lífið. Þá hafa rúmlega 86 þúsund greinst á Ítalíu og rúmlega 9 þúsund látið lífið. Kína kemur svo í þriðja sæti með rúmlega 81 þúsund smit og tæplega 3300 dauðsföll. Hér má nálgast nánari tölfræði um veiruna á heimsvísu. New York-ríki er það ríki Bandaríkjanna þar sem lang flest tilfelli hafa komið upp. Þar hafa hátt í 45 þúsund manns greinst og 527 látist. Næst á eftir kemur nágrannaríkið New Jersey þar sem rúmlega 8800 hafa greinst og 108 látist. Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, hefur sjálfur sagt að það ástand sem nú er uppi í ríkinu eigi einungis eftir að versna á næstu vikum og að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leiti. Bill de Blasio, borgarstjóri New York.Vísir/Getty Þannig hefur hann harðlega gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viðbrögð sín við faraldri kórónuveirunnar, en margir hafa sakað Trump um að taka faraldurinn ekki alvarlega, gera lítið úr honum og bregðast of seint við. Þá bárust fréttir af því, fyrr í þessari viku, að forsetinn vildi láta slaka á takmörkunum sem settar hafa verið á daglegt líf bandarísks almennings til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Er hann sagður hafa haft það í huga til þess að láta bandarískt efnahagslíf ekki taka of mikinn skell. Í gær undirritaði Trump hins vegar stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 billjónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heildartala pakkans nemur þannig tæplega 305 þúsund milljörðum íslenskra króna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Hvergi hafa fleiri greinst með nýju kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 en í Bandaríkjunum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 104 þúsund manns greinst með veiruna þar í landi. Þar af hafa rúmlega 1700 látið lífið. Þá hafa rúmlega 86 þúsund greinst á Ítalíu og rúmlega 9 þúsund látið lífið. Kína kemur svo í þriðja sæti með rúmlega 81 þúsund smit og tæplega 3300 dauðsföll. Hér má nálgast nánari tölfræði um veiruna á heimsvísu. New York-ríki er það ríki Bandaríkjanna þar sem lang flest tilfelli hafa komið upp. Þar hafa hátt í 45 þúsund manns greinst og 527 látist. Næst á eftir kemur nágrannaríkið New Jersey þar sem rúmlega 8800 hafa greinst og 108 látist. Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, hefur sjálfur sagt að það ástand sem nú er uppi í ríkinu eigi einungis eftir að versna á næstu vikum og að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leiti. Bill de Blasio, borgarstjóri New York.Vísir/Getty Þannig hefur hann harðlega gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viðbrögð sín við faraldri kórónuveirunnar, en margir hafa sakað Trump um að taka faraldurinn ekki alvarlega, gera lítið úr honum og bregðast of seint við. Þá bárust fréttir af því, fyrr í þessari viku, að forsetinn vildi láta slaka á takmörkunum sem settar hafa verið á daglegt líf bandarísks almennings til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Er hann sagður hafa haft það í huga til þess að láta bandarískt efnahagslíf ekki taka of mikinn skell. Í gær undirritaði Trump hins vegar stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 billjónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heildartala pakkans nemur þannig tæplega 305 þúsund milljörðum íslenskra króna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira