112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. mars 2020 18:45 Það var fámennt á götum New York í dag. AP/Craig Ruttle Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. Ástandið er einna verst í New York. „Við höfum misst margt fólk. Þetta hefur verið þungt högg nú þegar. Við höfum einnig séð svo mörg dæmi um hetjuskap, sérstaklega hjá heilbrigðisstarfsfólki okkar í framlínunni,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar. Flest smit á heimsvísu hafa nú greinst í Bandaríkjunum eða rúmlega hundrað og fjögur þúsund og af þeim eru fjörutíu og fimm þúsund í New York.De Blasio segir að það ástand sem nú ríki eigi enn eftir að versna og að alvarlegur skortur á heilbrigðis- og lækningatækjum sem og heilbrigðisstarfsfólki sé yfirvofandi.„Ég hef beðið um hjálp við að fá fleira heilbrigðisstarfsfólk eins fljótt og auðið er, frá hernum um allt land, frá borgaralega geiranum um allt land. Við höfum tekið það skýrt fram að við munum virkja alla í heilbrigðisþjónustunni í New York-borg en við þurfum utanaðkomandi hjálp,“ sagði De Blasio Í New York, líkt og annarsstaðar í heiminum hefur stórlega dregið úr því að fólk komi saman og götur og torg gott sem auðar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti í gær stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar þar í landi þar sem tvö þúsund milljörðum verði dælt inn í efnahagslífið. Þá verður hundrað og fimmtíu milljónum komið til bandarískra heimila. Trump ræddi viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við faraldrinum á blaðamannafundi í nótt. Trump hefur látið hafa eftir sér að hann vilji slaka á samkomubanni.„Við viljum fletja út kúrfuna. Við viljum að minnsta kosti sjá kúrfuna byrja að fara niður í hina áttina. Og við verðum að tala um þau svæði landsins sem eru ekki sýkt eða þar sem áhrifin eru mjög lítil. Við sjáum til,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira
Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. Ástandið er einna verst í New York. „Við höfum misst margt fólk. Þetta hefur verið þungt högg nú þegar. Við höfum einnig séð svo mörg dæmi um hetjuskap, sérstaklega hjá heilbrigðisstarfsfólki okkar í framlínunni,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar. Flest smit á heimsvísu hafa nú greinst í Bandaríkjunum eða rúmlega hundrað og fjögur þúsund og af þeim eru fjörutíu og fimm þúsund í New York.De Blasio segir að það ástand sem nú ríki eigi enn eftir að versna og að alvarlegur skortur á heilbrigðis- og lækningatækjum sem og heilbrigðisstarfsfólki sé yfirvofandi.„Ég hef beðið um hjálp við að fá fleira heilbrigðisstarfsfólk eins fljótt og auðið er, frá hernum um allt land, frá borgaralega geiranum um allt land. Við höfum tekið það skýrt fram að við munum virkja alla í heilbrigðisþjónustunni í New York-borg en við þurfum utanaðkomandi hjálp,“ sagði De Blasio Í New York, líkt og annarsstaðar í heiminum hefur stórlega dregið úr því að fólk komi saman og götur og torg gott sem auðar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti í gær stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar þar í landi þar sem tvö þúsund milljörðum verði dælt inn í efnahagslífið. Þá verður hundrað og fimmtíu milljónum komið til bandarískra heimila. Trump ræddi viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við faraldrinum á blaðamannafundi í nótt. Trump hefur látið hafa eftir sér að hann vilji slaka á samkomubanni.„Við viljum fletja út kúrfuna. Við viljum að minnsta kosti sjá kúrfuna byrja að fara niður í hina áttina. Og við verðum að tala um þau svæði landsins sem eru ekki sýkt eða þar sem áhrifin eru mjög lítil. Við sjáum til,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira