Innlent

Rúmlega sautján þúsund hafa skráð minnkað starfshlutfall

Sylvía Hall skrifar
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Sigurjón

Um sautján þúsund og fimmhundruð manns hafa skráð minnkað starfshlutfall hjá Vinnumálastofnun vegna áhrifa kórónuveirunnar. Um tvö þúsund skráðu sig síðasta sólarhringinn.

Alþingi samþykkti fyrr í mánuðinum frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um um rétt til greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta sam­hliða minnkuðu starfs­hlut­falli vegna tíma­bund­ins sam­drátt­ar í starf­semi vinnu­veit­enda, svokallaða hlutastarfaleið.

Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar segir í samtali við fréttastofu að fjöldinn sé í takti við það sem hún hafi átt von á. Hún gerir ráð fyrir að allt að tuttugu þúsund manns muni sækja um úrræðið.

Stefnt er að því að greiða fyrstu greiðslurnar 31. mars. Einhverjar greiðslur geta hins vegar dregist fram í byrjun apríl. Allar umsóknir gilda afturvirkt frá 15. mars síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Reiknivél fyrir hlutastarfsútreikninga

Útbúin hafa verið reiknilíkön til að meta áhrif nýrra laga um aukinn rétt til atvinnuleysisbóta við minnkað starfshlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×