Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Andri Eysteinsson skrifar 29. mars 2020 14:58 Frá Ischgl í Austurríki. Vísir/EPA Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. Þetta er umfjöllunarefni greinar þýska blaðsins Der Spiegel. Í umfjöllun Der Spiegel er saga kórónuveirunnar í Ischgl rakin og farið atburðarásina í bænum sem sagður er hafa sýkt hálfa Evrópu af kórónuveirunni. Ischgl - Ibiza Alpanna Smábærinn Ischgl er þekktur áfangastaður fyrir skíðaferðir og skemmtanalíf í Ölpunum. Bærinn er fámennur en íbúafjöldinn margfaldast á veturna þegar ferðamenn gera sér glaðan dag í brekkunum og á börunum seinna um kvöldið. Í umfjöllun Spiegel er fyrst vikið að atburðum 29. febrúar síðastliðnum þegar hópur írskra skíðagarpa mætir spenntur til Ischgl, tilbúnir til að láta til sín taka í brekkunum og skemmtanalífinu í „Ibiza Alpafjallanna.“ Sama dag er tilkynnt um fyrsta kórónuveirusmitið á Íslandi, skíðamaður sem hafði verið á ferð um Ítalíu, smit hafa greinst í Týról-héraði í Austurríki en partýið heldur áfram á Dorfstrasse í Ischgl. Samdægurs lendir flugvél Icelandair frá München á Keflavíkurflugvelli um borð eru ferðamenn sem höfðu verið í Ischgl. Einn þeirra finnur fyrir flensueinkennum og fer í sýnatöku. Skíðamaðurinn og þeir sem sátu næst honum í vélinni eru beðnir um að fara í sóttkví. Degi síðar höfðu þrjú tilfelli kórónuveirunnar greinst á Íslandi, allir hinna smituðu höfðu verið á skíðum í ítölsku Ölpunum. Á sama tíma gengur lífið sinn vanagang í Ischgl, fólk vaknar rennir sér á skíðum fyrri part dags og skemmtir sér svo langt fram á nótt á hinum ýmsum börum og skemmtistöðum. 5. mars er Ischgl skilgreint sem sérstakt áhættusvæði Fjórða mars hefur öllu skólahaldi á Ítalíu verið aflýst og fleiri Íslendingar, sem höfðu verið í Ischgl, greinast með kórónuveiruna. Degi síðar eru þeir orðnir 21 talsins og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, lýsir því yfir að skíðabærinn Ischgl í austurrísku Ölpunum sé nú skilgreint sérstakt áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. Ákvörðun íslenska sóttvarnarlæknisins hefur engin áhrif á lífið í Paznaun-dalnum í Týról þar sem Ischgl er að finna. Austurrísk yfirvöld draga það í efa að Íslendingarnir hafi smitast í Iscghl og telja líklegt að smit hafi orðið á ferðalaginu sjálfu til Íslands. Enn heldur starfsemi áfram í skíðabænum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sunnudaginn 8. mars hafa Norðmenn og Danir fetað í fótspor Íslendinga og skilgreina Ischgl sem áhættusvæði. Á sama tíma geta gestir Kitzloch barsins raðað ofan í sig drykkjum og mat og er staðurinn sagður pakkaður og gestirnir líkt og síld í tunnu. Það er svo degi síðar, þegar Norðmenn hafa sent viðvaranir til Austurríkis og Svíar og Finnar hafa skilgreint Ischgl sem áhættusvæði sem yfirvöld í Týról virðast fyrst horfast í augu við vandann. Öll Norðurlöndin vöruðu við ferðum til Ischgl Fimm dögum eftir að fyrstu vísbendingarnar og ábendingarnar höfðu borist héðan frá Íslandi. Þá hafði þegar greinst kórónuveirusmit í einum barþjónanna á Kitzloch og þúsundir nýrra skíðamanna höfðu komið til bæjarins og þúsundir farið aftur til síns heima, víðs vegar um Evrópu. Danir höfðu þá komist að því að rekja mætti helming smita þar í landi til Ischgl, sömu sögu er að segja um Norðmenn. Fréttir berast af því að 15 manns hafi smitast af barþjóninum á Kitzloch en skemmtistaðirnir halda ótrauðir áfram og auglýsa skemmtanir kvöldsins. 10. mars, eftir að Danir hafa sett Ischgl á rauða listann vegna kórónuveirunnar með Bergamo, Íran, Gyeongsanbuk-do héraði og Hubei-héraði, lýsir ríkisstjórinn Týról yfir að fjöldi smita megi rekja til Ischgl og að öllum skemmtistöðum og börum verði lokað. Skíðasvæðið er þó enn opið og sömu sögu er að segja um veitingastaði svæðisins. Meira en viku síðar loka skíðasvæðin Það er svo tólfta mars sem að ferðamálayfirvöld fyrirskipa lokanir skíðasvæðisins og degi síðar yfirgefa gestir Paznaundal og dreifa sér um Evrópu. Eigendur hótela í Ischgl lýsa yfir vonbrigðum og segja veiruna ekki verri en venjulega flensu og skilja fátt í ákvörðun stjórnvalda. Greint hefur verið frá því að flauta í eigu barþjónsins á Kitzloch hafi gengið manna á milli á barnum og megi rekja fjölda smita til þess. Þegar það kom í ljós höfðu til að mynda 139 danskir ríkisborgarar smitast í Austurríki. Nú hefur bærinn verið settur í sóttkví.Getty/ Jan Heitflesch Spiegel minnir í umfjöllun sinni á hve langur tími leið frá fyrstu viðvörun íslenska sóttvarnarlæknisins, Þórólfs Guðnasonar, til lokunar skíðasvæðisins í Ischgl og greinir frá því að enginn sem yfirgaf svæðið eftir lokun hafi verið prófaður með tilliti til kórónuveirunnar. Iscghl hefur því vakið mikla athygli á heimsvísu fyrir hæg viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum og hafa í það minnsta tvær málsóknir verið settar af stað gegn yfirvöldum í Týról og skíðasvæðinu. Talið er mögulegt að smiti barþjónsins hafi verið haldið leyndu og hafi það stuðlað að dreifingu veirunnar víða um Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. Þetta er umfjöllunarefni greinar þýska blaðsins Der Spiegel. Í umfjöllun Der Spiegel er saga kórónuveirunnar í Ischgl rakin og farið atburðarásina í bænum sem sagður er hafa sýkt hálfa Evrópu af kórónuveirunni. Ischgl - Ibiza Alpanna Smábærinn Ischgl er þekktur áfangastaður fyrir skíðaferðir og skemmtanalíf í Ölpunum. Bærinn er fámennur en íbúafjöldinn margfaldast á veturna þegar ferðamenn gera sér glaðan dag í brekkunum og á börunum seinna um kvöldið. Í umfjöllun Spiegel er fyrst vikið að atburðum 29. febrúar síðastliðnum þegar hópur írskra skíðagarpa mætir spenntur til Ischgl, tilbúnir til að láta til sín taka í brekkunum og skemmtanalífinu í „Ibiza Alpafjallanna.“ Sama dag er tilkynnt um fyrsta kórónuveirusmitið á Íslandi, skíðamaður sem hafði verið á ferð um Ítalíu, smit hafa greinst í Týról-héraði í Austurríki en partýið heldur áfram á Dorfstrasse í Ischgl. Samdægurs lendir flugvél Icelandair frá München á Keflavíkurflugvelli um borð eru ferðamenn sem höfðu verið í Ischgl. Einn þeirra finnur fyrir flensueinkennum og fer í sýnatöku. Skíðamaðurinn og þeir sem sátu næst honum í vélinni eru beðnir um að fara í sóttkví. Degi síðar höfðu þrjú tilfelli kórónuveirunnar greinst á Íslandi, allir hinna smituðu höfðu verið á skíðum í ítölsku Ölpunum. Á sama tíma gengur lífið sinn vanagang í Ischgl, fólk vaknar rennir sér á skíðum fyrri part dags og skemmtir sér svo langt fram á nótt á hinum ýmsum börum og skemmtistöðum. 5. mars er Ischgl skilgreint sem sérstakt áhættusvæði Fjórða mars hefur öllu skólahaldi á Ítalíu verið aflýst og fleiri Íslendingar, sem höfðu verið í Ischgl, greinast með kórónuveiruna. Degi síðar eru þeir orðnir 21 talsins og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, lýsir því yfir að skíðabærinn Ischgl í austurrísku Ölpunum sé nú skilgreint sérstakt áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. Ákvörðun íslenska sóttvarnarlæknisins hefur engin áhrif á lífið í Paznaun-dalnum í Týról þar sem Ischgl er að finna. Austurrísk yfirvöld draga það í efa að Íslendingarnir hafi smitast í Iscghl og telja líklegt að smit hafi orðið á ferðalaginu sjálfu til Íslands. Enn heldur starfsemi áfram í skíðabænum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sunnudaginn 8. mars hafa Norðmenn og Danir fetað í fótspor Íslendinga og skilgreina Ischgl sem áhættusvæði. Á sama tíma geta gestir Kitzloch barsins raðað ofan í sig drykkjum og mat og er staðurinn sagður pakkaður og gestirnir líkt og síld í tunnu. Það er svo degi síðar, þegar Norðmenn hafa sent viðvaranir til Austurríkis og Svíar og Finnar hafa skilgreint Ischgl sem áhættusvæði sem yfirvöld í Týról virðast fyrst horfast í augu við vandann. Öll Norðurlöndin vöruðu við ferðum til Ischgl Fimm dögum eftir að fyrstu vísbendingarnar og ábendingarnar höfðu borist héðan frá Íslandi. Þá hafði þegar greinst kórónuveirusmit í einum barþjónanna á Kitzloch og þúsundir nýrra skíðamanna höfðu komið til bæjarins og þúsundir farið aftur til síns heima, víðs vegar um Evrópu. Danir höfðu þá komist að því að rekja mætti helming smita þar í landi til Ischgl, sömu sögu er að segja um Norðmenn. Fréttir berast af því að 15 manns hafi smitast af barþjóninum á Kitzloch en skemmtistaðirnir halda ótrauðir áfram og auglýsa skemmtanir kvöldsins. 10. mars, eftir að Danir hafa sett Ischgl á rauða listann vegna kórónuveirunnar með Bergamo, Íran, Gyeongsanbuk-do héraði og Hubei-héraði, lýsir ríkisstjórinn Týról yfir að fjöldi smita megi rekja til Ischgl og að öllum skemmtistöðum og börum verði lokað. Skíðasvæðið er þó enn opið og sömu sögu er að segja um veitingastaði svæðisins. Meira en viku síðar loka skíðasvæðin Það er svo tólfta mars sem að ferðamálayfirvöld fyrirskipa lokanir skíðasvæðisins og degi síðar yfirgefa gestir Paznaundal og dreifa sér um Evrópu. Eigendur hótela í Ischgl lýsa yfir vonbrigðum og segja veiruna ekki verri en venjulega flensu og skilja fátt í ákvörðun stjórnvalda. Greint hefur verið frá því að flauta í eigu barþjónsins á Kitzloch hafi gengið manna á milli á barnum og megi rekja fjölda smita til þess. Þegar það kom í ljós höfðu til að mynda 139 danskir ríkisborgarar smitast í Austurríki. Nú hefur bærinn verið settur í sóttkví.Getty/ Jan Heitflesch Spiegel minnir í umfjöllun sinni á hve langur tími leið frá fyrstu viðvörun íslenska sóttvarnarlæknisins, Þórólfs Guðnasonar, til lokunar skíðasvæðisins í Ischgl og greinir frá því að enginn sem yfirgaf svæðið eftir lokun hafi verið prófaður með tilliti til kórónuveirunnar. Iscghl hefur því vakið mikla athygli á heimsvísu fyrir hæg viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum og hafa í það minnsta tvær málsóknir verið settar af stað gegn yfirvöldum í Týról og skíðasvæðinu. Talið er mögulegt að smiti barþjónsins hafi verið haldið leyndu og hafi það stuðlað að dreifingu veirunnar víða um Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira