Erlent

Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum

Andri Eysteinsson skrifar
Forsetinn og stuðningsmenn hans eru ósáttir við samkomubann sem gildir í Brasilíu.
Forsetinn og stuðningsmenn hans eru ósáttir við samkomubann sem gildir í Brasilíu. Getty/Andressa Anholete

Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Reuters greinir frá.

Brasilía er það ríki Suður-Ameríku sem verst hefur farið út úr faraldrinum en yfir 38 þúsund tilfelli hafa greinst og eru dauðsföll orðin fleiri en 2.400.

Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað samkomubann í landinu og er forsetinn ósáttur við aðgerðirnar. Á fundinum sem haldin var í höfuðborginni Brasilíu sagði forsetinn fylgismenn sína vera sanna föðurlandsvini og þakkaði þeim fyrir að hjálpa til við að verja einstaklingsfrelsið sem ógnað væri af aðgerðunum.

Forsetinn og mótmælendurnir sem voru nokkur hundruð talsins kölluðu slagorð á fundinum gegn stjórnarandstöðu brasilíska þingsins og Hæstarétti landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×