Haukar munu fara varlega á leikmannamarkaðnum í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 19:00 Aron Kristjánsson tekur við Haukunum í sumar. vísir/s2s Aron Kristjánsson, sem tekur við Haukum í Olís-deild karla í sumar, segir að félagið muni ekki fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið muni þess í stað horfa inn á við. Aron tekur við Haukum á nýjan leik í sumar en Gunnar Magnússon lætur af störfum eftir fimm ára starf og færir sig í Mosfellsbæinn þar sem hann tekur við Aftureldingu. Aron ræddi komandi tíma við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í dag. „Það er hjá Haukum eins og öllum íþróttafélögum á landinu að það er gríðarleg óvissuástand hvenær maður getur byrjað að æfa og svo framvegis. Sem betur fer ætti þetta ástand að ganga yfir núna í vor fyrir sumarið og þá er að byrja aftur,“ sagði Aron og hélt áfram: „Það hefur sem betur fer verið ábyrgur rekstur á handknattleiksdeildinni þannig að við eigum að halda velli og eigum að geta komið með lið á næstu leiktíð sem er samkeppnishæft. Við erum með flest alla leikmenn á samningi áfram.“ „Við verðum með svipað lið á næsta ári og þó að einhverjir hætta vegna aldurs og fyrri starfa þá eigum við að geta teflt fram liði sem er mjög samkeppnishæft.“ Aron segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun fyrir tveimur árum að félagið myndi byggja enn frekar á Haukamönnum og tók þar dæmi. „Við höfum viljað byggja þetta upp á Haukamönnum. Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að virkilega horfa inn á við og byggja upp þjálfara og leikmenn. Í 22 manna hóp meistaraflokksins þá eru 19 uppaldir Haukamenn og í byrjun vetrar gerðist það að allir leikmenn byrjunarliðsins voru Haukamenn.“ Klippa: Sportpakkinn: Aron um Hauka „Það ýtti við Haukahjartanu hjá mér og mörgum öðrum en það segir ekkert um það að þeir sem við fáum frá öðrum félögum þeir eru jafn mikilvægir og mikilvægir félagsmenn. Það er samt sem áður að horfa inn á við og byggja upp eigin leikmenn. Þannig ertu að gera vel fyrir yngra flokka starfið og foreldrar sem skila börnum inn í 7. eða 8. flokk vita að við erum að byggja upp afreksíþróttamenn ef þau vilja þá leið. Við erum líka að reyna að byggja upp góða félagsmenn.“ Aron er þar af leiðandi að meina að félagið muni fara varlega í sumar hvað varðar leikmannamarkaðinn? „Já við munum fara varlega. Við viljum sjá hvernig við komum út úr þessu ástandi og hvernig byrjun næsta tímabils verður. Við erum ekki að horfa á það að bæta mörgum leikmönnum við liðið,“ sagði Aron. Olís-deild karla Sportpakkinn Haukar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Aron Kristjánsson, sem tekur við Haukum í Olís-deild karla í sumar, segir að félagið muni ekki fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið muni þess í stað horfa inn á við. Aron tekur við Haukum á nýjan leik í sumar en Gunnar Magnússon lætur af störfum eftir fimm ára starf og færir sig í Mosfellsbæinn þar sem hann tekur við Aftureldingu. Aron ræddi komandi tíma við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í dag. „Það er hjá Haukum eins og öllum íþróttafélögum á landinu að það er gríðarleg óvissuástand hvenær maður getur byrjað að æfa og svo framvegis. Sem betur fer ætti þetta ástand að ganga yfir núna í vor fyrir sumarið og þá er að byrja aftur,“ sagði Aron og hélt áfram: „Það hefur sem betur fer verið ábyrgur rekstur á handknattleiksdeildinni þannig að við eigum að halda velli og eigum að geta komið með lið á næstu leiktíð sem er samkeppnishæft. Við erum með flest alla leikmenn á samningi áfram.“ „Við verðum með svipað lið á næsta ári og þó að einhverjir hætta vegna aldurs og fyrri starfa þá eigum við að geta teflt fram liði sem er mjög samkeppnishæft.“ Aron segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun fyrir tveimur árum að félagið myndi byggja enn frekar á Haukamönnum og tók þar dæmi. „Við höfum viljað byggja þetta upp á Haukamönnum. Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að virkilega horfa inn á við og byggja upp þjálfara og leikmenn. Í 22 manna hóp meistaraflokksins þá eru 19 uppaldir Haukamenn og í byrjun vetrar gerðist það að allir leikmenn byrjunarliðsins voru Haukamenn.“ Klippa: Sportpakkinn: Aron um Hauka „Það ýtti við Haukahjartanu hjá mér og mörgum öðrum en það segir ekkert um það að þeir sem við fáum frá öðrum félögum þeir eru jafn mikilvægir og mikilvægir félagsmenn. Það er samt sem áður að horfa inn á við og byggja upp eigin leikmenn. Þannig ertu að gera vel fyrir yngra flokka starfið og foreldrar sem skila börnum inn í 7. eða 8. flokk vita að við erum að byggja upp afreksíþróttamenn ef þau vilja þá leið. Við erum líka að reyna að byggja upp góða félagsmenn.“ Aron er þar af leiðandi að meina að félagið muni fara varlega í sumar hvað varðar leikmannamarkaðinn? „Já við munum fara varlega. Við viljum sjá hvernig við komum út úr þessu ástandi og hvernig byrjun næsta tímabils verður. Við erum ekki að horfa á það að bæta mörgum leikmönnum við liðið,“ sagði Aron.
Olís-deild karla Sportpakkinn Haukar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira