Þrír til viðbótar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í Vestmannaeyjum. Alls eru staðfest smit í Vestmannaeyjum því 57 talsins.
Allir sem reyndust vera með veiruna voru nú þegar í sóttkví og eru nú í einangrun. Alls hafa 594 verið í sóttkví í Vestmannaeyjum og 173 lokið því.
Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum er brýnt fyrir fólki að fylgja leiðbeiningum yfirvalda. Mikilvægt sé að halda tveggja metra fjarlægð og hjálpa til við að hefta útbreiðslu veirunnar.
„Saman gengur okkur betur.“