Fótbolti

City heldur að Arsenal sé á bak­ við sam­komu­lag úr­vals­deildar­fé­laganna um að Evrópu­bann þeirra standi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lucas Torreira og Kevin de Bruyne í leik Arsenal og City fyrr á leiktíðinni.
Lucas Torreira og Kevin de Bruyne í leik Arsenal og City fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Manchester City hefur grun um það að Arsenal standi á bakvið yfirlýsingu sem barst frá átta af tíu efstu félögum í ensku úrvalsdeildinni á dögunum þar sem skorað var á UEFA að halda sig við Evrópubann City.

Átta af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa sent beiðni til Alþjóðaíþróttadómstólsins um að Manchester City fái ekki að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ef að það dregst eitthvað að taka málið fyrir hjá dómstólnum.

Mirror greinir frá því að nú séu City menn komnir á snoðir um hvaða félag standi á bakvið þessa yfirlýsingu. Það ku vera Arsenal en enginn úr herbúðum Arsenal hefur viljað tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað.

Mikel Arteta er stjóri Arsenal en hann kom einmitt til félagsins frá Manchester City þar sem hann hafði aðstoðað Pep Guardiola með góðum árangri síðustu ár.

Sheffield United og eðlilega, Manchester City, voru þau tvö lið af þeim tíu efstu sem skrifuðu ekki undir plaggið en mörg lið eru í baráttunni um að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

City kærði úrskurðinn en enn hefur ekki verið úr því skorið hvort að tveggja ára bannið standi eður ei. Ólíklegt er að úr því verði skorið í sumar vegna kórónuveirunnar og því halda menn því fram að City fái að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Félögin á Englandi eru ekki sátt við það og senda því frá sér þessa yfirlýsingu á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×