Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 09:57 Eftirspurn eftir flugferðum hefur hrunið vegna heimsfaraldursins. Því hefur Easyjet ákveðið á kyrrsetja á fjórða hundrað flugvéla í bili. Vísir/EPA Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. Bresk stjórnvöld vilja að starfsmenn flugfélaga vinni sjálfboðaliðastörf á sjúkrahúsum. Floti Easyjet telur 344 flugvélar og munu þær standa óhreyfðar á næstunni. Breska flugfélagið vísar í fordæmalausar ferðatakmarkanir sem ríki heims hafa komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Á þessu stigi er engin vissa um hvenær farþegaflutningaflugi verður haldið áfram. Við höldum áfram að meta ástandi stöðugt byggt á reglum og eftirspurn og látum markaðinn vita þegar við höfum skoðun,“ segir í tilkynningu Easyjet. Samkvæmt samkomulagi sem flugfélagið gerði við stéttarfélag starfsmanna verða áhafnir settar í leyfi í tvo mánuði og fá þær 80% launa sinna greidd frá breska ríkinu á meðan. Félagið segist þó standa vel og að viðræður við lánveitendur standi yfir. Bresk stjórnvöld hafa boðið þúsundum starfsmanna flugfélaga sem sitja nú auðum höndum vegna faraldursins að vinna sem sjálfboðaliðar á sérstökum sjúkrahúsum sem verða sett upp fyrir COVID-19-sjúklinga. Easyjet segist hafa komið þeim skilaboðum til um 9.000 starfsmanna sinna og Virgin Atlantic til um 4.000 starfsmanna. Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) segir að fólkið yrði sett í ýmis störf eins og að skipta um á sjúkrarúmum, huga að sjúklingum og aðstoða lækna og hjúkrunarfræðinga í að bjarga mannslífum, að því er segir í frétt Washington Post. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. Bresk stjórnvöld vilja að starfsmenn flugfélaga vinni sjálfboðaliðastörf á sjúkrahúsum. Floti Easyjet telur 344 flugvélar og munu þær standa óhreyfðar á næstunni. Breska flugfélagið vísar í fordæmalausar ferðatakmarkanir sem ríki heims hafa komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Á þessu stigi er engin vissa um hvenær farþegaflutningaflugi verður haldið áfram. Við höldum áfram að meta ástandi stöðugt byggt á reglum og eftirspurn og látum markaðinn vita þegar við höfum skoðun,“ segir í tilkynningu Easyjet. Samkvæmt samkomulagi sem flugfélagið gerði við stéttarfélag starfsmanna verða áhafnir settar í leyfi í tvo mánuði og fá þær 80% launa sinna greidd frá breska ríkinu á meðan. Félagið segist þó standa vel og að viðræður við lánveitendur standi yfir. Bresk stjórnvöld hafa boðið þúsundum starfsmanna flugfélaga sem sitja nú auðum höndum vegna faraldursins að vinna sem sjálfboðaliðar á sérstökum sjúkrahúsum sem verða sett upp fyrir COVID-19-sjúklinga. Easyjet segist hafa komið þeim skilaboðum til um 9.000 starfsmanna sinna og Virgin Atlantic til um 4.000 starfsmanna. Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) segir að fólkið yrði sett í ýmis störf eins og að skipta um á sjúkrarúmum, huga að sjúklingum og aðstoða lækna og hjúkrunarfræðinga í að bjarga mannslífum, að því er segir í frétt Washington Post.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira