Bestu öskubuskutímabil í sögu efstu deildar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2020 10:00 Nokkrar af óvæntu stjörnum efstu deildar í gegnum tíðina. Vísir fer yfir bestu öskubuskutímabil í sögu efstu deildar. Þar er átt við leikmenn sem komu öllum á óvart og áttu glimrandi gott tímabil. Í mörgum tilfellum eru þetta leikmenn sem höfðu alið manninn í neðri deildunum og slógu svo óvænt í gegn á stóra sviðinu. Hér fyrir neðan má lesa um tíu bestu öskubuskutímabil í sögu efstu deildar. Andri Rúnar með gullskóinn sem hann fékk fyrir að skora 19 mörk í 22 leikjum í Pepsi-deild karla 2017.mynd/adidas Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík), 2017 Frammistaða Andra Rúnars með Grindavík 2017 verður lengi í minnum höfð. Fyrir tímabilið hafði hann skorað nær öll sín mörk í neðri deildunum og aldrei náð að fullnýta þá hæfileika sem í honum búa. En 2017 small allt hjá Andra Rúnari. Hann tók sjálfan sig í gegn og árangurinn lét ekki á sér standa. Í 2. umferð skoraði hann sigurmark Grindavíkur í uppbótartíma gegn sínum gömlu félögum í Víkingi R. og hætti ekki að skora eftir það. Þegar yfir lauk voru mörkin orðin 19 og hann jafnaði þar með markametið í efstu deild. Auk þess að vera markakóngur var Andri Rúnar valinn leikmaður ársins, samdi við sænska liðið Helsingborg og skoraði svo í sínum fyrsta landsleik í ársbyrjun 2018. Klippa: Glæsimark Andra Rúnars Steindór í leik með Breiðabliki gegn Fram á sandgrasvellinum í Smáranum sem stóð þar sem Fífan er í dag.mynd/breiðablik Steindór Elísson (Breiðablik), 1991 Eftir fjögur ár utan efstu deildar komu nýliðar Breiðabliks mjög á óvart tímabilið 1991. Í 1. umferð gerði Breiðablik 3-3 jafntefli við Íslandsmeistara Fram og liðið vann svo næstu fjóra leiki sína. Eftir fyrri umferðina voru Blikar í 3. sæti og enduðu að lokum í því fimmta sem var besti árangur þeirra síðan 1983. Ein ástæða fyrir góðu gengi Breiðablik þetta sumar var frammistaða Steindórs Elíssonar. Eftir nokkur ár í neðri deildunum með ÍK gekk Steindór í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið 1991 sem var hans langbesta á ferlinum. Hann skoraði níu mörk og var í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Steindór skoraði aðeins tvö mörk í efstu deild það sem eftir var ferilsins en 1991 var hann kóngurinn í Kópavogi. Gunnleifur hefur í síðari tíð verið þekktur fyrir að spila í stuttermatreyju, sama hvernig viðrar. Sumarið 1998 var hann hins vegar vel dúðaður í síðermatreyju og síðbuxum.úrklippa úr morgunblaðinu Gunnleifur Gunnleifsson (KR), 1998 Árið 1998 var Gunnleifur kannski þekktari sem handboltamaður en fótboltamaður. Hann hafði allavega aldrei spilað í efstu deild í fótbolta og sumarið 1997 hafði hann leikið með HK í 3. deildinni. En fyrir tímabilið 1998 fékk Atli Eðvaldsson Gunnleif í KR og það reyndist ævintýri líkast. Eftir 3-1 tap fyrir ÍBV í 9. umferð setti Atli Gunnleif í markið hjá KR í stað Kristjáns Finnbogasonar. Gulli átti magnaða innkomu, hélt hreinu í fyrstu sjö leikjum sínum og alls í 641 mínútu. KR vann alla þessa sjö leiki og kom bakdyramegin inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar gátu tryggt sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár með sigri á Eyjamönnum í lokaumferðinni. Það tókst ekki en biðinni löngu eftir titlinum lauk loks ári seinna. Magnús Páll skoraði átta af tólf mörkum sínum í efstu deild tímabilið 2007.mynd/breiðablik Magnús Páll Gunnarsson (Breiðablik), 2007 Fyrir tímabilið 2007 hafði Magnús Páll aðeins skorað tvö deildarmörk á ferlinum og hafði verið inn og út úr byrjunarliði Breiðabliks tímabilið á undan. Sumarið 2007 var hins vegar hans besta á ferlinum. Magnús Páll kom inn í byrjunarlið Breiðabliks fyrir leik gegn KR í 2. umferð og þakkaði fyrir sig með marki. Hann var lykilmaður hjá Blikum það sem eftir lifði tímabils og skoraði alls átta mörk. Nokkrar deilur voru um hvort Magnús Páll hefði átt að fá mark gegn FH í 16. umferð skráð á sig en það var gert á endanum og hann fékk bronsskóinn. Blikar enduðu í 5. sæti Landsbankadeildarinnar 2007 og komust í undanúrslit í bikar. Hjörtur fagnar einu 15 deildarmarka sinna sumarið 2001.úrklippa úr dv Hjörtur Hjartarson (ÍA), 2001 Meðal þeirra sem komust ekki að hjá ÍA á blómaskeiði félagsins á 10. áratug síðustu aldar var Hjörtur Hjartarson. Eftir að hafa leikið með Skallagrími og Völsungi gekk hann aftur í raðir ÍA fyrir tímabilið 2000. Hjörtur skoraði aðeins eitt mark það sumar en tímabilið á eftir var draumi líkast. ÍA kom þá öllum á óvart og varð Íslandsmeistari í 18. sinn í sögu félagsins. Hjörtur átti risastóran þátt í árangri Skagamanna en hann skoraði 15 af 29 mörkum þeirra í Símadeildinni og fékk gullskóinn. Hjörtur skoraði fimm mörkum meira en næsti maður, Ásmundur Arnarsson í Fram. Guðmundur Ingi var 27 ára þegar hann lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild á Íslandi.úrklippa úr morgunblaðinu Guðmundur Ingi Magnússon (Víkingur), 1991 Flestir fótboltaáhugamenn þekktu hvorki haus né sporð á Guðmundi Inga Magnússyni þegar tímabilið 1991 hófst, enda hafði hann alla tíð spilað í Svíþjóð og með ÍR í neðri deildunum. En eftir tímabilið var hann öllu þekktari. Guðmundur Ingi lék alla 18 deildarleiki Víkings sem varð óvænt Íslandsmeistari í fimmta sinn. Eftir fyrri umferðina var ekki margt sem benti til þess að Víkingar stæðu uppi sem meistarar. Þeir voru þá í 4. sæti með 15 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Fram. Í seinni umferðinni fór Víkingur á mikið flug, tapaði aðeins einum leik og tryggði sér titilinn með eftirminnilegum 1-3 sigri á Víði í Garðinum. Guðmundur Ingi vakti athygli fyrir góða frammistöðu og lék sinn fyrsta og eina landsleik haustið 1991. Hann spilaði aðeins eitt tímabil til viðbótar á Íslandi og hélt svo aftur til Svíþjóðar. Björgólfur fagnar í leik gegn FH 2003, þegar hann skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild.úrklippa úr dv Björgólfur Takefusa (Þróttur), 2003 Aðeins Þróttur gæti fallið þrátt fyrir að vera á toppnum eftir fyrri umferðina og eiga tvo af þremur markahæstu leikmönnum deildarinnar. Og það gerðist 2003. Annar af þessum markahrókum var Björgólfur Takefusa, þá á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Hann hafði leikið með Þrótti í 1. deild og átti ekki leik fyrir yngri landsliðin. En sumarið 2003 sprakk Björgólfur út á stóra sviðinu. Eins og allir Þróttarar var Björgólfur heitur í fyrri umferðinni þar sem hann skoraði níu mörk. Hann kólnaði í seinni umferðinni, eins og allt Þróttaraliðið, og bætti aðeins einu marki við. Björgólfur endaði með tíu mörk og hlaut gullskóinn. Þróttur féll en Björgólfur var kominn á kortið og hélt áfram að spila í efstu deild allt til 2014. Herra Fjölnir í öllu sínu veldi.úrklippa úr fréttablaðinu Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir), 2008 Gunnar Már og félagar í Fjölni komu eins og stormsveipir inn í efstu deild 2008. Fjölnismenn unnu fyrstu þrjá leiki sína og Gunnar Már skoraði þrjú mörk í þeim, þ.á.m. sigurmark gegn KR í uppbótartíma í 2. umferð. Þetta var fyrsta tímabil herra Fjölnis í efstu deild en hann hafði leikið með sínu liði í öllum neðri deildunum. Miðjumaðurinn öflugi tók efstu deild með trompi og skoraði tíu mörk fyrir Fjölni sem endaði í 6. sæti á sínu fyrsta tímabili í efstu deild og komst í bikarúrslit annað árið í röð. Eftir tímabilið fór Gunnar Már á reynslu til erlendra liða og lék sinn fyrsta og eina landsleik í mars 2009. Hann lék í efstu deild til ársins 2017, alls 183 leiki og skoraði 36 mörk. Beitir hefur aðeins misst af einum deildarleik síðan hann kom til KR 2017.vísir/bára Beitir Ólafsson (KR), 2017 Í byrjun júní 2017 lenti KR í mikilli markvarðakrísu og fékk undanþágu frá KSÍ til að semja við markvörð. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, tók þá upp símann og hringdi í Beiti Ólafsson sem var þá búinn að leggja hanskana á hilluna eftir að hafa leikið við góðan orðstír með HK og Keflavík í 1. og 2. deild. Beiti, sem þá var 31 árs og hafði aldrei spilað í efstu deild, var hent beint út í djúpu laugina og fljótlega kom í ljós að hann var ágætlega syndur. Beitir stóð sig með prýði í marki Vesturbæjarstórveldisins og hefur verið aðalmarkvörður þess síðan hann kom svo óvænt inn fyrir tveimur árum. Hann lék alla 22 deildarleikina þegar KR varð Íslandsmeistari með yfirburðum í fyrra. Hinn harðduglegi og óþreytandi Halldór Hermann Jónsson.úrklippa úr morgunblaðinu Halldór Hermann Jónsson (Fram), 2008 Þegar Þorvaldur Örlygsson var ráðinn þjálfari Fram haustið 2007 tók hann Halldór Hermann með sér frá Fjarðabyggð. Halldór Hermann var ekki þekktasta nafnið í bransanum enda hafði hann bara spilað með Fjarðabyggð í neðri deildunum. En hann reyndist mikill happafengur fyrir Fram. Hann lék alla hverja einustu mínútu í öllum 22 leikjum Fram í Landsbankadeildinni 2008 og hjálpaði liðinu að ná 3. sætinu og um leið Evrópusæti í fyrsta sinn síðan 1992. Halldór Hermann er ekki hæfileikaríkasti leikmaður í heimi en gat hlaupið endalaust og smellpassaði inn í heiðarlegt Fram-lið Þorvaldar. Halldór Hermann lék yfir 100 leiki í efstu deild með Fram og varð bikarmeistari með liðinu 2013. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... UMF Grindavík Breiðablik KR ÍA Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Fjölnir Fram Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Vísir fer yfir bestu öskubuskutímabil í sögu efstu deildar. Þar er átt við leikmenn sem komu öllum á óvart og áttu glimrandi gott tímabil. Í mörgum tilfellum eru þetta leikmenn sem höfðu alið manninn í neðri deildunum og slógu svo óvænt í gegn á stóra sviðinu. Hér fyrir neðan má lesa um tíu bestu öskubuskutímabil í sögu efstu deildar. Andri Rúnar með gullskóinn sem hann fékk fyrir að skora 19 mörk í 22 leikjum í Pepsi-deild karla 2017.mynd/adidas Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík), 2017 Frammistaða Andra Rúnars með Grindavík 2017 verður lengi í minnum höfð. Fyrir tímabilið hafði hann skorað nær öll sín mörk í neðri deildunum og aldrei náð að fullnýta þá hæfileika sem í honum búa. En 2017 small allt hjá Andra Rúnari. Hann tók sjálfan sig í gegn og árangurinn lét ekki á sér standa. Í 2. umferð skoraði hann sigurmark Grindavíkur í uppbótartíma gegn sínum gömlu félögum í Víkingi R. og hætti ekki að skora eftir það. Þegar yfir lauk voru mörkin orðin 19 og hann jafnaði þar með markametið í efstu deild. Auk þess að vera markakóngur var Andri Rúnar valinn leikmaður ársins, samdi við sænska liðið Helsingborg og skoraði svo í sínum fyrsta landsleik í ársbyrjun 2018. Klippa: Glæsimark Andra Rúnars Steindór í leik með Breiðabliki gegn Fram á sandgrasvellinum í Smáranum sem stóð þar sem Fífan er í dag.mynd/breiðablik Steindór Elísson (Breiðablik), 1991 Eftir fjögur ár utan efstu deildar komu nýliðar Breiðabliks mjög á óvart tímabilið 1991. Í 1. umferð gerði Breiðablik 3-3 jafntefli við Íslandsmeistara Fram og liðið vann svo næstu fjóra leiki sína. Eftir fyrri umferðina voru Blikar í 3. sæti og enduðu að lokum í því fimmta sem var besti árangur þeirra síðan 1983. Ein ástæða fyrir góðu gengi Breiðablik þetta sumar var frammistaða Steindórs Elíssonar. Eftir nokkur ár í neðri deildunum með ÍK gekk Steindór í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið 1991 sem var hans langbesta á ferlinum. Hann skoraði níu mörk og var í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Steindór skoraði aðeins tvö mörk í efstu deild það sem eftir var ferilsins en 1991 var hann kóngurinn í Kópavogi. Gunnleifur hefur í síðari tíð verið þekktur fyrir að spila í stuttermatreyju, sama hvernig viðrar. Sumarið 1998 var hann hins vegar vel dúðaður í síðermatreyju og síðbuxum.úrklippa úr morgunblaðinu Gunnleifur Gunnleifsson (KR), 1998 Árið 1998 var Gunnleifur kannski þekktari sem handboltamaður en fótboltamaður. Hann hafði allavega aldrei spilað í efstu deild í fótbolta og sumarið 1997 hafði hann leikið með HK í 3. deildinni. En fyrir tímabilið 1998 fékk Atli Eðvaldsson Gunnleif í KR og það reyndist ævintýri líkast. Eftir 3-1 tap fyrir ÍBV í 9. umferð setti Atli Gunnleif í markið hjá KR í stað Kristjáns Finnbogasonar. Gulli átti magnaða innkomu, hélt hreinu í fyrstu sjö leikjum sínum og alls í 641 mínútu. KR vann alla þessa sjö leiki og kom bakdyramegin inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar gátu tryggt sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár með sigri á Eyjamönnum í lokaumferðinni. Það tókst ekki en biðinni löngu eftir titlinum lauk loks ári seinna. Magnús Páll skoraði átta af tólf mörkum sínum í efstu deild tímabilið 2007.mynd/breiðablik Magnús Páll Gunnarsson (Breiðablik), 2007 Fyrir tímabilið 2007 hafði Magnús Páll aðeins skorað tvö deildarmörk á ferlinum og hafði verið inn og út úr byrjunarliði Breiðabliks tímabilið á undan. Sumarið 2007 var hins vegar hans besta á ferlinum. Magnús Páll kom inn í byrjunarlið Breiðabliks fyrir leik gegn KR í 2. umferð og þakkaði fyrir sig með marki. Hann var lykilmaður hjá Blikum það sem eftir lifði tímabils og skoraði alls átta mörk. Nokkrar deilur voru um hvort Magnús Páll hefði átt að fá mark gegn FH í 16. umferð skráð á sig en það var gert á endanum og hann fékk bronsskóinn. Blikar enduðu í 5. sæti Landsbankadeildarinnar 2007 og komust í undanúrslit í bikar. Hjörtur fagnar einu 15 deildarmarka sinna sumarið 2001.úrklippa úr dv Hjörtur Hjartarson (ÍA), 2001 Meðal þeirra sem komust ekki að hjá ÍA á blómaskeiði félagsins á 10. áratug síðustu aldar var Hjörtur Hjartarson. Eftir að hafa leikið með Skallagrími og Völsungi gekk hann aftur í raðir ÍA fyrir tímabilið 2000. Hjörtur skoraði aðeins eitt mark það sumar en tímabilið á eftir var draumi líkast. ÍA kom þá öllum á óvart og varð Íslandsmeistari í 18. sinn í sögu félagsins. Hjörtur átti risastóran þátt í árangri Skagamanna en hann skoraði 15 af 29 mörkum þeirra í Símadeildinni og fékk gullskóinn. Hjörtur skoraði fimm mörkum meira en næsti maður, Ásmundur Arnarsson í Fram. Guðmundur Ingi var 27 ára þegar hann lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild á Íslandi.úrklippa úr morgunblaðinu Guðmundur Ingi Magnússon (Víkingur), 1991 Flestir fótboltaáhugamenn þekktu hvorki haus né sporð á Guðmundi Inga Magnússyni þegar tímabilið 1991 hófst, enda hafði hann alla tíð spilað í Svíþjóð og með ÍR í neðri deildunum. En eftir tímabilið var hann öllu þekktari. Guðmundur Ingi lék alla 18 deildarleiki Víkings sem varð óvænt Íslandsmeistari í fimmta sinn. Eftir fyrri umferðina var ekki margt sem benti til þess að Víkingar stæðu uppi sem meistarar. Þeir voru þá í 4. sæti með 15 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Fram. Í seinni umferðinni fór Víkingur á mikið flug, tapaði aðeins einum leik og tryggði sér titilinn með eftirminnilegum 1-3 sigri á Víði í Garðinum. Guðmundur Ingi vakti athygli fyrir góða frammistöðu og lék sinn fyrsta og eina landsleik haustið 1991. Hann spilaði aðeins eitt tímabil til viðbótar á Íslandi og hélt svo aftur til Svíþjóðar. Björgólfur fagnar í leik gegn FH 2003, þegar hann skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild.úrklippa úr dv Björgólfur Takefusa (Þróttur), 2003 Aðeins Þróttur gæti fallið þrátt fyrir að vera á toppnum eftir fyrri umferðina og eiga tvo af þremur markahæstu leikmönnum deildarinnar. Og það gerðist 2003. Annar af þessum markahrókum var Björgólfur Takefusa, þá á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Hann hafði leikið með Þrótti í 1. deild og átti ekki leik fyrir yngri landsliðin. En sumarið 2003 sprakk Björgólfur út á stóra sviðinu. Eins og allir Þróttarar var Björgólfur heitur í fyrri umferðinni þar sem hann skoraði níu mörk. Hann kólnaði í seinni umferðinni, eins og allt Þróttaraliðið, og bætti aðeins einu marki við. Björgólfur endaði með tíu mörk og hlaut gullskóinn. Þróttur féll en Björgólfur var kominn á kortið og hélt áfram að spila í efstu deild allt til 2014. Herra Fjölnir í öllu sínu veldi.úrklippa úr fréttablaðinu Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir), 2008 Gunnar Már og félagar í Fjölni komu eins og stormsveipir inn í efstu deild 2008. Fjölnismenn unnu fyrstu þrjá leiki sína og Gunnar Már skoraði þrjú mörk í þeim, þ.á.m. sigurmark gegn KR í uppbótartíma í 2. umferð. Þetta var fyrsta tímabil herra Fjölnis í efstu deild en hann hafði leikið með sínu liði í öllum neðri deildunum. Miðjumaðurinn öflugi tók efstu deild með trompi og skoraði tíu mörk fyrir Fjölni sem endaði í 6. sæti á sínu fyrsta tímabili í efstu deild og komst í bikarúrslit annað árið í röð. Eftir tímabilið fór Gunnar Már á reynslu til erlendra liða og lék sinn fyrsta og eina landsleik í mars 2009. Hann lék í efstu deild til ársins 2017, alls 183 leiki og skoraði 36 mörk. Beitir hefur aðeins misst af einum deildarleik síðan hann kom til KR 2017.vísir/bára Beitir Ólafsson (KR), 2017 Í byrjun júní 2017 lenti KR í mikilli markvarðakrísu og fékk undanþágu frá KSÍ til að semja við markvörð. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, tók þá upp símann og hringdi í Beiti Ólafsson sem var þá búinn að leggja hanskana á hilluna eftir að hafa leikið við góðan orðstír með HK og Keflavík í 1. og 2. deild. Beiti, sem þá var 31 árs og hafði aldrei spilað í efstu deild, var hent beint út í djúpu laugina og fljótlega kom í ljós að hann var ágætlega syndur. Beitir stóð sig með prýði í marki Vesturbæjarstórveldisins og hefur verið aðalmarkvörður þess síðan hann kom svo óvænt inn fyrir tveimur árum. Hann lék alla 22 deildarleikina þegar KR varð Íslandsmeistari með yfirburðum í fyrra. Hinn harðduglegi og óþreytandi Halldór Hermann Jónsson.úrklippa úr morgunblaðinu Halldór Hermann Jónsson (Fram), 2008 Þegar Þorvaldur Örlygsson var ráðinn þjálfari Fram haustið 2007 tók hann Halldór Hermann með sér frá Fjarðabyggð. Halldór Hermann var ekki þekktasta nafnið í bransanum enda hafði hann bara spilað með Fjarðabyggð í neðri deildunum. En hann reyndist mikill happafengur fyrir Fram. Hann lék alla hverja einustu mínútu í öllum 22 leikjum Fram í Landsbankadeildinni 2008 og hjálpaði liðinu að ná 3. sætinu og um leið Evrópusæti í fyrsta sinn síðan 1992. Halldór Hermann er ekki hæfileikaríkasti leikmaður í heimi en gat hlaupið endalaust og smellpassaði inn í heiðarlegt Fram-lið Þorvaldar. Halldór Hermann lék yfir 100 leiki í efstu deild með Fram og varð bikarmeistari með liðinu 2013.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... UMF Grindavík Breiðablik KR ÍA Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Fjölnir Fram Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira