Ónæmiskerfið á tímum Kórónunnar Ragga Nagli skrifar 30. mars 2020 13:00 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar um heilsu á Vísi. Vísir/Vilhelm Netið er stútfullt af kukli og snákaolíum sem eiga að koma í veg fyrir smit eða með magískum mekanisma læknað Kórónuna. Skola skoltinn með sundlaugarvatni til að láta klór drepa veiruna. Drekka silfurvatnslausn og verða blár í framan eins og æðsti strumpur. Sofa í blautum sokkum. Troða lauk undir koddann. Slurka á ylliblómavökva. Kalda sturtu og þurrburstun. Gúlla ilmkjarnaolíur Það eina sem þessar lausnir gera er að vekja falskar vonir og rýrari bankainnistæðu. Við getum aldrei komið í veg fyrir smit af Kórónu, en við getum gert ýmislegt til að styrkja herdeild líkamans, ónæmiskerfið, og vera þannig betur í stakk búin til að takast á við veikindin, og mögulega fá vægari einkenni og styttri bælislegu og einangrun. Stöðuhækkaðu heilsuna Við getum sjálf gert ýmislegt til að stöðuhækka heilsuna og í leiðinni að efla varnir líkamans. Bætt lúllinginn Gert þarmaflóruna að algjörum gleðipinna Hreyft skankana og hleypt púlsinum á skeið. Gúllað mikilvæg vítamín Borðað fjölbreytt og hollt. Hugaðu að stóru steinunum og styrktu grunnstoðir heilsunnar eins og svefni, streitustjórnun, mataræði og hreyfingu áður en þú fyllir innkaupakörfuna af dufti og pillum. Númeró únó í góðu ónæmiskerfi er svefninn. Svefninn Knúsaðu Óla Lokbrá í góða 8-9 tíma þessa dagana til að kýla upp ónæmiskerfið. Rannsóknir sýna að fjórir tímar eða skemur af svefni verður fólk fjórfalt líklegra til að fá inflúensu og kvefpestir, heldur en sex til átta tíma svefn. Slökktu á skjám 90 mínútum fyrir háttatíma. Rannsóknir sýna að blá birta getur seinkað framleiðslu melatónin um heila þrjá tíma. Taktu út koffín og te eftir kl 14 á daginn, það er ekki farið úr kerfinu fyrr en um miðja nótt og hefur áhrif á gæði svefnsins. Þið sem hangið yfir instagramminu á miðnætti með kaffibolla eruð að gulltryggja lausan svefn eða tveggja tíma andvöku. Farðu í bælið á sama tíma og grýttu þér fram úr á sama tíma alla daga. Líka um helgar. Halló, djammið er lokað hvort sem er. Reyndu að nýta þennan tíma til að venja þig á að fara fyrr að sofa. Við fáum besta svefninn frá kl 22 til 02. Sjá einnig: Svefn er streitubani og kvíðaeyðir Streitustjórnun er lykilatriði fyrir sterkt ónæmiskerfiVísir/Vilhelm Þarmaflóran 70% af ónæmiskerfinu er í þarmaflórunni svo það er ærin ástæða til að dekra við þessa 6 metra sem liggja í miðjum skrokknum. Streita hefur mikil áhrif á þarmaflóruna og getur breytt bakteríuumhverfinu. Rottur sem upplifðu streitueinkenni höfðu mun meira af slæmum bakteríum en sultuslakar rottur. Gúllaðu góðgerla og slurkaðu Eplaedik á fastandi maga og auktu neysla á sýrðu grænmeti á borð við kimchi og súrkál. Súkralósi hefur slæm áhrif á þarmaflóruna. Taktu út gervisætu eins og aspartame. Sorrý, við gætum misst heimsmeistaratitilinn í Pepsi max drykkju. Notaðu sykurlaust síróp (Good Good), Sweet like sugar og Erythritol og náttúrulega sætu úr eplamús, sætum kartöflum og döðlum. Streitustjórnun Við stjórnum ekki því sem lífið hendir í okkur en stjórnum hvernig við bregðumst við. Margar rannsóknir sýna að streita, áföll, rifrildi við maka og allskonar álag skerðir starfsemi ónæmiskerfisins. Streitustjórnun er lykilatriði fyrir sterkt ónæmiskerfi. Hentu þér í djúpöndun. Þeir vita hvað þeir syngja í núvitund sem hafa lengi lobbýað fyrir djúpöndun. Róleg útöndun róar streitukerfið og kemur okkur yfir í parasympatíska rólega. Haltu þakklætisdagbók og skrifaðu niður þrennt jákvætt við daginn. Talaðu við fagaðila, eins og sálfræðing eða geðlækni ef þú finnur fyrir miklum kvíða eða depurð. Bætiefni Andoxunarefni gerir hermenn ónæmiskerfisins sterka og tilbúna í slaginn að minnka bólgur og með því að slurka papriku, appelsínur, og sítrónu geturðu aukið andoxunarefni í blóði um 30% sem. Ef þú fúlsar við græmmó eða ávöxtum geturðu dúndrað í þig gómsætum tuggutöflum frá NOW. D-vítamín er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og getur hjálpað til við að draga úr hættu á sýkingum í efri öndunarvegi. Sérstaklega norður í hjara veraldar með áttatíu lægðir er D-vítamín skortur algengur. Við fáum mest af D-dúllunni í gegnum augun. Þegar sú gula lætur sjá sig hentu þér út og farðu í störukeppni við sólina í nokkrar sekúndur. Þess utan, geturðu gúllað belgi, allt frá 600 og upp í 2000 alþjóðaeiningar á dag. Zink getur verið hjálplegt þegar þú byrjar að finna fyrir einkennum af kvefi eða pestum til að lina einkennin. Ekki er þó ráðlegt að taka zink að staðaldri því það getur stuðlað að koparskorti yfir langan tíma. Beta glucan getur dregið úr hættu á sýkingu í efri öndunarvegi. Rannsóknir á fólki sem æfir mikið sýndi að dagleg inntaka á Beta glúkani dró úr sýkingum, kvefi og flensu samanborið við þá sem fengu lyfleysu. Hreyfing Rannsóknir sýna ótvírætt að ónæmiskerfið fer í fimmta gír við hreyfingu. Teygja búkinn og hrista að lágmarki 15 til 20 mínútur, helst 20 til 40 mínútur, tvisvar til þrisvar í viku. Ekki bara til að sporna við sýkingu en einnig gegn bólgum og verkjum. Það er best að þjálfa bæði styrktarþjálfun til að byggja meira kjöt á grindina, sem og þolþjálfun fyrir sterkt hjarta og heilbrigð lungu. Mataræði: Leyfðu heilum óunnum matvælum að vera plássfrek á disknum. Prótíngjafar úr dauðum skepnum, eða grænkeragjafar eins og tófú, tempeh. Feitur fiskur gefur Omega-3 og D-vítamín. Góðar fitur eins og olíur, avocado, hnetur og fræ. Litríkt grænmeti og ávextir til að fá mismunandi næringarefni. Trefjaríkt korn eins og kínóa, brún hrísgrjón og haframjöl. Góð kolvetni úr rótargrænmeti og kartöflum. Ekki taka handbremsubeygju á einni nóttu. Það er svo margt sem við getum ekki stjórnað þessa dagana en það er samt ansi margt sem við getum stjórnað. Þú getur ekki tekið handbremsubeygju í mataræði, hreyfingu, svefni núna og ætlast til að verða ónæmasti maður mannkyns. Það tekur nokkrar vikur að byggja upp herdeildina í skrokknum. Og að því sögðu þá geturðu verið hraustari en Maggi Scheving og samt fengið Kórónu. Þú getur gert allt rétt í heilsuvenjunum og samt smitast. Við þurfum ÖLL að þvo hendur og halda félagslegri fjarlægð. Heimildir McFarlin BK, Carpenter KC, Davidson T, McFarlin MA. Baker's yeast beta glucan supplementation increases salivary IgA and decreases cold/flu symptomatic days after intense exercise. J Diet Suppl. 2013 Sep;10(3):171-83. SA Gharib, MD et al. Transcriptional Signatures of Sleep Duration Discordance in Monozygotic Twins. Sleep, January 2017 Ragga nagli Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Netið er stútfullt af kukli og snákaolíum sem eiga að koma í veg fyrir smit eða með magískum mekanisma læknað Kórónuna. Skola skoltinn með sundlaugarvatni til að láta klór drepa veiruna. Drekka silfurvatnslausn og verða blár í framan eins og æðsti strumpur. Sofa í blautum sokkum. Troða lauk undir koddann. Slurka á ylliblómavökva. Kalda sturtu og þurrburstun. Gúlla ilmkjarnaolíur Það eina sem þessar lausnir gera er að vekja falskar vonir og rýrari bankainnistæðu. Við getum aldrei komið í veg fyrir smit af Kórónu, en við getum gert ýmislegt til að styrkja herdeild líkamans, ónæmiskerfið, og vera þannig betur í stakk búin til að takast á við veikindin, og mögulega fá vægari einkenni og styttri bælislegu og einangrun. Stöðuhækkaðu heilsuna Við getum sjálf gert ýmislegt til að stöðuhækka heilsuna og í leiðinni að efla varnir líkamans. Bætt lúllinginn Gert þarmaflóruna að algjörum gleðipinna Hreyft skankana og hleypt púlsinum á skeið. Gúllað mikilvæg vítamín Borðað fjölbreytt og hollt. Hugaðu að stóru steinunum og styrktu grunnstoðir heilsunnar eins og svefni, streitustjórnun, mataræði og hreyfingu áður en þú fyllir innkaupakörfuna af dufti og pillum. Númeró únó í góðu ónæmiskerfi er svefninn. Svefninn Knúsaðu Óla Lokbrá í góða 8-9 tíma þessa dagana til að kýla upp ónæmiskerfið. Rannsóknir sýna að fjórir tímar eða skemur af svefni verður fólk fjórfalt líklegra til að fá inflúensu og kvefpestir, heldur en sex til átta tíma svefn. Slökktu á skjám 90 mínútum fyrir háttatíma. Rannsóknir sýna að blá birta getur seinkað framleiðslu melatónin um heila þrjá tíma. Taktu út koffín og te eftir kl 14 á daginn, það er ekki farið úr kerfinu fyrr en um miðja nótt og hefur áhrif á gæði svefnsins. Þið sem hangið yfir instagramminu á miðnætti með kaffibolla eruð að gulltryggja lausan svefn eða tveggja tíma andvöku. Farðu í bælið á sama tíma og grýttu þér fram úr á sama tíma alla daga. Líka um helgar. Halló, djammið er lokað hvort sem er. Reyndu að nýta þennan tíma til að venja þig á að fara fyrr að sofa. Við fáum besta svefninn frá kl 22 til 02. Sjá einnig: Svefn er streitubani og kvíðaeyðir Streitustjórnun er lykilatriði fyrir sterkt ónæmiskerfiVísir/Vilhelm Þarmaflóran 70% af ónæmiskerfinu er í þarmaflórunni svo það er ærin ástæða til að dekra við þessa 6 metra sem liggja í miðjum skrokknum. Streita hefur mikil áhrif á þarmaflóruna og getur breytt bakteríuumhverfinu. Rottur sem upplifðu streitueinkenni höfðu mun meira af slæmum bakteríum en sultuslakar rottur. Gúllaðu góðgerla og slurkaðu Eplaedik á fastandi maga og auktu neysla á sýrðu grænmeti á borð við kimchi og súrkál. Súkralósi hefur slæm áhrif á þarmaflóruna. Taktu út gervisætu eins og aspartame. Sorrý, við gætum misst heimsmeistaratitilinn í Pepsi max drykkju. Notaðu sykurlaust síróp (Good Good), Sweet like sugar og Erythritol og náttúrulega sætu úr eplamús, sætum kartöflum og döðlum. Streitustjórnun Við stjórnum ekki því sem lífið hendir í okkur en stjórnum hvernig við bregðumst við. Margar rannsóknir sýna að streita, áföll, rifrildi við maka og allskonar álag skerðir starfsemi ónæmiskerfisins. Streitustjórnun er lykilatriði fyrir sterkt ónæmiskerfi. Hentu þér í djúpöndun. Þeir vita hvað þeir syngja í núvitund sem hafa lengi lobbýað fyrir djúpöndun. Róleg útöndun róar streitukerfið og kemur okkur yfir í parasympatíska rólega. Haltu þakklætisdagbók og skrifaðu niður þrennt jákvætt við daginn. Talaðu við fagaðila, eins og sálfræðing eða geðlækni ef þú finnur fyrir miklum kvíða eða depurð. Bætiefni Andoxunarefni gerir hermenn ónæmiskerfisins sterka og tilbúna í slaginn að minnka bólgur og með því að slurka papriku, appelsínur, og sítrónu geturðu aukið andoxunarefni í blóði um 30% sem. Ef þú fúlsar við græmmó eða ávöxtum geturðu dúndrað í þig gómsætum tuggutöflum frá NOW. D-vítamín er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og getur hjálpað til við að draga úr hættu á sýkingum í efri öndunarvegi. Sérstaklega norður í hjara veraldar með áttatíu lægðir er D-vítamín skortur algengur. Við fáum mest af D-dúllunni í gegnum augun. Þegar sú gula lætur sjá sig hentu þér út og farðu í störukeppni við sólina í nokkrar sekúndur. Þess utan, geturðu gúllað belgi, allt frá 600 og upp í 2000 alþjóðaeiningar á dag. Zink getur verið hjálplegt þegar þú byrjar að finna fyrir einkennum af kvefi eða pestum til að lina einkennin. Ekki er þó ráðlegt að taka zink að staðaldri því það getur stuðlað að koparskorti yfir langan tíma. Beta glucan getur dregið úr hættu á sýkingu í efri öndunarvegi. Rannsóknir á fólki sem æfir mikið sýndi að dagleg inntaka á Beta glúkani dró úr sýkingum, kvefi og flensu samanborið við þá sem fengu lyfleysu. Hreyfing Rannsóknir sýna ótvírætt að ónæmiskerfið fer í fimmta gír við hreyfingu. Teygja búkinn og hrista að lágmarki 15 til 20 mínútur, helst 20 til 40 mínútur, tvisvar til þrisvar í viku. Ekki bara til að sporna við sýkingu en einnig gegn bólgum og verkjum. Það er best að þjálfa bæði styrktarþjálfun til að byggja meira kjöt á grindina, sem og þolþjálfun fyrir sterkt hjarta og heilbrigð lungu. Mataræði: Leyfðu heilum óunnum matvælum að vera plássfrek á disknum. Prótíngjafar úr dauðum skepnum, eða grænkeragjafar eins og tófú, tempeh. Feitur fiskur gefur Omega-3 og D-vítamín. Góðar fitur eins og olíur, avocado, hnetur og fræ. Litríkt grænmeti og ávextir til að fá mismunandi næringarefni. Trefjaríkt korn eins og kínóa, brún hrísgrjón og haframjöl. Góð kolvetni úr rótargrænmeti og kartöflum. Ekki taka handbremsubeygju á einni nóttu. Það er svo margt sem við getum ekki stjórnað þessa dagana en það er samt ansi margt sem við getum stjórnað. Þú getur ekki tekið handbremsubeygju í mataræði, hreyfingu, svefni núna og ætlast til að verða ónæmasti maður mannkyns. Það tekur nokkrar vikur að byggja upp herdeildina í skrokknum. Og að því sögðu þá geturðu verið hraustari en Maggi Scheving og samt fengið Kórónu. Þú getur gert allt rétt í heilsuvenjunum og samt smitast. Við þurfum ÖLL að þvo hendur og halda félagslegri fjarlægð. Heimildir McFarlin BK, Carpenter KC, Davidson T, McFarlin MA. Baker's yeast beta glucan supplementation increases salivary IgA and decreases cold/flu symptomatic days after intense exercise. J Diet Suppl. 2013 Sep;10(3):171-83. SA Gharib, MD et al. Transcriptional Signatures of Sleep Duration Discordance in Monozygotic Twins. Sleep, January 2017
Ragga nagli Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira