Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 31. mars 2020 09:00 Einar Jónsson var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. skjáskot/s2s Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. Einar var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi þar sem rætt var um málefni líðandi stundar í handboltanum og þar var mál ÍR efst á baugi en þeir tilkynntu á dögunum að vegna fjárhagsörðugleika yrði kvennalið félagsins lagt niður. „Utan frá séð finnst mér þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og mér finnst bara verið að gefa skít í kvennaboltann upp í Breiðholti. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið sem þeir leggja niður kvennaliðið á meðan karlaliðið hefur verið keyrandi,“ sagði Einar sem var mikið niðri fyrir. „ÍR kvenna er búið að eiga fullt, fullt af góðum handboltakonum. Ég held að flestar þeirra hafi ekki náð að spila meistaraflokksleiki sem er glórulaust. Hrafnhildur Skúladóttir og þær systurnar eru allar aldar þarna upp, Jóna Margrét og fleiri, fleiri. Nú nýverið Brynhildur í Stjörnunni og Sólveig Lára í KA/Þór.“ „Það hafa alltaf verið góðir leikmenn að koma þarna upp og greinilega er að þeir eru að gera eitthvað rétt varðandi barna- og unglingastarfið sitt. Svo virðist þeir ekki að ná stiga þetta skref varðandi meistaraflokkinn. Ég hef ekki trú á því að reksturinn á meistaraflokki kvenna hjá ÍR hafi verið vandamálið varðandi fjárhaginn.“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var einnig í settinu í gær og tjáði sig einnig um málið. „Ég myndi halda að það lið hafi verið skynsamlega rekið. Þær eru búnar að standa sig fínt í Grill-deildinni og Kristinn hefur verið að gera fína hluti með liðið. Mér fannst þetta skref aftur á bak og það er verið að tala um að þetta séu ungar stelpur en það er bara oft raunin í kvennaboltanum.“ „Leikmenn byrja fyrr að spila með meistaraflokki og þær eru í Grill-deildinni. U-liðin eru mikið í þessari deild og þar eru mikið af stelpum í 3. og 4. flokki hjá öðrum liðum.“ Innslagið má sjá hér að neðan þar sem er farið nánar ofan í kjölinn á þessu máli. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um kvennalið ÍR Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. Einar var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi þar sem rætt var um málefni líðandi stundar í handboltanum og þar var mál ÍR efst á baugi en þeir tilkynntu á dögunum að vegna fjárhagsörðugleika yrði kvennalið félagsins lagt niður. „Utan frá séð finnst mér þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og mér finnst bara verið að gefa skít í kvennaboltann upp í Breiðholti. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið sem þeir leggja niður kvennaliðið á meðan karlaliðið hefur verið keyrandi,“ sagði Einar sem var mikið niðri fyrir. „ÍR kvenna er búið að eiga fullt, fullt af góðum handboltakonum. Ég held að flestar þeirra hafi ekki náð að spila meistaraflokksleiki sem er glórulaust. Hrafnhildur Skúladóttir og þær systurnar eru allar aldar þarna upp, Jóna Margrét og fleiri, fleiri. Nú nýverið Brynhildur í Stjörnunni og Sólveig Lára í KA/Þór.“ „Það hafa alltaf verið góðir leikmenn að koma þarna upp og greinilega er að þeir eru að gera eitthvað rétt varðandi barna- og unglingastarfið sitt. Svo virðist þeir ekki að ná stiga þetta skref varðandi meistaraflokkinn. Ég hef ekki trú á því að reksturinn á meistaraflokki kvenna hjá ÍR hafi verið vandamálið varðandi fjárhaginn.“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var einnig í settinu í gær og tjáði sig einnig um málið. „Ég myndi halda að það lið hafi verið skynsamlega rekið. Þær eru búnar að standa sig fínt í Grill-deildinni og Kristinn hefur verið að gera fína hluti með liðið. Mér fannst þetta skref aftur á bak og það er verið að tala um að þetta séu ungar stelpur en það er bara oft raunin í kvennaboltanum.“ „Leikmenn byrja fyrr að spila með meistaraflokki og þær eru í Grill-deildinni. U-liðin eru mikið í þessari deild og þar eru mikið af stelpum í 3. og 4. flokki hjá öðrum liðum.“ Innslagið má sjá hér að neðan þar sem er farið nánar ofan í kjölinn á þessu máli. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um kvennalið ÍR Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti