Meiri átroðningur í Strætó eftir að ferðum var fækkað vegna faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 11:46 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Strætó Ekki kemur til greina að bjóða notendum Strætó á höfuðborgarsvæðinu að frysta kort sín samhliða þjónustuskerðingu. Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru en farþegum hefur fækkað mikið að undanförnu. Frá og með deginum í dag munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og venjulega. Sjá einnig: Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir það ekki vera til skoðunar að koma til móts við farþega vegna þessa, til að mynda með því að stöðva áskriftir. Hann segir vera gert ráð fyrir því að um sé að ræða mjög tímabundið ástand. „Við svo sem tökum daglega stöðuna en við erum allavega ekki eins og staðan er í dag með þetta upp á teikniborðinu.“ Meiri átroðningur eftir fækkun ferða Jóhannes kannast við ábendingar þess efnis að mun fleiri séu í vögnunum eftir að ferðum var fækkað sem geri fólki erfiðara fyrir að virða fjarlægðarmörk. „Já, við höfðum allavega heyrt af nokkrum tilvikum í morgun og við settum reyndar aukavagna á nokkrar brottfarir en við munum líklega hafa vagn í standby á nokkrum stöðum til að reyna að koma enn meira í veg fyrir þetta.“ Hann hafnar því að þessi breyting hafi að einhverju leyti unnið gegn markmiðum þeirra um sóttvarnir eða tilmælum frá yfirvöldum. „Það held ég ekki, almennt er verið að höfða til skynsemi fólks í þessum tilmælum og það hafa verið skilaboðin svo að þau eru ekkert breytt.“ Geta ekki talið í vagnanna „Við höfum náttúrulega bara almennt í þessu ástandi verið að höfða til fólks alveg á sama hátt og almannavarnir, að það passi bara upp á þetta sjálft.“ Hann segir bílstjóra ekki hafa tök á því að telja inn í vagnanna þegar svona er. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að bílstjórar Strætó myndu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti. „Við auðvitað reynum að bregðast við og á morgun munum við setja kannski fleiri aukavagna ef að slíkt kemur upp en almennt erum við bara að höfða til samvisku fólks um að það passi upp á fjarlægðarmörk og samgöngutakmörk.“ Strætó Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ekki kemur til greina að bjóða notendum Strætó á höfuðborgarsvæðinu að frysta kort sín samhliða þjónustuskerðingu. Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru en farþegum hefur fækkað mikið að undanförnu. Frá og með deginum í dag munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og venjulega. Sjá einnig: Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir það ekki vera til skoðunar að koma til móts við farþega vegna þessa, til að mynda með því að stöðva áskriftir. Hann segir vera gert ráð fyrir því að um sé að ræða mjög tímabundið ástand. „Við svo sem tökum daglega stöðuna en við erum allavega ekki eins og staðan er í dag með þetta upp á teikniborðinu.“ Meiri átroðningur eftir fækkun ferða Jóhannes kannast við ábendingar þess efnis að mun fleiri séu í vögnunum eftir að ferðum var fækkað sem geri fólki erfiðara fyrir að virða fjarlægðarmörk. „Já, við höfðum allavega heyrt af nokkrum tilvikum í morgun og við settum reyndar aukavagna á nokkrar brottfarir en við munum líklega hafa vagn í standby á nokkrum stöðum til að reyna að koma enn meira í veg fyrir þetta.“ Hann hafnar því að þessi breyting hafi að einhverju leyti unnið gegn markmiðum þeirra um sóttvarnir eða tilmælum frá yfirvöldum. „Það held ég ekki, almennt er verið að höfða til skynsemi fólks í þessum tilmælum og það hafa verið skilaboðin svo að þau eru ekkert breytt.“ Geta ekki talið í vagnanna „Við höfum náttúrulega bara almennt í þessu ástandi verið að höfða til fólks alveg á sama hátt og almannavarnir, að það passi bara upp á þetta sjálft.“ Hann segir bílstjóra ekki hafa tök á því að telja inn í vagnanna þegar svona er. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að bílstjórar Strætó myndu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti. „Við auðvitað reynum að bregðast við og á morgun munum við setja kannski fleiri aukavagna ef að slíkt kemur upp en almennt erum við bara að höfða til samvisku fólks um að það passi upp á fjarlægðarmörk og samgöngutakmörk.“
Strætó Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27
Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50