Erlent

Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar

Sylvía Hall og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Frá mómælum í Washington-ríki í gær.
Frá mómælum í Washington-ríki í gær. Vísir/Getty

Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 

Efnt var til fjöldamótmæla í Arizona, Colorado, Montana og Washington-ríki í gær en áður hafði verið blásið til slíkra samkoma í öðrum ríkjum. Mótmælendur hafa víða virt reglur um samkomubann og fjarlægðartakmörk að vettugi, og verið gagnrýndir mjög fyrir.

Mótmælendur í Washington-ríki söfnuðust saman og kröfðust þess að slakað yrði á reglum sem gerði efnahagslífinu erfitt fyrir. Ríkið var á meðal þeirra fyrstu þar sem smit voru staðfest. 

Ríkisstjórar víða um Bandaríkin hafa nú þegar hafið undirbúning í því skyni að aflétta takmörkunum í ljósi þess að færri tilfelli virðast vera að koma upp, en enn sem komið er eru útgöngubönn og samkomubönn víða í gildi. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna, sem flestir virðast úr röðum í haldsmanna, til dáða á Twitter á föstudag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 

Bandaríkin hafa farið einna verst út úr faraldri kórónuveiru en staðfest tilfelli þar eru orðin nær 760 þúsund, langflest á heimsvísu, samkvæmt tölum frá Johns hopkins-sjúkrahúsinu. Alls hafa yfir fjörutíu þúsund látist af völdum veirunnar í landinu.


Tengdar fréttir

Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum

Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar.

Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×