Tvö þúsund hótelherbergi í pípunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 12. september 2019 06:15 Marriott-hótel rís við Hörpu. vísir/vilhelm Yfir tvö þúsund hótelherbergi koma inn á markaðinn á næstu árum ef öll fyrirhuguð uppbygging verður að veruleika. Gistinóttum á hótelum hefur fjölgað en tekjur og nýting hafa hafa dregist saman. „Við höfum byggt sjávarútveginn frá mokveiði upp í að vera flottasti sjávarútvegur í heimi. Það er engin ástæða til að halda annað en að við getum gert það sama í ferðaþjónustunni. Ef okkur tekst það þá munu þessi tvö þúsund herbergi hafa nóg að gera,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu , í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeild Arion banka stóð fyrir morgunfundi í gær þar sem kynnt var árleg ferðaþjónustuúttekt deildarinnar. Það sem af er ári hafa um 270 hótelherbergi verið tekin í notkun, og útlit er fyrir að 120 herbergi bætist við á árinu. Til viðbótar við það standa yfir framkvæmdir við um 900 herbergi og þá eru um 1.150 herbergi mislangt komin á teikniborðinu. Samkvæmt verðmælingum greiningardeildarinnar lækkaði meðalverð hótelherbergja í Reykjavík um 12 prósent í júlí mælt í evrum. Á fyrri árshelmingi benda gögn til þess að nýting á mánuði hafi verið að meðaltali 72 prósent í Reykjavík, sem er lækkun um fimm prósentustig milli ára. Þá er bent á að þrátt fyrir fækkun ferðamanna í sumar hafi gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgað. Gistinóttum í gegnum vefsíður á borð við Airbnb hafi aftur á móti fækkað sem og gistinóttum í bílum. „Það var ekki sjálfbært að vaxa svona hratt og taka vöxtinn í íbúðarhúsnæði. Þó að umræðan sé stundum í þá veru að það sé hótel á hverju horni þá viljum við miklu frekar hafa gestina okkar á hótelum og íbúa í íbúðarhúsnæði. Þannig verður borgin skemmtilegri, fyrir gestina og okkur sjálf,“ segir Kristófer. Hann bendir á að tilfærslan frá Airbnb til hótela geti verið mikilvægur þáttur í því að framboð hótelherbergja standi undir sér í framtíðinni. „Það má ekki gleyma því að það hafa verið þúsundir íbúða á Airbnb og enn fleiri herbergi. Ef við höldum þeirri þróun áfram að færa alla gististarfsemi upp á yfirborðið þá hef ég engar áhyggjur af þessum tvö þúsund hótelherbergjum.“ Þá telur hann að færri gistinætur á Airbnb skýri að hluta til hvers vegna tekjur á hvern ferðamann hafa hækkað. „Ég er sannfærður um að einn þátturinn í því að það sé meiri eyðsla á hvern ferðamann sé sá að það séu meiri tekjur að koma upp á yfirborðið í kjölfar aukins eftirlits og sektarheimilda gagnvart ólöglegri starfsemi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Yfir tvö þúsund hótelherbergi koma inn á markaðinn á næstu árum ef öll fyrirhuguð uppbygging verður að veruleika. Gistinóttum á hótelum hefur fjölgað en tekjur og nýting hafa hafa dregist saman. „Við höfum byggt sjávarútveginn frá mokveiði upp í að vera flottasti sjávarútvegur í heimi. Það er engin ástæða til að halda annað en að við getum gert það sama í ferðaþjónustunni. Ef okkur tekst það þá munu þessi tvö þúsund herbergi hafa nóg að gera,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu , í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeild Arion banka stóð fyrir morgunfundi í gær þar sem kynnt var árleg ferðaþjónustuúttekt deildarinnar. Það sem af er ári hafa um 270 hótelherbergi verið tekin í notkun, og útlit er fyrir að 120 herbergi bætist við á árinu. Til viðbótar við það standa yfir framkvæmdir við um 900 herbergi og þá eru um 1.150 herbergi mislangt komin á teikniborðinu. Samkvæmt verðmælingum greiningardeildarinnar lækkaði meðalverð hótelherbergja í Reykjavík um 12 prósent í júlí mælt í evrum. Á fyrri árshelmingi benda gögn til þess að nýting á mánuði hafi verið að meðaltali 72 prósent í Reykjavík, sem er lækkun um fimm prósentustig milli ára. Þá er bent á að þrátt fyrir fækkun ferðamanna í sumar hafi gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgað. Gistinóttum í gegnum vefsíður á borð við Airbnb hafi aftur á móti fækkað sem og gistinóttum í bílum. „Það var ekki sjálfbært að vaxa svona hratt og taka vöxtinn í íbúðarhúsnæði. Þó að umræðan sé stundum í þá veru að það sé hótel á hverju horni þá viljum við miklu frekar hafa gestina okkar á hótelum og íbúa í íbúðarhúsnæði. Þannig verður borgin skemmtilegri, fyrir gestina og okkur sjálf,“ segir Kristófer. Hann bendir á að tilfærslan frá Airbnb til hótela geti verið mikilvægur þáttur í því að framboð hótelherbergja standi undir sér í framtíðinni. „Það má ekki gleyma því að það hafa verið þúsundir íbúða á Airbnb og enn fleiri herbergi. Ef við höldum þeirri þróun áfram að færa alla gististarfsemi upp á yfirborðið þá hef ég engar áhyggjur af þessum tvö þúsund hótelherbergjum.“ Þá telur hann að færri gistinætur á Airbnb skýri að hluta til hvers vegna tekjur á hvern ferðamann hafa hækkað. „Ég er sannfærður um að einn þátturinn í því að það sé meiri eyðsla á hvern ferðamann sé sá að það séu meiri tekjur að koma upp á yfirborðið í kjölfar aukins eftirlits og sektarheimilda gagnvart ólöglegri starfsemi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira