Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2017 12:15 Ólíklegt verður að teljast að útgerðin og sjómenn muni geta náð saman ef nýundirritaður kjarasamningur verður felldur í dag að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi. Mikilvægt sé, ef ætlunin er að byggja upp traust milli deiluaðila, að þeir geti komist að sameiginlegri niðurstöðu án utanaðkomandi þvingunar. Þetta kom fram í máli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur sem rætt var við á Sprengisandi í dag.Eins og greint hefur verið frá náðust samningar milli útgerðarinnar og sjómanna aðfaranótt laugardags eftir um 10 vikna verkfall. Samningarnir hafa verið til umræðu um helgina og greiða sjómenn nú um þá atkvæði. Úrslita er að vænta í kvöld og tvísýnt er hvor niðurstaðan verður ofan á.Sjá einnig: Heiðveig María um atkvæðagreiðsluna: „Þetta verður tæpt“ Heiðrún segir að henni þætti það „ömurlegt" ef samningarnir yrðu felldir. Það sé í raun kraftaverk að hennar mati að búið sé að ná kjarasamningi þegar krónan er jafn sterk og raun ber vitni.„Við erum með gríðarlegar áskoranir, bæði útgerðin og sjómenn, lækkun í tekjum og lækkun í launum. En ef þeir fella samning aftur þá auðvitað myndi ég telja að það blasi við, því miður, að við séum væntanlega ófær um að ná samningi,“ segir Heiðrún. „Ég sé það í öllu falli ekki lausn í sjónmáli en þær geta þó alltaf „poppað upp,“ bætir hún við.Sjá einnig: „Þetta er búið að taka á“ Samningsaðilum var gert grein fyrir því að líklega kæmi til lagasetningar á verkfallið ef samningar næðust ekki á allra næstu dögum.Íhlutun ekki góð fyrir traustið Slíkar fyrirætlanir ættu ekki að koma neinum á óvart að mati Heiðrúnar enda um að ræða langt verkfall sem af hlaust milljarða tón og lamar einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Þegar svo ber undir „þá eru auðvitað hagsmunirnir síst þeirra sem eru við borðið.“ Heiðrún telur mikilvægt að þó samstarfs útgerðar og sjómanna sé alla jafna gott sé mikilvægt að efla traustið milli hópanna. Til þess að tryggja að svo verði til framtíðar sé ekki síst mikilvægt að það þurfi ekki utanaðkomandi þvingun, svo sem að lög verði sett eða að deilan fari fyrir gerðardóm, til að leiða verkfallið til lykta. Spjall Kristjáns Kristjánssonar við Heiðrúnu má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að útgerðin og sjómenn muni geta náð saman ef nýundirritaður kjarasamningur verður felldur í dag að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi. Mikilvægt sé, ef ætlunin er að byggja upp traust milli deiluaðila, að þeir geti komist að sameiginlegri niðurstöðu án utanaðkomandi þvingunar. Þetta kom fram í máli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur sem rætt var við á Sprengisandi í dag.Eins og greint hefur verið frá náðust samningar milli útgerðarinnar og sjómanna aðfaranótt laugardags eftir um 10 vikna verkfall. Samningarnir hafa verið til umræðu um helgina og greiða sjómenn nú um þá atkvæði. Úrslita er að vænta í kvöld og tvísýnt er hvor niðurstaðan verður ofan á.Sjá einnig: Heiðveig María um atkvæðagreiðsluna: „Þetta verður tæpt“ Heiðrún segir að henni þætti það „ömurlegt" ef samningarnir yrðu felldir. Það sé í raun kraftaverk að hennar mati að búið sé að ná kjarasamningi þegar krónan er jafn sterk og raun ber vitni.„Við erum með gríðarlegar áskoranir, bæði útgerðin og sjómenn, lækkun í tekjum og lækkun í launum. En ef þeir fella samning aftur þá auðvitað myndi ég telja að það blasi við, því miður, að við séum væntanlega ófær um að ná samningi,“ segir Heiðrún. „Ég sé það í öllu falli ekki lausn í sjónmáli en þær geta þó alltaf „poppað upp,“ bætir hún við.Sjá einnig: „Þetta er búið að taka á“ Samningsaðilum var gert grein fyrir því að líklega kæmi til lagasetningar á verkfallið ef samningar næðust ekki á allra næstu dögum.Íhlutun ekki góð fyrir traustið Slíkar fyrirætlanir ættu ekki að koma neinum á óvart að mati Heiðrúnar enda um að ræða langt verkfall sem af hlaust milljarða tón og lamar einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Þegar svo ber undir „þá eru auðvitað hagsmunirnir síst þeirra sem eru við borðið.“ Heiðrún telur mikilvægt að þó samstarfs útgerðar og sjómanna sé alla jafna gott sé mikilvægt að efla traustið milli hópanna. Til þess að tryggja að svo verði til framtíðar sé ekki síst mikilvægt að það þurfi ekki utanaðkomandi þvingun, svo sem að lög verði sett eða að deilan fari fyrir gerðardóm, til að leiða verkfallið til lykta. Spjall Kristjáns Kristjánssonar við Heiðrúnu má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
„Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00